Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Side 28

Fréttatíminn - 02.05.2014, Side 28
Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 9. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is 17. júní í Reykjavík L istir og ferðalög eru mínar helstu ástríður í líf-inu. Ég var búin að ganga með þennan draum í mag- anum mjög lengi. Ég hef verið að sinna leiðsögn með annarri vinnu í nokkurn tíma og það kom snemma í ljós að ég er mjög persónulegur leiðsögumaður, mér finnst mjög gaman að leika mér með hópnum, gera öðruvísi hluti og helst koma fólki skemmtilega á óvart. Helst Ætlaði alltaf að breyta til um miðjan aldur Valgerður Pálsdóttir ákvað að láta gamlan draum rætast og stofna ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í persónulegum ferðum fyrir fólk sem hefur áhuga á menningu, listum og stöðum úr alfaraleið. Hún er ekki hrifin af fjöldaframleiddum ferðum og leggur áherslu á að ferðamaðurinn upplifi landið með augum innfæddra listamanna. Að upplifa nýjar slóðir með heimamönnum, helst ótroðnar, segir Valgerður Pálsdóttir vera bestu leiðina til að kynnast nýjum stöðum fyrir alvöru. Ljósmynd/Hari vil ég fara óhefðbundnar leiðir og með fullri virðingu fyrir öðruvísi ferðamennsku þá myndi ég ekki vilja vera á stórum skemmtiferða- skipum og þess háttar ferðum. Ég hugsa þetta algjörlega út frá sjálfri mér, og geri ferðir sem ég sjálf myndi vilja fara í.“ Langaði alltaf til að skapa „Ég er ansi listræn í mér, og á ferðalögum held ég alltaf dag- bækur þar sem ég teikna, mála og skrifa,“ segir Valgerður sem verð- ur alltaf fyrir miklum innblæstri þegar hún ferðast. „Mér datt í hug að svona væri þessu líklega farið með fleira fólk en mig og ákvað að bara gera þetta að mínu starfi.“ Eftir að hafa farið á brautargengis- námskeið hjá Nýsköpunarmið- stöð ákvað Valgerður svo að láta slag standa og drauminn rætast. „Nafnið á fyrirtækinu, „ArtTra- vel“, var löngu komið, en svo fékk ég þarna aðstoð við að þróa við- skiptahugmyndina, sem var að flétta saman menningu, listum og ferðalögum. Í kjölfar námskeiðs- ins stofnaði ég svo fyrirtækið og hef verið að vinna í þessu hægt og bítandi síðan.“ Valgerður hefur verið að vinna sem náms-, félags- og uppeldis- ráðgjafi til margra ára en dreymdi alltaf um að skipta um starfsvett- vang um miðjan aldur. „Ég hef notið þess að vinna með fólki, sem félags-og uppeldisráðgjafi, en vissi samt alltaf innst inni að ég myndi skipta algerlega um vettvang einhvern tímann. Þegar ég var unglingur stóð ég frammi fyrir því að velja milli listnáms og einhvers sem væri meira prakt- ískt. Ég valdi praktísku leiðina en ákvað í leiðinni að ég myndi söðla um þegar ég væri komin á miðjan aldur, því ég vissi að ég yrði á ein- hverjum tímapunkti að snúa mér að einhverri sköpun.“ Að upplifa með heimamönnum Að upplifa nýjar slóðir með augum heimamanna, og meðal annars listamanna, er það sem ferðir Valgerðar snúast um. „Skemmti- legast finnst mér að ferðast með fólki sem þekkir staðina vel, helst heimamönnum,“ segir Val- gerður og bætir því við að hún hafi kannski ekki ferðast svo víða en ferðalögin hafa verið mjög innihaldsrík. „Ein af mínum bestu ferðum var fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti gamlan vínbúgarð frá 18.öld, sem var búið að breyta í listasetur, rétt utan við Barcelona. Þar kynntist ég svo skemmtilegu og yndislegu fólki sem er einmitt minn helsti tengi- liður í Barcelonaferðunum sem ég skipulegg núna sjálf. Fararstjórinn í þeirri ferð er einmitt listakona sem ég kynntist á vínbúgarðinum. Mér finnst skipta mjög miklu máli að það sé fólk sem vel þekkir til sem sér um leiðsögnina því ferða- maðurinn fær svo miklu meira út úr ferðinni þannig. Ég býð upp á öðruvísi ferðir fyrir menningar- lega sinnað fólk, bæði fyrir Íslend- inga erlendis og útlendinga hér- lendis. Ef ferðamaðurinn er með heimamönnum og fær að kynnast listamönnum og skáldum í þeirra umhverfi, verður ferðin bara svo miklu innihaldsríkari.“ Ævintýraþyrstur ferðalangur „Ég var á Suður-Spáni í fyrrasum- ar, en ég er einmitt að fara í ferð með Íslendinga til Andalúsíu og Marokkó í júní. Þegar ég var stödd þar langaði mig með bátnum yfir til Tangier í Marokkó, svo ég ákvað að skella mér bara yfir og fór ein. Ég var ekki fyrr lent en ég var komin upp á skellinöðru hjá Múhameð nokkrum á leið um borgina,“ segir Valgerður og skellihlær. „Hann gerðist minn einkafararstjóri og keyrði alveg eins og brjálæðingur þarna með mig út um allar trissur. Svo hjálpaði hann mér að finna rútu til Chefchaouen sem er ótrúlega fallegt lítið þorp upp í fjöllunum inn í landi. En um leið og ég kem úr rútunni þá kom annar maður, sem hét líka Múhameð, og bauð fram aðstoð sína,“ segir Valgerður og skellir aftur upp úr. „Öll hótel voru uppbókuð svo þessi Múhameð númer tvö hjálp- aði mér að finna gistiheimli, sem hafði auðvitað enga loftkælingu, en það var 48 stiga hiti! Ég ætlaði aldrei að geta sofnað þessa fyrstu nótt mína í Marokkó en svo þegar ég var loks alveg að festa blund þá byrjuðu bænaköllin,“ segir Val- gerður og hlær ennþá meira og er greinilega mjög skemmt yfir minn- ingunum. Hún segist aldrei vera hrædd á ferðalögum þrátt fyrir að ferðast ein. „Reyndar hugsaði ég þegar fyrri Múhameð var að leiða mig um allar þessar litlu, þröngu götur Tangier að ég gæti kannski verið í einhverskonar hættu. Hann hafði allavega mjög gott tækifæri til að ræna mig hefði hann viljað. Ég ýtti bara þeirri hugsun frá mér og ákvað að treysta honum.“ Ferðalagið rétt að byrja Það er greinilegt að þetta nýja ferðalag Valgerðar er rétt að byrja því hún er komin á flug með fjölda ferða í kollinum. Nýjasta uppgötv- unin er Slóvakía, þar sem dóttir hennar býr. „Ég var að koma úr ferð þaðan og við mæðgurnar fór- um til Banska Stiavnica, sem er al- veg stórkostlega fallegur bær sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann er þekktur fyrir gamlar gull- og silfurnámur og hefur að geyma alveg ótrúlega mikla sögu. Næst á dagskrá er að skoða að búa til ferð- ir þangað fyrir Íslendinga,“ segir Valgerður sem er strax komin í kynni við listamenn í bænum sem munu væntanlega aðstoða hana við að gera upplifunina ógleymanlega. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is 28 viðtal Helgin 2.-4. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.