Félagsbréf - 01.07.1958, Qupperneq 49
félagsbréf
45
kring...Á þig stríður standi storm-
ur af sjó og landi .
Eftir lokaorðum bókarinnar að
dæma eru frásagnir í henni aðeins
undirbúningur eða nokkurs konar
formáli að því, sem koma skal í
næsta eða næstu bindum, og munu
margir bíða þess með eftirvæntingu.
Prágangur bókarinnar er með ágæt-
um.
Baldur Jónsson.
*
MINNINGABÓK MAGNÚS-
AR FRIÐRIKSSONAR Stað-
arfelli. 253 bls. Gestur Magn-
ússon bjó til prentunar. Inn-
gangur eftir Þorstein Þor-
steinsson, fyrrum sýslumann.
Útg. Hlaðbúð. Reykjavík 1957.
Magnús Friðriksson andaðist fyrir
tíu árum í hárri elli. Hann bjó allan
sinn aldur í héruðunum við innan-
verðan og sunnanverðan Breiðafjörð.
Hann stundaði ungur nám í Ólafs-
dal hjá Torfa Bjamasyni og var
meðal fyrstu nemenda þar. Gerðist
síðan bóndi og forvígismaður héraðs
síns í búnaðar- og félagsmálum og
lét sig slík mál jafnan miklu skipta
fram á elliár, sat m. a. á Búnaðar-
þingi þar til hann var áttræður.
Magnús rekur minningar sínar að-
eins til ársins 1920, en sleppir alveg
þeim rúma aldarfjórðungi, sem hann
átti þá ólifaðan. En haustið 1920
urðu þáttaskil í lífi hans, er sá
hörmulegi atburður varð, að einka-
sonur hans, Gestur, drukknaði ásamt
fósturbróður sínum og tveim vinnu-
hjúum. Sá atburður varð til þess, að
Magnús og Soffia kona hans gáfu
ríkinu eignajörð sína, stórbýlið Stað-
arfell, árið eftir, til þess að þar yrði
stofnaður kvennaskóli fyrir héraðið,
brugðu búi og fluttu nokkru síðar
til Stykkishólms, þar sem þau bjuggu
það, sem þau áttu ólifað.
Tæpast verður sagt um bók þessa,
að hún skeri sig að nokkru úr þeim
mikla fjölda ævisagna, sem árlega
kemur út. En hún hefur til að bera
ýmsa kosti, sem gera það að verk-
um, að talsverður fengur er að henni.
Höfundur hefur allra manna bezta
möguleika til að skrifa atvinnu- og
menningarsögu héraðanna við innan-
verðan Breiðafjörð í þá hálfa öld,
sem minningarnar ná yfir. Ég fyrir
mitt leyti hefði kosið, að Magnús
hefði gefið enn ýtarlegri lýsingu af
daglegu lífi á æskuárum sínum en
gert er í bókinni, að slíku er alltaf
mikill fengur og mikil þörf í landi,
þar sem menningarsögulegar og þjóð-
fræðilegar rannsóknir eru jafn-
háskalega vandræktar af opinberum
aðilum eins og gert er hér á landi,
en allt um það ber að þakka höfundi
þann skerf, sem hann leggur fram
til þessara mála. Gaman hefði einnig
verið að fá nákvæmari lýsingu á
skóla Torfa í Ólafsdal. Sögu verzl-
unar og samgangna eru gerð allgóð
skil í bókinni, og mun hún hafa
nokkurt heimildargildi í þessum efn-
um. Saga Staðarfellsskóla er all-
ýtarlega rakin í bókinni, enda hefur
höfundur tekið miklu ástfóstri við
þá stofnun, sem sízt er að furða,
þar sem hún var nokkurs konar
minningarstofnun um látinn einka-
son hans. Þá er að finna í bókinni
greinagott yfirlit yfir árferði í Dala-
sýslu um hálfrar aldar skeið.
Magnúsi virðist lítt hafa verið