Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 73

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 73
miklu leyti í sama umhverfi á sama tíma og snúist að nokkru um sömu málefni, fylla þær ákjósanlega hvor aðra og sóma sér prýðilega hlið við hlið, og gjarnan vildi ég sjá sögu séra Björns Halldórssonar við hlið þeirra, jafnýtar- lega og þær og skrifaða af eins yfirgripsmik- illi og innlifaðri þekkingu og þær. En því nefni ég séra Björn, að hann var samtíma- maður og nágranni hinna tveggja, en ekki af því, að ekki sé enn ósögð saga fjölmargra merkilegra manna á 19. öld, jafnvel sumra fremstu og tilkomumestu manna, sem þjóðin hefur alið. Við minnumst þessa, um leið og við þökkum Arnóri Sigurjónssyni framlag hans til sögu síðustu aldar með þessari myndar- legu bók um Einar í Nesi. Kristján Eldjárn. VeðurfræÖi og skáldskapur Páll Bergþórsson: Loftin blá. Heimskringla, Reykjavík, 1957. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, er ís- lenzkum útvarpshlustendum að góðu kunnur fyrir þau útvarpserindi, sem hann um langt skeið flutti mánaðarlega um veður síðastlið- ins mánaðar. Við þessi yfirlit um veðrið skeytti hann ýmsum hugleiðingum, samkvæmt orðum hans sjálfs til að „leiða hug áheyrenda að tengslum veðráttunnar og þess lífs, er við lifum og sjáum í kringum okkur.“ Við þetta mætti bæta því, að hugleiðingarnar voru engu síður tengdar lífi því, sem lifað hefur verið í þessu landi öld fram af öld. Þessum hugleiðingum hefur Páll nú safnað saman og gefið þær út í bók, er hann nefnir Loftin blá. Það fer ekki ailtaf saman, að það sem er áheyrilegt í útvarpi sé læsilegt á prenti, en hér fer þetta óneitanlega saman. Páll er fæddur „esseyisti“, einn af þeim fáu, sem við eigum, framsetning hans er ljós og skýr, mál- farið ferskt og hreint. Hann er í senn nátt- úrufræðingur og húmanisti, ljóðelskur mjög og ljóðfróður með afbrigðum, svo að honum er stöðugt tiltækur kveðskapur frá öllum öld- um íslenzkrar ljóðagerðar, og sakna ég í bók- inni ekki nema einnar stöku, sem mér virðist að átt hefði þar heima, en það er staka Sig- urðar Breiðfjörðs: Leggur reyki beint upp bæja, ágætasta lýsing á logni, sem mér er kunnugt um að til sé. Páll hikar ekki við að DAGSKRÁ hlaupast frá raunvísindalegum þenkingum út í bókmenntalegar hugleiðingar og ferst þetta stundum með ágætum, svo sem í niðurlagi erindisins um tíbrána. Þó ber af í þessu efni erindi hans um veðurlýsingar Nóbelskáldsins í Sjálfstætt fólk. Það þarf ekki litla hugkvæmni til að hylla söguskáld í útvarpstíma ætluðum veðurfræði, svo að eðlilegt verði og vel fari á, en þótt margir gerðust til að hylla Halldór Kiljan þá dagana, þar á meðal sumir, sem áður voru kunnir af öðru fremur en hrósi um þetta skáld, var þetta erindi Páls líklega eftir- minnilegasta og áhrifamesta hyllingin. Aðalefni bókarinnar sækir Páll þó vitanlega í sína eigin fræðigrein, veðurfræðina. Það er að öllu samanlögðu drjúgmikill fróðleikur um veður og vind, úrkomu, skýjafar, hafís, þrum- ur og eldingar og allmargt fleira veðurfari við- víkjandi, sem framreiddur er í þessum er- indaflokki. Það, sem tengir erindin saman öðru fremur er heildarsýn höfundarins á lofts- lagið sem umhverfi mannvistar, sér í Iagi sem umhverfi íslenzkrar mannvistar. Honum virð- ist ljóst, að án þekkingar á íslenzkri veður- farssögu verður íslenzk þjóðarsaga hvorki skýrð né skilin til hlítar. Um þetta efni fjall- ar höfundur í lengsta erindi bókarinnar, Alda- söngur. Er ég honum þar sammála í aðalatrið- um, eða hann mér. Það er lítill vafi á því, að á síðari hluta 16. aldar hefst mesta harðinda- tímabilið í sögu íslenzku þjóðarinnar, „Litla ísöldin". Ég vil skjóta því hér inn, að hug- takið „Litla ísöld“, sem höfundur nefnir, mun upphaflega komið frá bandaríska jöklafræð- ingnum Mathews, er um langt skeið vann að rannsóknum á jöklabreytingum í Bandaríkj- unum. Páll getur þess til, að eitt erindanna í Aldasöng Bjarna skálda sé ort undir áhrif- um frá Heklugosinu 1636. Má vel vera að svo sé, því Gísli biskup Oddsson, sem var sjónar- vottur að þessu gosi, segir öskuna hafa borizt „til fjarlægustu staða“, og hann getur þess einnig, að gras hafi sýkzt. En það er táknrænt fyrir hugkvæmni Páls, að hann skuli láta sér detta í hug að árfæra Aldasöng með þessum hætti. Bók Páls er smekklega úr garði gerð. Mynd- ir eru margar og mjög til prýði, ef undan- skilin er myndin af hafísbreiðu, sem er ósköp til Iýta. Niðurröðun myndanna hefur orðið sumum lesendum nokkuð undrunarefni, og ekki alveg að ástæðulausu. En í heild eru myndirnar í bókinni verulegur gildisauki. Þær 71

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.