Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 12
8 FELAGSBREF við veruleikann, — en víst mun liann vitja að nýju hvers unglings, sem afræður að festa nú loksins á blað sannleikann um heiminn og mannfólkið. Og það er ósköp algengt að skilningslaus heimur og forhert fólk brjóti þessa draummynd í smátt. En fyrir vikið fæðist kannske skáld. Eiginlega veit enginn með vissu, livernig fullkomin skáldsaga er, en það vita margir, livernig skáldsaga á ekki að vera. Ég skal ekki fara nánar út í það. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er senni- lega ekki til nein alveg óbrigðul aðferð í þeirri íþrótt að búa þannig til skáldsögur að þær verði nærandi og þar að auki bragðgóð fæða lianda öðrum. I staðinn ætla ég að fara með fáeinar liugleiðingar um erfiðleika nú á dögum og um það efni, sem skáldsagnahöfundurinn vinnur úr, — en það er sem sé að verulegu leyti erfiðleikar okkar tíma, and- legir og efnislegir. Það er sjaldgæft á þessum tímum að finna hjá manni, sem um vanda- málin liugsar, nokkurn þann sálarfrið, sem ekki er afleiðing einlivers konar lömunar eða gleymsku. Spennan í þjóðfélaginu og þjáningin í mannlieimi er of mikil og of nærri til þess að sálarfriðurinn verði mjög almennur. Hverjum meðvita nútímamanni svíða einhver sár. Styrjöldin lief- ur sært og rifið þá flesta, ófriðarminningar, stríðshætta. Einnig má lialda því fram að Vesturlandamaðurinn sé sundurtættur af því, hversu sundruð menning lians er, af þeirri togstreitu trúarbragða- og félagsmálaviðhorfa, sem þar er uppi og af vandanum að velja sér algilda og trausta skoðun á því, sem honum ber að höndum. Að sama skapi og skáldsagnahöfundurinn, — svo að við liöldum okkur að þess liáttar athuganda, — skyggnist dýpra í söguefni sitt eða sækir lengra eftir því, finnur hann greinilegar að sérhver maður er sár. Skorpan á sárinu er harðari hjá sumum, en sjaldan er gróið og að öri orðið. Samtíð okkar er mikilvirkur benjavaldur, og eigin- lega er það vegna sáranna, á líkama og sál, sem við finnum það gleggst að við lifum. Og vandamál höfundarins er meðal annars í því fólgið, að samtímis því, sem hann vill kafa í samtíð sína og skilja liana, hlýtur hann einnig að vernda sig fyrir henni, að minnsta kosti að því marki að hann eigi eftir þrótt til að koma vitnisburði sínum á framfæri.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.