Félagsbréf - 01.07.1958, Page 18

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 18
14 PÉLAGSBR EF af hinni ungu, miskunnarlausu nútíð er það, að úr henni verði fram- tíð, sem ekki reynist út af eins miskunnarlaus í dómum sínum. Og það veit maður og hefur af því beiskjublandna ánægju, að einnig sú list og þær hugmyndir, sem upp koma eftir okkar dag, munu ganga úr sér og eftir þær koma enn nýrri viðhorf. 1 ritgerð um Stéphane Mallarmé minnist Paul Valery á viðkvæm- asta blettinn í vitimd þess manns, sem vel er að sér. Það er í kaflan- um um það, live ljóð Mallarmés virðist torráðin fljótt á litið. „Tauga- miðstöð“, segir hann, „sem er hlaðin mikilli sjálfsvirðingarþörf, — miðstöð þess, sem getur ekki þolaS aS skilja ekki“. Það er sjálfsagt eitthvað af þessum næmleika, sem knýr marga liöfunda til leitar í liðnum tíma, til að leita að hliðstæðum við sam- tíðina, leita uppi það sem líkt er og ólíkt, í þeim tilgangi að skilja betur það, sem er að gerast. Með þessu móti, með því að vilja vita hvernig þaS var, kann leitandinn að hafa upp á því, sem virtist horfið, getur vakið það til lífsins og gert sér heildarmynd af manni eða tímabili. 1 þessu er skáldsagan hjálpartæki. Skáldsagan, frásögnin, er ef til vill öðru fremur hjálpartæki höfundarins, sem hann getur gripið til og gripið með í tilveruna, — sem sé athöfn. Og síðan verður skáldsagan hjálpartæki öðrum, lesendunum, svo að þeir skilji betur tilveru sína, sinn eigin heim. Þegar skáldsagnahöfundurinn leggur fram unnið efni, sem ef til vill er líf hans sjálfs, þegar liann sækir efni í eitthvert verk í fortíð sína eða nútíð, þá leggur hann mikið í liættu. Háskinn er nefnilega sá, að lesendur hans og ritdómarar séu ekki eins þjáðir af eða háðir áhrifum frá þessari taugamiðstöð, sem Paul Valery talar um, eins og liann sjálfur, þegar hann var að skrifa bókina. Ritdómaranum kann að finnast gögn höfundarins fjarstæð og ósönn, hugleiðingar lians óviðkomandi og meðferð lians á efninu ótilhlýði- leg. Ritdómarinn kann að álíta að höfundurinn hafi sleppt upplýs- ingmn, sem skipta máli, um sjálfan sig og aðra menn eða hann hafi tekið með allt of lítilfjörleg atriði, og að bókin sé of fjarri staðreyndunum, hafi höfundurinn gefið í skyn að hann skrifi að einliverju leyti um sjálfan sig. Þetta mál verður sennilega alltaf deiluatriði í öllum rökræðum um skáldsöguna. Allar skáldsögur eru að einhverju leyti sjálfsævi- sögur, en sú sjálfsævisaga í skáldsöguformi, sem er sönn í hverju

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.