Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 25
félagsbréf
21
ekki augunum. Chi Chang sneri heim, og strax og liann kom inn
úr dyrunum heima hjá sér, skreið hann undir vefstól konu sinnar
og lagðist þar á bakið. Ætlun hans var að stara án þess að depla
augunum á skaft vefstólsins, er það þaut upp og niður rétt fyrir augum
hans. Kona hans varð forviða að sjá liann í þessum stellingiun og
sagðist ekki geta ofið, ef liorft væri á hana úr þessari einkennilegu
afstöðu, jafnvel þó það gerði maður hennar. En hún neyddist samt
til að halda áfram verki sínu, þó að henni væri þetta ógeðfellt.
Dag eftir dag skreið Chi Chang í þennan einkennilega stað sinn
undir vefstólnum og æfði sig í að stara. Eftir tvö ár liafði hann náð
þeim árangri að depla ekki augunum, jafnvel þó að skaft vefstóls-
ins snerti augnahár lians. Þegar Chi Cliang skreið í síðasta sinn
undan vefstólnum, komst hann að raun um, að þessi tímafreka þjálfun
hafði borið góðan árangur. Ekkert gat nú komið lionum til að depla
augunum — ekki högg á augnalokin, ekki neisti úr eldinum, né
heldur þó að rykský þyrlaðist skyndilega upp fyrir augum lians.
Svo rækilega liafði hann þjálfað augnvöðva sína í athafnaleysi, að
jafnvel þegar hann svaf, voru augu hans galopin. Dag nokkurn, er
hann sat og einblíndi fram undan sér, kom lítil könguló og óf vef
sinn milli augnliára hans. Nú loks fannst honum liann nægilega
þjálfaður til að fara á fund kennara síns.
„Það er ekki nema fyrsta skrefið að liafa vald á augunum“, sagði
Wei Fei, þegar Chi Cliang hafði með mikilli ákefð sagt honum
frá framförum sínum. „Næst verðið þér að læra að horfa. Þjálfið
yður í að horfa á hluti, og ef sá tími kemur, að það, sem er örsmátt,
virðist greinilegt, og það, sem er smátt, virðist risavaxið, þá skuluð
þér koma til mín aftur“.
Aftur sneri Chi Chang heim. Nú fór hann út í garðinn og leit-
aði að örsmáu skordýri. Og þegar hann hafði fundið eitt, sem að-
eins var sýnilegt berum augum, lét hann það á grasstrá og festi það
við gluggann á skrifstofu sinni. Svo tók liann sér sæti í hinum enda
herbergisins og sat þar dag eftir dag og starði á skordýrið. 1 fyrst-
unni gat hann aðeins eygt það, en eftir tíu daga fór honum að sýn-
ast það svolítið stærra. 1 lok þriðja mánaðarins virtist honum það
vera orðið á stærð við silkiorm, og liann gat nú greinilega séð ein-
staka hluta líkama þess.
Meðan Chi Chang sat og einblíndi á skordýrið, gerði liann sér
varla grein fyrir gangi árstíðanna — livernig glitrandi geislar vor-
sólarinnar breyttust í skerandi birtu sumarsins, að bráðum fóru gæs-