Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 87

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 87
er mikil heiðríkja og hreinleiki. í þess- ari nákvæmu — næstum smásmugulegu — lýsingu á einu skoti gætir slíkrar háttvísi, að helzt verður að jafna til hinna beztu ís- lendingasagna. Eg minnist mjög svipaðrar kenndar — spennu og eftirvæntingar — er ég las fyrst lýsinguna á vígi Þráins í Njálu. Annars fer Jónas hvergi á meiri kostum en þá, er hann Iýsir börnum. Ég vil geta svip- myndanna Forstandíss, Kóngurinn í Svíþjóð og Er hó? Og hygg ég þó Er hó? bera af. Þar er meistaralega saman slungið fegurstu nátt- úrulýsingu, hallandi sumri og duldum vetrar- kvíða, fjölbreyttri lífsbaráttu fólks í litlu þorpi, heyskap og aflabrögðum, kátum leik fjörugra unglinga og háspekilegum guðræknis- hugleiðingum lítillar telpu. Þótt tónsvið Jón- asar sé ekki vítt í þeim skilningi, að hann velji sér margbreytileg yrkisefni, tekst honum oft meistaralega að ná mikilli vídd í litlu efni. Leikur barnanna á bryggjuhausnum bregður ljósi um stærra svið. Slíkt vildi ég kalla ein- kenni góðs skálds. Enn hlýt ég að mínu viti að setja skör lægra frásögnum Jónasar og svipmyndum úr daglegu lífi þá þætti, sem hann kallar sögur. Þrjár sögur eru í þessari bók: Hattar, Undir eggtíð og Skrín. Af þeim þykir mér Undir eggtíð bezt gerð. Það er ekki óeftirminnileg saga og dável hnitmiðuð. Skrín hefur hlotið mikið lof á prenti, en ekki kann ég að meta hana. Bæði Jón Trausti og Guðmundur Hagalín hafa sagt þessa sömu sögu betur, af nánari innlifun og meiri sann- færingu. Það er dálítil skrifborðslykt af þess- ari hetjusögu sæfarans, og heyrzt hefur, að Jónasi þyki sá þefur flestum fnykri ámáttugri. Það væri mikil ósanngirni að verða fyrir vonbrigðum af jafngóðri bók sem þessari. Að vísu teldi ég Jónasi þroskavænlegra að róa ekki miklu lengur á þessi hin sömu mið og hann hefur undanfarið sótt, og óneitanlega hefði mig langað til að heyra fleiri strengi óma í þessari bók en hinum fyrri. En Jónas er enn í þroska um listræna efnismeðferð, og formlist lians hefur fágazt meira en honum hafi aukizt víðfeðmi. S. S. dagskrá 85

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.