Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 76

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 76
Bergmál af skáldi Ragnar Agústsson írá Svalbatði: 1 Blá- sölum. Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavík, 1956. Það cr ekki skemmtilegt að skrifa dóm um bók sem þessa. Höfundur hennar er, af kveð- skapnum að dæma, sómamaður t hvíverna. Hann elskar byggð sína og landið sitt. Honum blöskrar að vonum langlundargeð íslendinga gagnvart þeirri þjóðarsmán, sem hersetan í Keflavík er. Hann hefur samúð með lítil- magnanum og þeim, er lent hafa skuggameg- in í lífinu. Hann dáir Davfð skáld, enda mjög undir áhrifum frá honum, yrkir um lótus- blóm, Djúpadal, nunnu og eitrað vín. En þar skilur, að lítið skáld er Ragnar Agústsson. Til þess að verða Ijóðskáld þarf meira en falleg- ar hugsanir og þokkalegt brageyra. Það þarf að gæða kveðskapinn lífi, seiðmagni, annars cr hann ekki Ijóð. Verst tekst höfundi, er hann færist mikið í fang. Hann yrkir um víg Snorra. Það er ekki heiglum hent. Hann læt- ur þá, er sóttu Snorra heim, leita hans „í rekkjum og rjáfri". Mörgu get ég trúað upp á þá mannmyrða, er unnu níðingsverkið í Reykholti 1241, en vart held ég þeir hafi Iátið sér detta í hug að Snorri karl kúrði upp á bita eða hengi í einhverri sperru í skemmu sinni. En þótt höf. reisi sér stundum hurðarás um öxl í kveðskap sínum, má yfirleitt segja kvæðum hans það til lofs, að þau eru Iátlaus, og í þeim látlausustu nær hann stundum hreinum tón: „Flestum veitir Iétt að ljóða Ijósan sumardag. Ymsa setur aftur hljóða eftir sólarlag." Sigurður Þórarinsson. Gjöfull listamaður Beniamino Gigli: Endurminningar. Jónas Rafnar, Ueknir, íslenzkaði. Kvöldútgáfan, Akureyri, 1957. Á liðnu ári kom út á íslenzku ein indælis- bók: Endurminningar Beniamino Giglis. Ein- hverra hluta vegna hef ég verið beðinn að skrifa nokkrar línur um þessa bók hér í Dag- skrá. Ekki er ég sérlegur íslenzkumaður og enn síður bókmenntafræðingur. Því er mér nú um og ó að leggja út á þessa braut, ekki sízt ef t. d. vinur minn Helgi Sæmundsson teldi sig þurfa að gjalda líku líkt fyrir hönd bók- menntagagnrýnenda, og tæki upp á því að syngja epinberlega. Það vildi ég síður hafa á samvizkunni. Sá söngvari, sem í vitund almennings um víða veröld bar höfuð og herðar yfir starfs- bræður sína, að Caruso liðnum, var Benia- mino Gigli. Hann var sonur fátæks skósmiðs í bænum Recanati á Italíu, þar sem hann fæddist árið 1890. Fátæktin var mikil, máls- verðir oft af skornum skammti og ljómi söng- frægðarinnar þá enn víðs fjarri. Saga Giglis greinir frá baráttu hans við erfiðleikana og hvernig hann sigraðist á þeim með einbeittni og góðra manna hjálp. Frá æsku stefndi hug- ur hans allur í eina átt: að verða söngv- ari. Það er víst óhætt að fullyrða, að Benia- mino Gigli náði því takmarki lífs síns. Tvisvar hef ég átt ómetanlegar og ógleym- anlegar stundir á söngskemmtunum þessa mikla snillings. Fyrra skiptið var í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 1949. Ef ég man rétt, voru 15 lög á söngskránni, en áður en lauk hafði Gigli sungið 13 aukalög. Þá var hann 59 ára gamall. — Maður hlaut að hrífast af dásam- legri röddinni og stórkostlegri tækni, en þó fyrst og fremst af söngvaranum sjálfum, þess- um elskulega, lágvaxna, gilda manni, sem allt vildi gera til að gleðja áheyrendur. Marga söngvara og fræga hef ég heyrt um dagana, en engan, sem var jafngjafmildur á list sína og Gigli. — Síðara skiptið, sem ég heyrði Benia- mino Gigli, var í Kaupmannahöfn þrem ár- um síðar. Þá söng hann í K.B.-Hallen, sem er raunar eins konar hnefaleikahöll og rúmar nokkur þúsund áheyrendur. Þá var hægt að merkja, að Gigli var farinn að eldast. En sönggleðin var söm, gjafmildin söm og hinn góðlegi maður samur. Það er þrekraun að ferðast borg úr borg ár eftir ár og syngja fyrir fólk. Meiri þrekraun en flestir gera sér grein fyrir. — Launin eru ekki aðeins pen- ingar, heldur kannske fyrst og fremst innilegt þakklæti áheyrenda. Þau laun hefur Gigli hlotið flestum samtíðarmönnum sínum frem- ur. Sá, sem aldrei hefur séð Gigli á söngpalli, en les sögu hans, hlýtur að draga sömu álykt- D A G S K R Á 7d
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.