Félagsbréf - 01.07.1958, Side 28

Félagsbréf - 01.07.1958, Side 28
24 FELAGSBREF aralega eldhúss, I Ja að nafni, sinn eigin son og bað hann að bragða á réttinum? Eða þegar fimmtán ára unglingur, sem verða skyldi fyrsti keisari af Shin-ættinni, liikaði ekki við það, sömu nóttina og faðir lians dó, að fara þrisvar sinnum til ástafunda við uppáhalds- hjákonu gamla mannsins?). En meðan Wei Fei faðmaði þennan óstýriláta nemanda sinn að sér af einlægri fyrirgefningu, varð lionum það ljóst, að honum kynni seinna að vera liætta búin. Eina leiðin til að losna við þessa sífelldu ógnun var að beina liuga Chi Changs að einhverju nýju marki. „Vinur minn“, sagði hann og stóð við hlið lionum, „ég hef nú, eins og þér vitið, látið yður í té alla þá þekkingu á bogfimi, sem ég lief yfir að ráða. Ef þér óskið að skyggnast dýpra í þessa leyndar- dóma, þá skuluð þér fara yfir hið háa Ta Hsing skarð í vesturland- inu og klífa tind fjallsins Hó. Þar kunnið þér að hitta hinn aldraða meistara Kan Jing, sem á engan sinn líka í bogfimi, hvorki fyrr né síðar. 1 samanburði við leikni hans er bogfimi okkar eins og lítilfjörlegt fálm í börnum. Enginn maður er til í heiminum, sem þér getið nú leitað til um kennslu, nema meistari Kan Jing. Leitið á hans fund, ef hann er þá enn á lífi, og gerist lærisveinn hans“. Chi Chang hélt þegar í vesturátt. Það særði stolt lians að heyra afrekum sínum líkt við leiki barna, og liann fór að óttast, að enn kynni að vera langt í land, að liugsjón lians yrði að veruleika. Hann varð að vinda bráðan bug að því að klífa fjallið Hó og etja kappi við hinn aldna meistara. Hann fór yfir Ta Hsing skarð og hélt svo upp hið klettótta fjall. Bráðlega voru skór lians slitnir og fætur hans sárir og blóðugir. Alls ótrauður kleif hann upp hættuleg klettarið og gekk á mjóum trjám yfir geigvænleg gljúfur. Eftir mánuð náði hann tindi fjalls- ins Hó og geystist með miklum ákafa inn í hellinn, þar sem Kan Jing hafðist við. Sá liann þá, að hann var aldraður maður með blíð- leg augu eins og í kind. Hann var í sannleika skelfilega gamall — miklu eldri en nokkur, sem Chi Cliang liafði áður séð. Hann var hoginn í baki, og er liann gekk, dróst hið hvíta hár hans með jörðinni. Þar eð Clii Chang liélt, að svona gamall maður hlyti að vera lieyrn- arsljór, þá kallaði hann hárri röddu: „Ég er kominn til að sann- reyna það, livort ég er í sannleika eins mikill bogmaður og ég álít sjálfur“. Án þess að bíða eftir svari Kan Jings tók hann liinn þunga asparboga, sem liann bar á hakinu, lagði Tsú-Cliie-ör á streng og

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.