Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 17
félagsbréf 13 saelulanda. Lífsmeiðurinn eilífi laufgaðist skjótt eftir ógnaröldina, °g stúfar kenninganna skutu nýjum frjóöngum. Síðan er liðinn nokk- Ur tími. Margar kenningarnar liafa visnað, fellt lauf og gránað, en nokkuð, — eða kannske mikið —, er nýtilegt enn og verður ef til vill nýtilegt um langa liríð. Því er víst þannig farið um hugmyndir og hugmyndastrauma, — um þjóðfélagið, sálina, listina —, að ekki verða allir fyrir þeim samtímis. Listaverkið er ef til vill mjög lengi á leiðinni til okkar. t*að getur komið fyrir að það gleymist eða uppgötvist aftur mörgum sinnum á leiðinni til okkar, til æskunnar eða hins þroskaða manns a sjötta tug þessarar aldar. Mörg listaverk lifa eilíflega, eins og það er kallað, fyrir þá sök að þau gleymast þrássinnis og eru uppgötvuð að nýju. Eins kann að vera farið um hugmyndir um samfélagið. Tökum til dæmis þetta, sem menn kalla liugmyndir ársins 1789, sem franska stjórnarbyltingin hóf svo hátt. Þær eru ekki aðeins þessi lengi samansafnaða flóðalda, sem skall þá, í lok átjándu aldarinnar, a mikinn hluta heimsins, heldur liafa þær einnig lialdið áfram rennsl- mu, ýmist hægt eða í flugastraumi. Á þessari öld liafa þær náð til uýrra einstaklinga og hópa og verið tekið með eldlegum áhuga eða nýjum mótmælum. Svipaða atburðarás má sjá í námmida við okkur sjálfa. Við getum sagt, að þessi kraumandi pottur, þessi deigla mót- ^agnakenndra hugmynda, liugrenninga og listaraðferða frá árunum eftir 1920, sé enn þá lieitur, enn skvettist svolítið úr lionum á sjötta tug aldarinnar, og að reynsla okkar sjálfra og liugleiðingar kunni ef til vill að geta vakið athygli síðar meir og haft álirif í framtíðinni. Þegar maðurinn er ungur, lieldur liann einatt að það, sem liann segir eða að minnsta kosti býr sig undir að segja, sé lokaorðið í mörg- um málum. Síðar, þegar liann þroskast, ímyndar liann sér stundum að liann hafi sagt það mikilvægasta. Honum liættir við að líta með efasemdum, tortryggni og drembilegri liæðni á það sem eftir kemur, það yngra. Honum virðist kannske til dæmis um nýja skáldskapinn °g nýju listina, að allt sé þetta gamalt, bara dubbað upp í nýjar trúðaflíkur. Eða þá liann staðhæfir að þetta sé óskiljanlegt, prettir °g sjónhverfingar eða firrt öllu viti. En skyndilega getur svo allt þetta nýja reynzt verðmæti, sem veitir einhverjum manni eða mönnum listnautnina sjálfa. Þá gerist þetta, að það sem maður trúði á sjálfur eða var fulltrúi fyrL, er urelt, úr tízku eða afkáralegt, — og liið eina sem maður getur vænzt

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.