Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 3

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 3
PÉLAGSBRÉF HLÝJAR HJARTARÆTUR eptir gísla j. ástþórsson Það sem einkennir skrif Gísla J. Ástþórssonar fyrst og fremst er markviss kimni, sem oft verður að ádeilukenndu háði. Þátturinn Listin að byggja, sem birtist í Árbók skálda 1956, hefur komið mörgum íslendingi til að hlæja, og sama verður áreiðanlega hægt að segja um þessa bók, hún á eftir að skemmta mörgum. Hlýjar hjartarætnr er rituð í léttum og fjörlegum stíl og er bráðfyndin frá upphafi tii enda. Þetta eru þrettán þættir og tvær smásögur. Tekur höf- undur hér fyrir fjarskyldustu efni, svo sem kartöflurækt og pólitik, konungs- heimsóknir og kokteilveizlur, íþróttir og dapra heimspekinga með sál, svo að eitthvað sé nefnt. Bókin er um 200 bls. og myndskreytt af höfundi sjálfum. Verð til félagsmanna verður eigi hærra en kr. 56.00 (heft), 78.00 (ib.).

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.