Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 43
PÉLAGSBRÉP
39
ar máðar út, yrði hafhjúpur sá, sem
umlyki gervallan hnöttinn, um 2500
metrar á dýpt. Svo mikil ítök á sjór-
inn í jörð vorri. Væri t. d. hæsta
fjalli jarðar sökkt í mesta hafdýpið,
sem menn þekkja, mundi hátindur
fjallsins liggja á 2000 metra dýpi.
Meðan jörðin var yngri og mótan-
legri, var jarðskorpan mjög breyti-
sjörn, fjallg-arðar risu, lönd sigu í
sæ og önnur ný komu í Ijós. Hér var
hin byltingarsinnaða æska að verki.
Þegar löndin höfðu mótazt i stórum
dráttum og ís tók að myndast á heim-
skautasvæðum og hátindum fjalla,
hóf vatn og veðrun niðurrifsstarf sitt
og hafa haldið því áfram og munu
gera það um ófyrirsjáanlegan ald-
ur. Glóandi hraunleðjan vall upp úr
iðrum jarðar á fjölmörgum stöðum
og gerbreytti landslaginu. í Columbíu
i Norður-Ameríku eru t. d. merki um
eitt hið ægilegasta hraunflóð ver-
aldar. Að flatarmáli er það 500 þús-
und km2 og þykkt þess hálfur ann-
ar km. í bókinni er meistaraleg lýs-
ing á öllu þessu umróti og uppbygg-
ingu liðinna alda. Síðan er lofthjúp
jarðar lýst á jafn ógleymanlegan
hátt.
Hið dásamlegasta allrar sköpunar-
innar er þó tilurð lífsins og fram-
vinda þess. „Og guð sagði: Vötnin
verði kvik af lifandi skepnum og
fuglar fljúgi yfir jörðina undir fest-
ingu himinsins". (Mósebók I, 20). Um
2000 milljónir ára hefur jörðin þi-eytt
skeið sitt andvana um geiminn, þá
gerist þetta furðulega, sem enginn
hefur enn getað skýrt, að lífverur
verða til og þróun lífsins á jörðinni
hefst. Stig af stigi þróuðust tegund-
ir dýra og jurta til æ meiri full-
komnunar og æ meiri fjölbreytni í
samræmi við þau skilyrði, sem jörð-
in lét í té á hverjum tíma.
Menjar margra þessara lífvera
hafa geymzt í ævafornum jarðlögum.
Dýr, sem uppi voru jafnvel fyrir 500
milljónum ára eða meira hafa verið
dregin fram í dagsljósið. Hrifning
vísindamannsins er ólýsanleg við
hvem nýjan dýrafund. Því fleiri
dýrategundir, sem finnast, því betur
tekst að leysa úr ýmsum vandamál-
um í ættarkeðjum þróunarinnar. Sér
í lagi hafa dýrafræðingar litið miðöld
jarðar hýru auga, því að í jarðlög-
um frá því tímabili hafa fundizt
menjar hinna mestu ógnvalda, sem
móðir jörð hefur hingað til alið, sem
sé skriðdýranna. Um meira en 100
milljónir ára voru þau herrar jarð-
arinnar eða þangað til í lok krítar-
tímans. I kaflanum um framvindu
lífsins er mörgum þessara dýra lýst
af mikilli vandvirkni. Mun margur,
sem ekki hefur heyrt þeirra getið
áður, álíta lýsingar þessar ævintýri
eitt, en 'svo er ekki. Skjaldeðlan var
10 metrar að lengd og 10 lestir að
þyngd. Heilinn í hausnum var 70
grömm, en aðalheilinn var í aftur-
enda dýrsins, 1400 gramma þungur.
Einn af þessum risum var Þórseðlan:
20 metra löng og 30 lestir að þyngd.
Þannig mætti lengi telja.
Tíminn leið og þróunin hélt áfram.
Risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu
fyrir fullt og allt og fulltrúar spen-
dýranna tóku við. Það tímabil er
kallað nýöld jarðar og byrjaði fyrir
75 miiljónum ára. Þróunarferill þess-
ara dýra er að því leyti frábrugðinn