Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 10

Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 10
6 FELAGSBREF mlja, að íslendingar búi áfram við lýðræði og verði áfram i nánara sambandi viS lýðfrjálsan heim en kommúnistaríki. Til- gangur þeirra er vafalaust sá einn að auka fylgi skoðunum sín- um á því, hvemig sjálfstæði og lýðræði fslands sé bezt borgið í framtíðinni. Og hvort heldur þær skoðanir eru hæpnar eða eigi, eiga þeir vissulega fullan rétt á, að þær séu ræddar og kannaðar frá lýðræðislegu sjónarmiði. En þeir velja til þess vægast sagt vafasama aðferð. Þeir sem tryggja vilja sjálfstæði og lýðræði, eiga ekki að ganga í bandalag með einræðisöflum, hvað svo sem þau einræðisöfl kunna að gala í því skyni að mata krókinn. Það eru kommúnistar, sem stjóma félaginu „Friðlýstu landi“ og setja á það svip sinn. Og ef einhverjir græða á fundarhöld- um þessa félags, þá em það kommúnistar. Lýðræðissinnarnir, sem fylgja þeim á fundina, hverfa í skuggann. Á þá verður að- eins litið sem jábræðurna, — vitnin, sem lýsa því yfir, að komm- únistar hafi rétt fyrir sér. Þegar finna skal leiðir til að tryggja sjálfstæði og lýðræði þjóðar, á að leita þeirra í samstarfi við lýðræðissinna, en ekki í hópi þeirra, sem vilja lýðræðið feigt. Kommúnistar eða fasistar eiga enga aðild að slíkum málum. Lýðræðisríkjunum hefur sjaldan verið meiri vandi á höndum en í dag. Þaú hafa aldrei átt verri né öflugri óvini, ekki einu sinni Hitler, — óvini, sem notfæra sér út í æsar helzta veik- leika lýðræðisskipulagsins, sundurlyndið. Rússar blása alls staðar að ófriðarglóðum milli rikja, sem þeir ráða ekki yfir. Setulið þeirra í lýðræðislöndum kappkostar hið sama á sviði innanlands- mála. Hjá sundraðri þjóð er lýðræðið á héljarþröm. Um það eigum vér allt of mörg dæmi, nú síðast hina sorglegu atburði í Frakklandi, þar sem framtíðarskipunin er vissulega óráðin enn. Þegar sundrungin er orðin næg, hvin snara einræðisins í lofti. Eitt er öi'uggt: Einræðisöflin þekkja ávallt sinn vitjunartíma.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.