Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 39

Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 39
FÉLAGSBRÉF 35 þegar hún kemur til ömmu sinnar með ilm af grænum skógi. Ég minnt- ist á einræðið áðan. Það á of djúpar rætur í nútímastjórnmálum, senni- lega vegna þess að það á ítök í öll- um mönnum. Við erum dálítið veik fyrir einræði. — Ég hef reynt að fjalla um þetta atriði í kvæðinu „Kirkjusmiðurinn á Reyni“. Fyrir- mynd þess er samnefnd þjóðsaga. Bóndi á að byggja kirkju, en getur ekki. Þá kemur ókunnug persóna og býðst til að hjálpa honum — við get- um kallað hana draug, af því að þeir g'anga aftur og njóta sín bezt, þegar þeir fá tækifæri að vinna myrkra- verk sín óáreittir. Hann segir: Ég skal byggja fyrir þig kirkjuna, ef ég fæ son þinn að launum. Sem sagt: hann vill inna af hendi ákveðna þjónustu, en fá í staðinn það dýrmætasta sem bóndinn á: frelsi hans og hamingju, persónugert í syni hans. Bóndinn er veikur fyrir, þykist kannski viss um að geta snú- ið á komumann, því að smiðurinn verður af kaupunum, ef bóndi getur nefnt nafn hans, áður en smíðinni er lokið. Þetta tekst.' En. stundum tekst það ekki. Ungverjar geta borið um það. Þeir vita, að Finnur lætur sér hvergi bregða, þó að nafn hans sé nefnt. Þeir vita, að Finnur kemur alltaf aftur: Ég hræðist þig, þú hrópar á mitt lík sem hrekst á milli annarlegra stranda, en þráir aðeins svarta, mjúka sanda og svefn í Vík. Ég óttast þig, jafnógnarlegan gest fær enginn rekið burt úr húsi sínu. Matthíaa Johannessen. Núfinn ég dauðans brodd í blóðimínu og bið um frest — en dagur er á förum, einn ég flý feigum skrefum; óttast þig í steini, gamlan draug sem leggur leið að og leitar mín á ný. [Reyni En hvað segirðu almennt um skáld- skap, hvað er skáldskapur? Ég veit það ekki. Eitt veit ég þó að skáldskapur er ekki vísindaleg lógíkk, heldur reynsla. Það er sagt að 99% skáldskapar sé vinna, en 1% innblástur. Það má vel vera, en þó hygg ég að þetta eina prósent sé jafnmikilvægt hinum níutíu og níu, því að án þess yrðu sennilega fá ljóð til. Ég sagði að ljóð væri reynsla, en ég held það sé líka annað: ein- lægni. Ljóð án einlægni er sjaldan gott. Poul La Cour segir í bók sinni

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.