Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 37
Samtal vi«> Matthías Johannessen
SEGÐU okkur, Matthias, hvað knýr
þig til að yrkja?
Myrkrið í skammdeginu.
Yrkirðu fyrir sjálfan þig eða aðra?
Þetta er ákaflega persónuleg
spurning. Ég held ég skrifi aðallega
kvæði fyrir sjálfan mig.
En gefur samt út bók------?
Já-já, það er rétt. Það er ævin-
týri að gefa út bók. Það er eins og
að fara í langt ferðalag og hugsa
ekkert um ákvörðunarstað. En svo
getur það líka verið dálítið alvarlegt
mál. Stundum verður þetta eins og
að kasta snjóbolta í klósettglugga
nágrannans og brjóta hann. Auðvitað
kemur hann öskureiður út á tröppur
og fer að tala um menninguna og
áður en varir er rúða nágrannans
orðin „íslenzk menning í þúsund ár“.
Hvorki meira né minna. Og svo? Ójú,
svo fer hann að tala um nýju fötin
keisarans af miklum eldmóði og lok-
ar augunum í ákafanum og ef ein-
hver bendir honum á að opna þau aft-
ur, segir hann þóttafullur og ákveðinn
eins og Júlli skóari sem ég átti einu
sinni viðtal við: Spekingar sjá ekki
með augunum. — Og þar með hef-
ur hann fært þig í nýju fötin keis-
arans og allir glápa á þig eins og
hvert annað viðundur. Svo fær hann
sér nýja rúðu og heldur áfram að
standa vörð um „íslenzka menningu".
Já, það getur haft slæmar afleiðing-
ar í för með sér að gefa út dálítið
Ijóðakver nú á dögum, en það er
gaman — eða fannst ykkur ekki
gaman að kasta snjóbolta í rúðu ná-
grannans eða fara í ferðalag, langt
ferðalag? Annars megið þið ekki
misskilja mig. Þetta eru aðeins
nokkur orð um mannlega ónáttúni
og þess vegna ákaflega ómerkileg,
því að ég hef enga ístru og þar af
leiðandi enga borgaralega ballest og
er hálfónýtur við að standa í mála-
þrasi. — Annars finnst mér að menn-
ingarfrömuðir svonefndir ættu að
kynna sér fyrirlestur Mark Twains,
sem hann hélt eitt sinn í Lundúnum:
Nú lítur illa út fyrir enskum bók-
menntum, sagði hann, Shakespeare
og Milton dauðir — og mér líður
ekki vel.
Hvað viltu segja um þína eigin
bók?
Ekkert. Ég vil þó taka það fram,
að ég biðst ekki afsökunar á því
að hafa ort nokkur kvæði, en á hinn
bóginn væri e. t. v. ástæða til að biðj-
ast afsökunar á því að gefa út ljóða-
bók á íslandi. Það má segja að það
sé að bera í bakkafullan lækinn. Það
má segja að það sé svipað því og að
fara með konuna sína til Spánar
eða kaffipakka til Brasilíu.
Hvaða islenzkt Ijóðskáld hefur liaft
mest áhrif á þig?
Steinn Steinarr. Ekki endilega sem