Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 14

Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. M Maí er genginn í garð, hinn eiginlegi vormánuður á Íslandi. Í vorbirtunni strjúka menn meðal annars vetrarrykið af reiðhjól-um sínum og nýta þau ýmist sér til skemmt- unar og heilsubótar – eða sem samgöngu- tæki. Óhætt er að segja að viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart reiðhjólinu. Hér hefur fremur verið litið á reiðhjól sem samgöngu- tæki barna en fullorðinna, að minnsta kosti eftir að bílaöld gekk í garð. Svo er ekki lengur. Æ fleiri fullorðnir nýta reiðhjól sem samgöngutæki, að minnsta kosti þegar bærilega viðrar – og einhverjir allan ársins hring. Veðurfar hérlendis að vetri til er hins vegar ekki hagstætt hjólreiðamönnum. Góð samgöngumann- virki, þar sem fólk hjólar til vinnu eða sér til heilsubótar, eru grundvallaratriði. Net hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu hefur ger- breytt aðstöðu til hjólamennsku, auk þeirrar ákvörðunar sem tekin var á sínum tíma að reiðhjólamenn mættu hjóla á gangstéttum – með því fororði vitaskuld að taka fyllsta tillit til gangandi vegfarenda. Reiðhjól eiga ekki heima innan um bíla á akbrautum. Reykjavíkurborg tilkynnti í febrúar að í ár verði lagðir hjólastígar í borginni fyrir um hálfan milljarð króna. Áætlun um þessar aðgerðir tekur bæði til nýrra hjólastíga og endurbóta á eldri stígum út frá öryggissjón- armiðum og bættu aðgengi. Unnið verður að nýjum stofnstígum í samvinnu við Vega- gerðina, og við eldri stíga þar sem áhersla er lögð á að skilja að gangandi umferð og hjólandi. Meðal þeirra stíga sem gerðir verða í ár er nýr hjólastígur í Öskjuhlíð frá Flug- vallarvegi að HR, samhliða göngustíg sem verður lagfærður. Einnig kemur ný þverun yfir Flugvallarveg ásamt breikkun mið- eyju og hraðahindrun. Meðfram Kringlu- mýrarbraut kemur nýr hjólastígur á tveimur stöðum. Annars vegar frá syðri enda Suður- hlíðar upp fyrir Sléttuveg og hins vegar á kaflanum frá Laugavegi að Sóltúni. Á hinni fjölförnu leið meðfram Sæbraut frá Faxagötu að Kringlumýrarbraut kemur nýr hjólastígur og gangandi fá eldri stíginn allan fyrir sig. Þá verður hjólastígur við Sævar- höfða endurbættur að Gullinbrú. Einnig er gert ráð fyrir að gera nýja hjóla- stíga á nokkrum stöðum samhliða endurnýj- un gönguleiða, það er að segja við Háaleitis- braut milli Bústaðavegar og Brekkugerðis, við Stjörnugróf milli Bústaðavegar og Trað- arlands, og meðfram syðsta hluta Suðurgötu frá Starhaga og inn Einarsnes að Bauga- nesi. Þá verður áfram unnið við hjólaleiðir í Borgartúni. Borgarráð samþykkti einnig í febrúar að hefja undirbúning og hönnun vegna göngu- og hjólastíga í Elliðaárdal, auk brúar yfir Elliðaár við Rafstöð. Auk Reykjavíkur er net göngu- og hjólreiðastíga nágrannasveitarfélögum borgarinnar, meðal annars í Kópavogi með tengingum milli hverfa og til nærliggjandi sveitarfélaga. Hjóla- og göngustígakort var gefið út í Kópavogi í fyrra og gagnvirkur vefur, Hjólavefsjáin, sýnir Reykvíkingum og gestum þeirra hvernig þeir komast á hjóli frá einum stað til annars á skjótan og öruggan máta. Sex áningarstaðir eru við stígakerfið þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni, notið útsýnis og skoðað göngu- og hjólastígakort af svæðinu. Hjóla- og göngustígarnir eru mikil sam- göngubót og ber að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið – án þess þó að þrengja um of að akreinum bíla, eins og borið hefur á, t.d. við framkvæmdir í Borgartúni. Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands staðið að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Stöðugt hefur fjölgað þeim vinnu- stöðum sem taka þátt. Í upphafi voru vinnu- staðirnir sem þátt tóku 45 en síðari ár hafa þeir verið á sjöunda hundrað – og þátttöku- lið á annað þúsund. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfis- vænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssam- göngur til og frá vinnu meðan á átakinu stendur – dagana 7. - 27. maí – og eftir það að sjálfsögðu. „Hjólað í vinnuna“ Samgöngubót hjólastíganna Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is heast 12. og 13. maí 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m sk ei ð 60 ára og eldri: Leikfimi 60+ Zumba Gold 60+ Hugarlausnir Hefst 12. maí. Stoðkerslausnir Hentar einstaklingum með verki í baki, Hefst 12. maí. Hefst 13. maí. Orkulausnir Hefst 13. maí. Flott f lóra - leiðin til að tóra? 12.00 Móttaka og skráning 13.00 Setning 13.05 Opnunaratriði 13.15 Bakteríur í görninni stjórna heilsu og líðan okkar Michael Clausen, barnalæknir og sérfr. í ofnæmissjúkdómum barna 14.00 Áhrif bakteríuórunnar á þyngdarstjórnun Erla G. Sveinsdóttir, læknir Heilsuborg 14.25 Mín leið - reynslusaga af sáraristilbólgu Margrét Alice Birgisdóttir, heilsumarkþjál 14.45 Kahlé 15.15 Hvaða sögu segir óran um mataræðið? Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfr. við LSH og doktorsnemi við HÍ 15.40 Eru tengsl milli þarmaórunnar og ristilkrabbameins? Sigurjón Vilbergsson, sérfr. í lyækningum og meltingarsjúkdómum 16.05 Heilbrigð þarmaóra - er hún til? Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir 16.30 Spurningar 16.45 Ráðstefnuslit Verð kr. 4.900 Skráning á heillheimur@heillheimur.is eða í síma 697 4545 Nánari upplýsingar á www.heillheimur.is Heill heimur stendur fyrir ráðstefnu um bakteríuóruna í meltingarveginum Miðvikudaginn 14. maí, kl. 13-17 í Salnum, Kópavogi l tt f l l i i til tóra? 14 viðhorf Helgin 2.-4. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.