Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 36

Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 36
Með körfu á stýrinu B ílskúrinn minn er fullur af reiðhjólum samt hjóla ég eiginlega ekki neitt, hvað sem líð- ur blíðviðri og hvatningum um að draga fákinn fram nú á vordögum. Það er kannski ofmælt að skúrinn sé fullur af hjólum, en það fer mikið fyrir þeim. Ég á eitt, konan tvö og yngri dóttir okkar geymir stundum hjá okkur hjól. Það er að vísu komið í brúk núna – enda nýlegt og fullkomið hjól með dempurum og alls konar fíniríi sem milda högg upp undir botninn. Hjólið mitt er ekki eins flott, fjarri því. Við keyptum okkur eitt sinn sitt hvort hjól- ið í stórmarkaði, sjálfsagt á tilboði. Líklega hefur farið um okkur einhver vorfiðringur. Hjólin fengu varla tilkeyrslu, stóðu aðal- lega í bílskúrnum og rykféllu – með golf- settunum sem við eigum þar líka. Eitt árið vantaði afkomanda okkar pedala á sitt hjól. Þeir voru skrúfaðir af hjóli frúarinnar og þar með var ævidögum þess hjóls í raun lokið. Það stóð úti um hríð, eftir limlest- inguna, náði aldrei fullri heilsu og endaði á haugunum. Hjólið mitt hélt pedulunum en það breytti svo sem ekki öllu. Í einhverju tiltektaræði fyrir ein jólin fannst mér reiðhjólin vera fyrir mér. Mitt hjól var því sett út í snjóinn þá köldu desemberdaga. Til stóð að kippa því inn í hlýjuna alveg á næstunni – en það fórst fyrir. Það var ekki fyrr en voraði að ég mundi eftir hjólinu. Þá mátti það muna fífil sinn fegurri – og skipti engu þótt það væri lítið notað. Ryðblettir voru komnir á stýrið og stellið – og keðjan kolryðguð og föst. Hið sama átti við um bremsurnar. Það var að vísu hægt að bremsa á framhjólinu en afturbremsan virkaði ekki. Það þekki ég af biturri reynslu að vont er að bremsa aðeins á framhjólinu. Þannig fór ég í óumbeðið heljarstökk sem ungur drengur, slapp að vísu óbrotinn en óþægilegt var það. Hjólið hefur því staðið óhreyft í bílskúrn- um síðan. Það hætti að mestu að ryðga eftir að það komst í húsaskjól að nýju en hefur eingöngu þvælst fyrir mér síðan. Ég færi það stundum milli veggja, eða set það út fyrir um stundarsakir þegar ég þarf að grafa eftir einhverju dóti í skúrnum – en að öðru leyti er það gagnslaust. Þegar ég færði það enn einn ganginn í vortiltekt í veðurblíðunni um síðustu helgi ákvað ég að nóg væri komið. Betra væri að koma því í nytjagám hjá Sorpu en geyma það áfram. Þá gæti einhver handlaginn komið hjólinu í viðunandi horf, hreinsað ryðblettina af stellinu, losað um fasta keðj- una og afturbremsuna og tékkað á gírun- um. Það má vera að þeir séu fastir líka. Það fer því í gáminn núna í maí – og gleður þar með einhvern sam kann að kippa hlutum í liðinn – hjólið var nánast ónotað og dekkin óslitin þegar það fékk óverðskuldaða vetr- armeðferina um árið. Þótt þetta hjól fari úr skúrnum eigum við samt fararskjóta undir rassinn á okk- ur – sæki hjólanáttúran stíft á – sem sagt tvö hjól konunnar. Þegar synir okkar og fjölskyldur þeirra bjuggu í Kaupmanna- öfn voru hjól brúkuð sem samgöngutæki, eins og alsiða er þar í landi. Báðar tengda- dætur okkar áttu „konuhjól“ á danskan máta, þriggja gíra hjól, afar þægileg og í laginu eins og hjól voru í okkar ungdæmi. Á hjólum sem þessum situr maður upprétt- ur, í stað þess að liggja fram á við eins og tíðkast á hraðaksturshjólum samtímans. Þá eru á þeim þægilegir, breiðir og mjúkir hnakkar í stað þvengmjórra harðbaka sem fara illa með viðkvæm líffæri. Eins og þeir sem heimsótt hafa frændur okkar í Kaup- mannahöfn þekkja, hjóla konur á þessum fínu hjólum í pilsum og kjólum, ekkert síð- ur en buxum – og stundum háhæluðum skóm líka. Hjól þessar hefðbundnu gerðar eru að sjálfsögðu líka til fyrir karla, sem sitja þá jafn teinréttir í hnakknum og kon- urnar. Eini munurinn er stöngin. Þótt það komi þessu máli ekki beinlínis við, hef ég aldrei skilið það almennilega af hverju stöng er á drengja- og karlahjólum í stað þess að smíða þau eins og stúlkna- og kvenreiðhjól, stangarlaus. Það man ég úr ungdæminu, að óþægilegt gat verið að detta á stöngina. Við fengum að nota þessi „konuhjól“ í heimsóknum til okkar fólks í Danaveldi á sínum tíma og kona mín hreifst mjög af þeim, svo mjög raunar að báðar tengdadæt- ur okkar gáfu tengdamóður sinni dönsku „konuhjólin“ þegar þær endurnýjuðu sín eftir heimkomu hingað til lands. Hún sendi bæði hjólin á reiðhjólaverkstæði þar sem þau voru gerð klár til brúks – en það fór eins og áður í okkar reiðhjólamennsku. Andinn var að sönnu reiðubúinn en holdið veikt. Uppgerðu „konuhjólin“ fóru inn í bíl- skúr og þar hafa þau verið árum saman – og rykfallið. Þegar ég færði þau til um síðustu helgi sá ég að dekkin voru vindlaus að auki. Við svo búið má ekki standa. Ef ég manna mig upp í það að koma ryðgaða hjólinu mínu í nytjagám standa þessi tvö „konuhjól“ eftir í bílskúrnum, bæði stang- arlaus og annað raunar með körfu á stýrinu fyrir léttan farangur. Einu sinni las ég um það að hjón sem hefðu eytt mest allri ævi sinni saman yrðu að lokum nánast eins, vöguðu saman inn í sólarlagið. Við erum að vísu ekki orðin svo gömul, fólk á besta aldri, en höfum engu að síður eytt saman yfir fjörutíu árum. Ætli það sé því ekki tilhlýðilegt að við hjólum saman inn í sólarlagið – sitjandi teinrétt á sitt hvoru „konuhjólinu“ – en frú- in fái þó það sem er með körfuna á stýrinu. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 23.04.14 - 29.04.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Maxímús Músíkús kætist í kór Hallfríður Ólafsdóttir Þórarinn Már Baldursson Andóf Veronica Roth Martröð Skúla skelfis Francesca Simon Skúli Skelfir - Risaeðlur Francesca Simon Eða deyja ella Lee Child Nanna Pínulitla Laura Owen/Korky Paul Nanna á fleygiferð Laura Owen/Korky Paul Hamskiptin Ingi Freyr Vilhjálmsson Íslenskar þjóðsögur 36 viðhorf Helgin 2.-4. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.