Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 26
22
FÉLAGSBRÉF
imar að fljúga gegnum tært haustloftið, og hvemig haustið veik
fyrir slyddugráma vetrarins. Homun virtist ekkert vera til nema
þetta litla skordýr á grasstráinu. Þegar skordýrið dó eða livarf,
lét hann þjón sinn setja annað jafnsmátt í staðinn. En í augum
hans voru þau stöðugt að verða stærri.
1 þrjú ár fór hann varla út úr skrifstofu sinni. Þá var það einn
dag, að honum varð Ijóst, að skordýrið við gluggann var orðið á
stærð við hest. „Mér liefur tekizt það“, hrópaði hann og sló á hné
sér, og að svo mæltu þaut hann lit úr liúsinu. Hann gat varla trúað
sínum eigin augum. Hestar virtust á stærð við fjöll, svín eins og
háir hólar og hænuungar eins og kastalaturnar. Frá sér numinn af
gleði liljóp hann aftur inn í húsið, tók granna Shúo-Peng-ör og
svöluboga, lagði ör á streng og miðaði og skaut skordýrið nákvæm-
lega gegnum hjartað án þess svo mikið sem að snerta stráið, sem
það sat á.
Hann fór tafarlaust á fund kennara síns, Wei Fei. Nú fannst kenn-
aranum svo mikið til koma, að liann sagði: „Vel gert“.
Það voru fimm ár liðin, síðan €hi Chang hóf nám sitt í leyndar-
dómum bogfiminnar, og liann fann, að þessi stranga skólun liafði
sannarlega borið ávöxt.
Engar listir bogfiminnar virtust nú vera lionum um megn. Til að
sannreyna þetta setti hann sér nokkrar erfiðar þrautir, áður en
hann færi heim.
H ann ákvað að spreyta sig fyrst á afreki Wei Feis sjálfs, og úr
hundrað skrefa fjarlægð tókst honum að skjóta hverri ör gegnum
pílviðarlauf. Nokkrum dögum síðar bjóst liann til að endurtaka þetta
og notaði þyngsta bogann sinn og setti bolla barmafullan af vatni
á hægri olnbogann. Enginn dropi fór niður, og aftur flugu allar
örvarnar í mark.
Viku seinna tók hann hundrað léttar örvar og skaut þeim í einni
runu í fjarlægan skotbakka. Sú fyrsta kom í innsta liringinn, sú næsta
kom aftan í hana, og þannig koll af kolli, unz á augnabliki, að
allar örvarnar stóðu í beinni línu út frá skotbakkanum og náðu alla
leið að boganum. Svo nákvæmlega liafði liann miðað, að jafnvel
eftir að hann var búinn, féllu örvamar ekki til jarðar, heldur stóðu
titrandi út í loftið. Meistari Wei Fei, sem hafði staðið og horft á,
gat nú ekki annað en klappað saman lófunum og lirópað: „Ágætt“.
Þegar Chi Chang sneri loks lieim eftir tvo mánuði, var kona hans