Félagsbréf - 01.07.1958, Side 19

Félagsbréf - 01.07.1958, Side 19
FÉLAGSBRÉ'F 15 atriSi, hefur aldrei verið til og verður sjálfsagt aldrei skrifuð. Því er svo farið, að hugmyndir mannsins um sjálfan sig, um athafnir sínar og hugsanir á liðnum árum, hreytast með tímanum, — og að síðustu veit ekki einu sinni hinn grandvarasti skáldsagnahöfundur, hvort hann segir satt eða skáldar. Já, hann kemst kannske næst sannleikanum um sjálfan sig og líf sitt, þegar liann lieldur að liann sé að yrkja. Gustave Flaubert svaraði ungfrú Bosquet með þessurn orðum, sein °ft hafa verið tilfærð: „Frú Bovary er ég sjálfur“. Þetta er auðvitað sagt í spaugi og segir ekki allan sannleikann um fyrirmyndina í þeirri skáldsögu. En þáð veit liver skáldsagnahöfundur, að sann- leikur er í þessu svari. Það, sem heitir „ég“ í bók, er oft alls ekki liöfundurinn sjálfur, sem dylst vitandi eða óvitandi að baki annarrar sögupersónu. Eitt „ég“ blandast öðru, þegar höfundurinn mótar, — eða segjum held- ur —, á hlut að máli í mótun persónanna í bókinni. Og skáldsagna- höfundurinn er ekki aðeins handverksmaður, sem ákveður form og vídd þess verks, sem Iiann gerir lianda almenningi, — hann er einnig miðlari, spegill eigin tilveru og annarra. Og myndir lians verða þess vegna ekki ævinlega göfugar, lífið er ekki ávallt sérlega göfugt, þegar það er sánnast. Það má skjóta því hér inn, að þess vegna er talsvert af sannri þekkingu á rithöfundum í hinni kunnu staðhæf- tngu André Gide, að þegar menn séu góðir í sér, allt of góðir, þá skrifi þeir vondar bækur, verstu bækurnar. Allur skáldskapur er að miklu leyti sjálfsframsal. Gide og Flaubert hafa gefið okkur mörg og mismunandi dæmi þess, hvernig atburðir úr ævi þeirra urðu þeim beint eða óbeint efni í skáldsögur. Það má rekja þennan þráð frá kynslóð til kynslóðar. Telji menn Flaubert einn af hinum sönnu feðrum natúralismans vegna ástríðna hans að vita hvernig mannlífið er í menningunni, þjóðfélaginu, hjá fjölskyldunni og einstaklingnum, þá má líta á James Joyce sem seint fram kominn og enn fullkomnari Flaubert í afstöðu sinni til efni- viðar skáldsagnalistarinnar. Jafnframt ýmsunl öðruni lyndiseinkennum, sem maður kemst ekki hjá að sjá bregða fyrir, átti Joyce sér auðmýkt franimi fyrir orðsins list, sem vissulega er försenda að skáldsögu liáns Ulysses. Hann beygir sig fyrir söguefninu meir en ef til vill nokkur annar mikil- hæfur rithöfundur á okkar döguni. Ekkert 6máatriði er einskis virði

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.