Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 48

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 48
44 FELAGSBREF er á lífi var á æskuárum höfundar, heldur seilzt aftur í aldir til fanga, og þar, sem skortir sögur af mönn- um eða stöðum, skáldar höfundur í eyðumar, oft á skemmtilegan og hnyttinn hátt. Það hefði verið á fárra manna færi að skrifa slíka bók, sem Þórbergur hefur hér gert, án þess að verkið hefði orðið hreinn óskapnaður, en frásagnarsnilld hans hefur orðið sú lyftistöng, sem lyfti verkinu yfir að vera safn gróusagna, sveitaslúðurs, þjóðsagna og örnefna- lýsinga. Hin frábæra frásagnarlist Þórbergs og góðlátleg kímni, sem svo allt of lítið gætir hjá flestum höfundum okkar, setur geðþekkan og viðfelldinn blæ á þessa nýstárlegu héraðslýsingu, lausan við þann jarð- arfararsút og eftirmælaangurværð, sem oft einkennir slík verk og tekur allan ferskleika af frásögninni. Inn- an um þetta allt svamlar svo ofvita- efnið á Hala, sjaldnast þátttakandi í atburðum, heldur áhorfandi og áheyrandi, í heimspekilegum hug- leiðingum um lífið og tilveruna, en þó sérstaklega vegalengdir og áttir. Einu sinni barst honum í hendur kort úr togarastrandi.en þettatrollarakort átti eftir að valda honum miklum heilabrotum og vonbrigðum. Kompás kortsins passaði engan veginn við eyktamörkin í Suðursveit. Allur sjón- deildarhringur ofvitans var úr lagi færður, en Suðursveitungar voru tregir til að breyta sínum aldagömlu eyktamörkum eftir þessu erlenda trollarakorti, enda fór það betur, því að ofvitinn kunni engin skil á því, sem lærðir menn kalla misvís- ingu, en vonandi hefur hann eitthvað lært af þessum mistökum sínum. Ég vil að lokum setja hér stuttan kafla, valinn af handahófi, til að sýna frá- sagnarhátt Þórbergs. Hann hefur flúið undan mannýgri kú upp í kletta og sér nú enga undankomuleið. „Loks greip ég til gamals húsráðs. Ég fór að biðja bæna og reyndi að biðja í anda Ragnhildar Steingríms- dóttur langafasystur minnar. En ég var því miður ekki brennandi í and- anum. Ég gerði þetta meira til að hafa eitthvað fyrir stafni þarna í kuldanum heldur en af trú á mátt bænarinnar. Ég hafði aldrei getað gert það upp við mig, hvort Guð væri til. Ég tók samt á öllum kröftum til að biðja af miklum móði. Þá sýnd- ist Guði kannski ég vera trúaður og hann yrði liðlegri að bænheyra mig, ef hann skyldi nú vera til, og ég bað hátt, ef það gæti hjálpað til að setja skrekk í bestíuna: „Góði Guð. Ég bið þig af allri minni sál og öllu mínu hjarta að reka burtu þessa ótuktans rauðu kú, sem stendur þama í brekk- unni hér um bil fimmtán faðma fyr- ir sunnan suðaustan mig, og taktu englana þína með þér, so að það gangi fljótar, því ég, vesæl mann- kind, er að deyja úr kulda. Láttu þetta óhræsi stinga sér á bullandi kaf niður í kílinn héma fyrir neðan brekkuna, til þess að hún skaði aldrei bömin þín á jörðunni. Góði almátt- ugi Guð, gerðu þetta fyrir mig og okkur öll, sem stafar lifsháski af henni. Þá skal ég aldrei bölva upp frá því augnabliki, sem hún er dmkknuð í kílnum. Heyrðu þessa bæn mína, algóði Guð. í Jesú nafni amen! Faðir vor! Þú, sem ert á himnum .... Kristur minn, ég kalla á þig ... Vertu yfir og allt um

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.