Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 7
STEIIVN STEINARR
Steinn Steinarr er látinn. Hann andaðist 25. maí síðast liðinn,
49 ára að aldri, ungur í anda, en farinn að heilsu. Með honum
er horfið eitt sérkennilegasta skáld þessara ára, skáldið geig-
Jausa, sem varð öðrum fremur lærimeistari yngri skálda.
Hann átti því láni að fagna að vera umdeildur alla agvi.
Sagt er að hver kynslóð eigi sín skáld. Ég veit ekki hverjir eiga
Stein Steinarr. En hann orkaði ótrúlega sterkt á þá, sem voru
kringum tvítugt í uppliafi stríðsins, fremur bölsýnir menn,
tóku hlutum með varúð og létu ógjarna sjá á sér hrifningu
á almannafæri. Ljóðin í Sporum í sandi og Ferð án fyrir-
heits gengu þessum mönnum að lijarta. Tíminn og vatnið var
fjarlægara, þar virtist Steinn kominn á fund yngri manna.
Eins og ljóð Steins Steinars voru sérstæð, svo var og maður-
inn. Hann var hægur í fasi, lágur vexti, lágmæltur, laus við
faguryrði, en hitti gjarna í mark í athugasemdum. Hann
var óbrigðull talsmaður allra, sem áttu bágt, en annars ómild-
ur í dónium tim menn og málefni, og gilti einu, livort þeir,
sem áttu í hlut, voru viðstaddir eða ekki.
Steinn Steinarr var mikill lieimspekingur að okkar dómi. En
hann var líka baráttumaður, sem allir máttu vera öruggir
um, að brigði aldrei út af sannfæringu sinni, knúinn af
innri þörf til að láta aldrei í friði það, sem honum fannst
rangt.
Hann var kvongaður Ásthildi Björnsdóttur, sem mér er sagt,
að liafi verið lionum mikil lieilladís.
^ ið hörmum Stein Steinarr. Sjálfur þakka ég honum nokkr-
ar samverustundir, sem eru mér alltaf jafnferskar og þær
hefðu átt sér stað í gær. Ljóðin fáum við ekki fullþakkað.
Eiríkur Hreinn Finnbogason.