Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 46
42
FELAGSBREF
smíði, þar að auki eru vísindaheiti
fjölmargra dýra, einkum stein-
gerðra dýra, sem haldið er óbreyttum.
Þar sem bókin er engu að síður
ætluð alþýðu manna en langskóla-
gengnum mönnum, þá er það ein-
dregin skoðun mín, að réttast hefði
verið að skíra öll dýr og jurtir, sem
fyrir koma í bókinni, íslenzkum nöfn-
um og nota sem aðalheiti, en hafa
vísindanöfnin eða ensku heitin í svig-
um í lesmálinu. Mörg hinna grísku
nafna eru löng og erfið í framburði,
og þeir ,sem fá eða engin tungumál
hafa numið, kunna þeim illa. Hvers
vegna að vera að skíra sumt á ís-
lenzku en annað ekki?
Vegna þessa íslenzk-gríska nafna-
grauts, hafa orðið þau mistök, að
iðulega standa grísku heitin undir
myndunum, þó að báðar nafngift-
imar séu í lesmálinu. Sem dæmi má
nefna: Stegosaurus og Brontosaurus
á bls. 101. Stundum er þetta svo,
að íslenzka nafnið er undir myndun-
um, en vísindaheitið og hið íslenzka
sitt á hvorum stað (með löngu milli-
bili) í lesmálinu. Er þá engin leið
fyrir ósérfróða lesendur að vita, að
hér sér um sömu lífveru að ræða.
Sem dæmi má nefna Bryozoa á bls.
94; íslenzka nafnið er mosadýr óg
stendur undir mynd á bls. 94 og 95.
Þá kemur einnig það leiðinlega
fyrir, að dýr er kallað öðru nafni
undir mynd en í lesmáli. Brachio-
podar heita t. d. í meginmálinu:
lampaskeljar en armfætlingar undir
myndunum (bls. 94, 95); armfætl-
ingar er rétta nafnið.
Ennfremur vantar nokkur íslenzk
heiti, sem búin eru að vera í málinu
um aldarfjórðung og því sjálfsagður
hlutur að nota þau, svo sém: berg-
hveljur = graptolitha (94), segleðla
= dimetrodon (bls. 98, 99), öglir =
archaeopteryx (bls. 100, 101); á bls.
103 er búið til nýtt nafn á fornfugl
þennan og hann kallaður eðlufugl;
flugeðla = pteranodon (bls. 103, 104,
105), svaneðla = plesiosaurus (bls.
104, 105, 106), sverðberi = machai-
rodus (bls. 117, 118) og sverðköttur
= smilodon (bls. 121).
Þá eru smávegis mistök á þýð-
ingum nokkurra jurta- og dýraheita:
Kalkpípuormar eru t. d. nefndir rör-
ormar (bls. 166), melasól nefnd
svefngras (bls. 210), krossgras eða
öðru nafni krossfífill nefnt jakobs-
fífill (bls. 214), hettuigða nefnd
hettumeisa (bls. 253) og gullhrís
nefndur gullstöng eða enska heitinu
goldenrod (bls. 266). Auk þess álít
ég óheppilegt, að nefna „Touch-me-
not‘.‘ (Impatiens) græðisól (bls. 256),
þar sem tegundir ákveðinnar ætt-
kvíslar, fjarskyldri Impatiens, bera
heiti, sem mynduð eru á sama hátt
og græðisól, svo sem: melasól, draum-
sól og garðsól. Sem stofublóm er Im-
patiens oft kölluð iðna Lísa; en til
er á ættkvíslinni annað nafn, sem
er nær 30 ára gamalt, það er nafnið
balsamrós. Hefði legið beinast við
að nota það heiti á hina fallegu,
norrænu jurt.
Á bls. 133 hafa orðið þær misfell-
ur undir hópmyndinni, ■ að heitið
töflunefur vísar á mynd af ostrubana
(Urosalpinx cinereus) — tegund,
sem af einhverjum ástæðum hefur
verið gengið fram hjá við þýðing-
una, en orðið kænuskel vísar aftur á
móti á myndina af töflunef. Þessi
ruglingur stafar að einhverju leyti