Félagsbréf - 01.07.1958, Page 47

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 47
félagsbréf 43 af því, að þýðandinn hefur haft tvö íslenzk heiti í takinu á sama skel- dýrinu. Skeldýr það, sem um er að ræða heitir á ensku boat shell og er e. k. kuðungur, en kænuskeljar (Ly- onsia) eru á hinn bóginn samlokur og er nafnið á þeim nokkurra ára- tuga gamalt. Aftur á móti er orðið töflunefur nýyrði, aðeins tveggja ára gamalt. Að nafngiftunum undanskildum þá hef ég hnotið um mjög fáa annmarka á þýðingunni. Því er þó ekki að leyna, að ég hefði fremur kosið, að þýðandinn hefði alltaf notað orðið flétta yfir enska orðið lychen, en ekki sitt á hvað flétta og skóf. Á sama veg er því háttað með orðin ildi og súrefni; bæði orðin eru í gangi hjá þýðanda. Súrefnisheitið er orðið Islendingum svo munntamt, að ég tel alveg ástæðulaust að vera að reyna að troða jafn smekklausu orði og ildi inn í málið; í samsetningu orða er það jafn ömurlegt. Á bls. 67 stendur þessi setning: „Um daga gefa þær (þ. e. jurtim- ar) frá sér ildi, en taka það til sín um nætur“. Á frummálinu: „They (the plants) give off oxygen during the day. But at night they take it in“. Setningin er aðeins hálfsögð og getur því valdið misskilningi. Þýð- ingin er hárnákvæm, en þýðandinn hefði getað tekið sér það bessaleyfi að færa hér til betri vegar. Jurtirn- ar anda sem sé eins og menn og skepnur og taka því til sín súrefni allan sólarhringinn, en ekki aðeins á nóttunni. Afferming súrefnisins að deginum til stendur aftur á móti í sambandi við loftfæðunám jurtar- innar. Hvað nafna- og atriðaskrá bókar- innar snertir, þá er ekki hægt að draga fjöður yfir það, að lítið hefur verið til hennar vandað, því að í hana vantar fyrst og fremst allmörg dýraheiti og þar á ofan er hún litið annað en eintóm nafnaskrá. Myndimar eru stórglæsilegar og vel prentaðar og gefa þær bókinni margfalt gildi menningarlega. Prófarkalestur er ágætur að und- anskildu því, að nokkurs ósamræmis gætir í rithætti vísindaheita nokkurra miðaldardýra. Að lokum þetta: Þrátt fyrir smá- vegis yfirsjónir, þá er bókin fyrir- myndarverk, jafnvel einstætt verk. Votta ég höfundum verksins, þýð- anda þess og útgefanda dýpsta þakk- læti mitt fyrir mikið og óeigingjarnt afrek. Ingimar Óskarsson. * Þórbergur Þórðarson: UM LÖND OG LÝÐI. 247 bls. Útgef. Helgafell. Reykjavík 1947. Þórbergi hefur lengi verið við bmgð- ið fyrir það, hve gaman hann hefði af að segja sögur, bæði af sér og náunganum, og hvílíkur frásagnar- snillingur hann væri, og má segja, að honum förlist ekki í því með aldr- inum. Þetta annað bindi af sjálfs- ævisögu hans má heita eintómt safn smásagna og skrýtlna, frá upphafi til enda, og þó að ekki sé vítt yfir farið í landfræðilegum skilningi, að mestu leyti aðeins um Suðursveit, en svigrúmið í tímanum því stærra, því að ekki er aðeins sagt frá því fólki,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.