Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 75

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 75
anir, myndu ljóðabækur hans verða mun minni að vöxtum. En þunnt kver með þokka- legum Ijóðum er þó alltént cigulcgra en þykk bók þunnra kvæða. Sigurðtir Þórarinsson Hörpusilki Sveinbjörn B einteinsson: Vandkvteði. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Rcykja- vík, 1957. Eiginlega ætti málari cða málaramcistari að skrifa um þessa bók. Það sem er nýstárlegt við hana, er alls ekki innihaldið utan umbúð- irnar. Kveðskapur Sveinbjarnar er nefnilega prentaður á blöð í öllum regnbogans litum, svo að helzt minnir á auglýsingar um Hörpusilki, og hefur kunnur litasérfræðingur séð um lita- val. Ur því að farið er út á þessa braut um útlit kvæðabóka held ég að rétt væri að feta þá braut á enda, og hugsa ekki aðeins um lit blaðanna, heldur og um lögun þeirra. Því ekki að prenta á þrfhyrnd blöð eða kringlótt eða sporöskjulaga, eða á mjóar ræmur, sem hægt er að rúlla saman og hafa í buxna- vasa? Möguleikarnir eru margir. I bók Sveinbjarnar er að finna allmargar sæmilega gerðar stökur, en fátt, sem ég vildi telia til ljóða. Þó vil ég þar til tclja Upp- blástur og hið kankvísa kvæði Rós. Lengsta kvæði bókarinnar, Framvísi, mun ort undir áhrifum og hætti Hávamála og Sólarljóða. Sitthvað er þar skynsamlega sagt, cn ekki er kvæðið laust við tilgerð. „Geymir þulu þögn“, segir þar í síðustu ljóðlínu og svo mun fljótt fara um margt í þessari marglitu bók. Sigurður Þórarinsson. Vafasöm náttúrufræði Ingólfur Kristjánsson: Og jörðin snýst... Leiftur h.f., Reykjavík, 1957. Þetta er önnur Ijóðabók Ingólfs Kristjáns- s»nar. Sú fyrsta kom út fyrir níu árum. Þá bók hef ég ekki lesið, og veit því ekki, hvort um framför eða afturför er að ræða í ljóða- gerð hans. Vart getur þó verið um mikla D A G S K R Á framför að ræða, því þessi síðari Ijóðabók er næsta létt á metunum, yrkisefnin ófrumleg og bvergi um nein átök að ræða. Ég get, sem náttúrufræðingur, ekki látið vera að víkja að því, að það er nokkuð áberandi í þessu ljóða- kveri, hversu gloppóttur höfundurinn virðist vera í raunvísindum. Hann lætur lítil lunda- biirn vaka á báru, en raunverulcga eru þau börn orðin ærið stálpuð, áður en þau hætta sér á hafið út. I öðru Ijóði segir af því, að „í lundinum við lútuspil var léttur hugur manns“, svo að „grösin stigu dans, en snigl- arnir um brekku og barð sér bregða á stefnu- mót“. Sniglarnir blessaðir hafa sjaldan verið taldir sérlega viðbragðsfljótir. Ekki kann ég, sem landfræðingur, vel við þcssar línur: „Djúpt und svellkaldri brynju blunda blómfræ við norðurpól.“ Þar hefði ég haldið heimkynni sjávarkykvenda. I næsta kvæði á undan er einkum um það rætt, að þegar morgni hérna megin á hnettin- um, færist myrkrin yfir blökkustelpur og frumskóga hinum megin á hnettinum. Það er sem hugsi höfundur sér beltaskipfingu jarðar eftir lengdarbaugunum. Ekki er lieldur vert að tala mikið um milljónir ára í sambandi við mannkindina og jarðvist hennar, liðna eða ó- komna. „I milljón ár gekk mannkyn troðna braut", segir höfundurinn, og síðar í sama kvæði: „Svo týnist byssan eftir milljón ár, og allir hætta í veröldinni að skjóta." Hafi mannskepnan ekki vanizt af skyttiríi fyrr, er hætt við, að fátt verði þá kvikt til að skjóta, og raunar allsendis óvíst, að tegundin homo verði þá við líði sem sapiens. Sumt af ofantöldu má fyrirgefa sem skálda- leyfi, en ofmikið má af flestu gera og það fer sjaldan ver á því í Ijóði að fara rétt með staðreyndir. T. d. talar höfundur um „þang og þörungsrót". Börnin vcrða að læra það til landsprófs, að það sé einkenni þöngla, að þeir séu rótlausir, þar með einnig þangið. Annað skáld kvað líka um „rótlaust þangið" og þótti engum illa fara í Ijóði. Mörg eru ljóð Ingólfs Kristjánssonar lipur- lega ort og án mikilla formgalla, þótt fyrir bregði stuðlum á röngum atkvæðum. Orfá kvæði má kalla snotur. Árangurslaust hef ég leitað í bókinni að ljóði, sem ég gæti spáð langlífi. En vera má, að aðrir séu mér fund- vísari. Sigurður Þórarinsson. 73

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.