Félagsbréf - 01.07.1958, Page 35

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 35
ingimar erlendur sigurðsson BÖGGLA-STÍNA ^ÖMUL kona í svartri kápu gengur um götur bæjarins með poka á bakinu — eins og það eitt sé erindi hennar að haltra um göturnar með byrðar sínar. Hún gengur álút og með áratogum, þungum og seinum. Hvernig sem viðrar kjagar hún með tvo hvíta og úttroðna poka, annan stóran og hinn lítinn. Öðru hverju nemur hún staðar og hvílist, tekur pokana af bakinu og hallar þeim upp að sér, án þess að sleppa af þeim taki. Hún strýkur hönd yfir enni og skyggnist langar leiðir, andlitið er bjart og unglegt, og brjóstið hefst og hnígur eins og þungur sjór. Dag einn hnígur hún niður á götuna og liggur eins og dauð með pokana, og fólk drífur að úr öllum áttum. Einhver býst til að sækja lækni, en hún lifnar svo snögglega við, að mönnum fallast hendur og horfa á hana, þar sem hún byltir sér með pokana og bröltir á fætur. Þegar reynt er að taka pokana, mótmælir hún svo ákaft og heldur þeim svo fast, að einnig sú hjálp verður að engu. Hún kveður ekkert að sér ama. En konur úr næsta húsi leiða hana með sér heim, og fólk tínist burtu masandi og ánægt yfir málalokunum. Gamla konan drekkur þegjandi kaffið, sem henni er boðið, og brúkar hvorki sykur né mjólk, og svipur hennar er eins og ekkei*t hafi skeð. Konurnar sjá fljótt, að henni þykir kaffið gott, og bollinn hennar er aldrei tómur. Og þær spyrja hana aftur og aftur, hvort hún sé ekki máttfarin og þreytt. Nei, henni líður bærilega. Rómurinn er skýr og tilbreytingarlaus, og það er eins og hún minnki öll, þar sem hún situr við eldhúsborðið og sötrar kaffi milli þess, sem hún svarar konunum — en pokarnir stækki í þrengslunum. Brátt taka konumar að spyrja hana af högum henn- ar, og það stendur á jöfnu, að kannan er tóm, og þær telja sig

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.