Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 36

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 36
32 FELAGSBREF vita flest: Gamla konan er að vestan og var gift manni sem hét Björn og átti með honum einn dreng. Björn stundaði sjó á litlum bát, og dag einn tók hann drenginn með sér á sjóinn og kom ekki aftur. — Þetta fengu þær að vita, smátt og smátt. Þegar gamla konan kveður fylgja þær henni til dyra, og lítill drengur hleypur spölkom á eftir henni og kallar skærri barns- rödd: „Hvað er í pokunum þínum?“ Gamla konan lítur í augu hans. „Það eru föt væni minn. Hann deplar ekki augunum og spyr: „Eru það fötin þín?“ „Nei, væni minn, það eru fötin hans Björns og hans Nonna“. Hann nemur staðar og horfir á eftir henni, snýr sér við og þýtur til baka. „Mamma, mamma“, kallar hann. „Hún er með föt í pokunum". Að lítilli stundu liðinni er hún aftur stödd á götunni: Gömul kona með tvo poka á bakinu — annan stóran og hinn lítinn. % C=33Qt2=0 ÚR BRÚFI frá Hans Alexander Miiller, prófessor vlð Columbina Unlversity, New York. Frú Annie Leifs, Reykjavík, hefur sent oss eftirfarandi kafla úr bréfi prófessorsins: „Þú gladdir mig mjög á sjötugsafmælinu með bókinni um ísland. Hún er svo fögur, blaSsíðu eftir blaðsíðu, að það er erfitt að gera upp á mUli myndanna. Ég get einimgis sagt, að bókin er sem heild frábært verk — afrek, jafnt á sviði hand- iðnar sem listar. Það má vist líta svo á, að eftir að ég hef eignazt þessa bók, sé safn mitt af íslandsbókum orðið aU-fullkomið. Ég verð að biðja þig að láta aðdáunar minnar getið við þá, sem hafa gert þessa bók. Gjöf þin verður mér enn hjartfólgnari fyrir það, að ég kynntist landi ykkar fyrir nokkrum árum ..." H. A. Muller. Það skal tekið fram, að prófessor H. A. MuUer kenndi hér tréristu og tréstungu á námskeiðl i Handíða- og myndlistaskólanum vorið 1952. Ferðaðist hann þá nokk- uö um landið, ásamt frú sinni, sem er systir frú Annie Leifs. — Frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til 1937 var hann einn af kunnustu prófessorum við þýzku ríkis- akademiuna í grafískmn listum í Leipzig.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.