Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 20
16 FELAGSBREF í fagurfræðilegri samsetningu verka hans. Mörgum lesendum varð Ulysses ekki spegilmynd í heilu lagi af degi í Dyflinni, heldur end- urskin frá mörgum brotnum speglum. En hann raðar spegilbrotun- um á ákveðinn hátt og sérhvert þeirra endurvarpar réttri mynd. Sem lýsing hversdagslegra atburða, eins og kallað er, virðist okkur hún miskunnarlaust sönn, með öllu sínu táknmáli. Sagan verður þar að auki tilraun til að kanna það, hvað við getum lesið milli lín- anna. Þar er stigið skrefinu lengra en áður til þekkingar á innra lífi mannsins og til að skýra betur hið ytra, — þetta er tilraun, sem frjóvgað liefur skáldsagnabókmenntir samtíðarinnar meira en séð verður enn að fullu, og liaft hefur áhrif svo að jafna má við Sigr mund Freud, og orkar enn þá beinlínis eða óbeinlínis á alla, sem við skáldsagnaritun fást. Að vera skáldsagnahöfundur þýðir meðal annars að gera játn- ingu sína. Eins langt og skyggnzt verður aftur i bókmenntasöguna má rekja hina bugðóttu línu löngunarinnar að segja allt af létta af sjálfum sér eða greina sjálfan sig. Við sjáum hvernig skáldsagnahöfundur- inn teflir fram sjálfinu gegn samtíðinu, gegn öðrum eðlisgerðum, gegn atburðum umliverfis hann, og livernig hann liverfur oft eða ávallt aftur að sjálfum sér. Þennan þráð má rekja hjá Boccacio og Cervantes, hjá Fielding og Göthe, Stendahl, Balzac og Flaubert, já, einnig hjá Zola, — og Tolstoj, Dostojevski, Turgenjev og Gorki, Henry James og Samuel Butler, Dickens, Thackeray, Strindberg, Gide, Proust, Thomas Mann eða Virginia Woolf og öðrum, sem áhrif hafa haft á þróun skáldsögunnar eða látið eftir sig merkileg verk. Það er skáldskapur af tagi sjálfsævisögu eða sjálfsævisaga, sem er skáldskapur. Hann streymir fram eða er þröngvað fram af nauð- syn höfundar að sökkva sér sannleikans vegna eða sögunnar í sitt eigið líf. Þetta eigið líf verður, hvernig svo sem það liefur mótazt, sá stofn, er safi allra álirifa rennur um, eða sá vefur, þar sem þræðir kunn- áttu og óska, rauna og vona, reynslu og drauma koma saman í mynztur. Það má hafa þessa mynd einfaldari með því að segja, að eigið líf, eigin tilvera skáldsagnahöfundar, sé sú lind, sem allir lækir renna í. Þangað verður að sækja allt það, sem til er, sækja það í lindina og sýna sem listaverk eða kannske bara sem skáldsögu, sem kostar nokkrar krónur í bókaverzlunum.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.