Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 8

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 8
RitstJ órnar gr einar Aftökur í Ungvcrjiilandi. Aðfaranótt hins 17. júní sí’ðast liðins var tilkynnt samtímis í Moskvu og Búdapest, að fjórir ungverskir þjóðarleiðtogar, þeir Imre Nagy, fyrrv. forsætisráðhnrra, Pal Maleter hershöfðingi og blaðamennirnir Miklos Gimes og Josef Sizilagy, hefðu þá ný- lega verið dæmdir til dauða af leynilegum dómstóli og teJcnir af lífi. Þessi fregn vakti hrylling í öllum lýðfrjálsum löndum, ekki af því, að það komi mönnum á óvart, þó að kommúnistar drepi menn, heldur af hinu, að morð, ekki sízt pólitísk morð, vekja sem betur fer ávallt hrylling hjá siðuðu fólki. Forsögu þessa máls þarf eigi að rekja, hún er kunn og öll mörkuið þeim dráttum, er virðast dýpstir í svipmóti nútíma kommúnisma— blekkingum, griðrofum, morðum. Þessir fjórir leiðtogar voru dæmdir af „leynilegum dómstóli“. Hvað er það? Nýtt heiti á gömlu fyrirbrigði, fínna í munni en orðin „án dóms og laga“, en að sjálfsögðu sömu merlcingar. Finnst kommúnsitum þá ekki lengur ómaksins vert að eyða tíma og fyrirhöfn í sýndarréttarhöld, eins og þeir notuðu áður, þegar þeir þurftu að losna við menn? Þessi aðferð er líka ef til vill áhrifameiri til að vekja skelfingu heima fyHr, em skelfingin virð- ist þarfasti bandamaður kommúnismans. Oss er að vísu örðugt að setja oss í spor austrænnar alþýðu í dag, lceflaJðra Hthöfunda, menntamanna, bænda, verkamanna, en „leynileg réttarhöld“ og síberískar þrælabúðir virðast fremur óhugnanleg fyrirbHgði og sennilega allörugg trygging fyHr því, að þjáðir og óánægðir haldi sér i skefjum í lengstu lög. Það er staðreynd, eins og áður hefur verið bent á í þessum

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.