Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 86

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 86
reynsla aSalsögupersónanna varpa litlu ljósi á þróun síðustu ára. Atburðarásin er svipuðust því, sem gerist í ýmsum framhaldssögum dag- blaða. Langur kafli um baðströnd, langur kafli um skemtiför Áka og Helenu og sængun þeirra, annar um svipaða skemmtiför Aka og Erlu, mikið reyfaraævintýri um bílslys, tauga- áfall og minnisleysi (fastur liður í velflestum romance-stories). Sérstaka athygli má vekja, að lýst er í bókinni (sem er 325 bls.) nær tuttugu máltíðum og ótal matartegundum. Sums staðar er nákvæmlega rakið, hvenær steikin er skorin, hvenær súrkálið kemur á borð, hvernig súpunni er ausið. Steikur og gómsætustu réttir anga á næstum tíundu hverri síðu bókarinnar, og sumar máltíðir taka yfir margar blaðsiður. Borðvín fylgja undantekningarlítið, svo að mig rak í roga- stanz á bls. 204, þegar enginn kokkteill kom á undan matnum, en þá yfirsjón bætti höfund- ur upp með að lýsa, hvernig komið var með hrátt kjötið, svo að þau Erla og Aki gætu sjálf valið nákvæmlega bitana, sem þau vildu láta steikja sér til snæðings. Ó — himneska matarsæla. Höfundur þessarar skáldsögu dvaldist í Bandaríkjunum á árum síðari heimsstyrjaldar- innar, og Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir þrifnað og gómsætt og mikið fæði. Ekki fæ ég varizt þeirri hugsun, að höfundur hafi hrif- izt svo af steypiböðum og steikum þeirra Kana, að síðan megi hann þeim aldrei gleyma. En drottinn minn að byggja heila skáldsögu um tíu sturtuböð og tuttugu steikarát. Vil ég þá heldur hafa yfir það vers, sem soltin þjóð orti í þá tíð, er fáir báru fullan kvið á Islandi: Klára vín, feiti og mergur með mun þar til rétta veitt, því að í þessa sögu vantar bæði merginn og blóðið. S. S. Fast þeir sóttu sjóinn . . . Jónas Arnason: Veturnóttakyrrur. Heimskringla, Reykjavík, 1957. Einhver rifjaði upp fyrir mér þjóðsögu ný- lega og staðhæfði hana runna frá einhverjum hámenntaðasta og víðfrægasta bókmenntafræð- ingi, sem íslendingar hafa átt. Sagan var á þá leið, að þriðja bók hvers höfundar gæfi venjulega nokkuð ólyginn vitn- isburð um það, hvort af honum mætti fram- vegis vænta lífvænlegs skáldskapar. Flestir sæmilegir menn gætu nckkurn veginn saman sett eina bók. Sú önnur væri sjaldnast merki- leg, svona eins konar skáldleifar frá fyrstu bókinni, en hin þriðja væri vottur um það, hvort nokkuð byggi í manninum eða ei. Mér þótti þessi spásagnaregla býsna skemmti- leg, þó að mér flygi um leið í hug, að fáir muni sennilega hafa spáð Laxness Nóbelsverð- launum, þegar Undir Helgahnúk kom út. Ef eitthvað er til í þessari þjóðsögulegu formúlu, er tímabilið frá því um þetta leyti í fyrra ckki alls ómerkt, því að á þeim mánuðum hefur komið út þriðja bók fjölmargra þeirra ung- höfunda, er helzt hafa athygli vakið hin síð- ari ár. Ég man í bili eftir bókum Indriða G. Þorsteinssonar, Thors Vilhjálmssonar, Jökuls Jakobssonar og þeirri, sem hér skal gerð að umræðuefni, Veturnóttakyrrum eftir Jónas Arnason. Enginn getur að minni hyggju haldið því fram, að við nýjan tón kveði í þessari bók Jónasar. Hann hefur naumast aukið mörgum strengjum í hörpu sína frá fyrri bókum. Veturnóttakyrrur prýða flestir þeir kostir, sem gefið hafa gildi fyrri verkum Jónasar. Stíll hans er leikandi cg fágaður, og mál hans ein- falt og kjarngott. Hann seilist hvergi um hurð til lokunnar í því skyni að hefja stíl sinn, því verður eitthvað elskulegt, mér liggur við að segja barnslegt og kátt við frásögn hans. Öll er frásaga Jónasar lituð góðlátlegri kímni. Og gamansemi hans og stílbragð eru merkilega samanslungin. Það mætti næstum kalla stílinn kfminn. Þótt mér virðist tónsvið Jónasar ekki hafa aukizt, er efnismeðferð hans enn listrænni en áður. Mér virðist honum fremur hafa vaxið ásmegin í formleikni en að andlegu inntaki. Jónas færist óvíða mikið í fang í þessari bók, en bak við allar frásagnir hans finnur lesandinn slá gott og ærlegt hjarta drengilep; manns. Það er mjög elskulegt að verða Jcnasi samferða í bókum. Listrænust, hnitmiðuðust og eftirminnil. e JSt að allri gerð þykir mér frásögnin Eirt s‘:ot í öræfum, sem segir af hreindýrav'i 'uu. Yfir þeirri frásögn er mikil kurteis' Er menn lesa Eitt skot í öræfum, hljóta þeir að standa á öndinni allan tímann, bíða eft- ir skothvellinum. En yfir frásögninni allri 84 D A G 5 K R k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.