Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Síða 42

Fréttatíminn - 02.05.2014, Síða 42
42 grænn lífsstíll Helgin 2.-4. maí 2014 KYNNING Grænir leigusamningar vinsælir Græn leiga er samstarf Reita fasteignafélags og við- skiptavina um að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti. Í Grænu leigunni felst einföld leið til að auð velda vist vænar breytingar og kynna þær. R eitir fasteignafélag býður upp á græna leigu á at-vinnuhúsnæði. Græn leiga er samstarf Reita og viðskipta- vinar um að reka húsnæði með vistvænum hætti. Hún er viðbót við hefðbundna leigusamninga og getur ýmist verið markviss viðbót við önnur græn skref eða gagnleg ein og sér. Reitir buðu fyrst upp á græna leigu í lok síðasta árs og að sögn Kristjönu Óskar Jónsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra, hafa þegar nokkrir tugir fyrirtækja gert slíka leigusamninga. „Einnig eru mörg fyrirtæki sem hafa kynnt sér þennan möguleika. Við hjá Reitum erum með um 410.000 fermetra af atvinnuhúsnæði til leigu svo það er til mikils að vinna að sem flestir taki upp vistvænan rekstur,“ seg- ir Kristjana. Reitir er fyrsta fast- eignafélagið á Íslandi sem býður upp á græna leigu en slíkt er vin- sælt á hinum Norðurlöndunum, í Kanada og Bandaríkjunum. Í grænum leigusamningum eru ákvæði um vistvæn skref tengd sorpi og endurvinnslu, rekstri og viðhaldi, samgöngum, rafmagni, kerfum og heitu vatni. Reksturinn verður ekki kostnaðarsamari við græna leigu og segir Kristjana fyr- irtæki stundum finna fyrir aukn- um kostnaði í einum flokki en lægri kostnaði í öðrum á móti. Hýsing vöruhótel hefur gert grænan leigusamning við Reiti um rekstur á húsnæði sínu við Skútuvog. Að sögn Guðmundar Oddgeirssonar, framkvæmda- stjóra Hýsingar, er byggt á langri reynslu en þar á bæ hefur sorp ver- ið flokkað í 20 ár. „Hjá okkur fellur til gríðarlega mikið af bylgjupappír og þegar mest er að gera eru það um tvö tonn á viku því við tökum upp vörur og hýsum fyrir fjölda fyr- irtækja. Með því að flokka bylgju- pappír fáum við greitt fyrir hann en ef við settum hann í blandaðan gám myndum við greiða fyrir losun á hverju kílói svo það eru líka verð- mæti í rusli,“ segir hann. Hjá Hýsingu er sorp flokkað í sjö flokka; gæðapappír, bylgjupappír, plast, eldhúsúrgang, timbur, járn og annað sorp. Þá notar Hýsing aðeins rekstrar- og hreinsivör- ur sem vottaðar eru með Svans- merkinu eða Evrópublóminu. Með daglegum skráningum og virku eftirliti með orkumálum næst um- talsverður sparnaður samhliða því að koma í veg fyrir sóun og segir Guðmundur daglega fylgst með notkun á vatni og rafmagni. „Eftir- litið er mikilvægt því ef til dæmis krani bilar geta nokkur tonn af vatni farið í gegn á klukkutíma því kerfið er stórt.“ Þá eru loftræsti- kerfi tímastillt og slökkt á þeim á nóttunni og kveikt og slökkt á snjó- bræðslukerfi á haustin og vorin til að spara orku og vatn. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar, og Kristjana Ósk Jóns- dóttir, markaðs- og kynningarstjóri. Í slendingar eru mjög móttæki-legir fyrir aukinni sjálfbærni. Hér hefur til dæmis verið mikil vakning í endur- nýtingu,“ segir Ást- hildur Björg Jóns- dóttir, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Ís - lands. Á s t h i ldu r er einn höfunda bók- ar innar „Verum græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni“ sem komin er út hjá Eddu útgáfu. Bókin fjallar fyrst og fremst um sjálfbærni og hug- myndafræði í kringum það hug- tak. Bókin er hugsuð fyrir börn á grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra. „Svona hlutir virka best í samtali og krakkarnir eru oft miklu betur að sér en fullorðna fólkið. Kannski getum við lært mikið af þeim. Ef fjölskyldan veltir í þessum hlutum fyrir sér er líklegra að árangur ná- ist,“ segir Ásthildur. Bókin er aðgengileg öllum, hvort sem það eru lesendur sem þekkja ekki hugtakið sjálfbærni eða lesendur sem þegar hafa til- einkað sér grænan lífsstíl. Í bók- inni er lögð áhersla á að útskýra hugmyndina um sjálfbærni á ein- faldan og skemmtilegan hátt og setja hana í skiljanlegt samhengi fyrir börn og fjölskyldur ásamt einföldum leiðum til að tileinka sér grænan lífsstíl. Bókin er full af skemmtilegum ráðleggingum og staðreyndum um sjálfbærni og hún sýnir les- endum að það er mun einfaldara og léttara að til- einka sér sjálf- bærar venjur en við höldum. Bókin er fyrsta sinnar tegundar á íslensku eftir íslenska höfunda og svarar þörf- um markaðarins eftir þessu efni. Ásthildur skrifar bókina með þeim Ellen Gunnars- dóttur og Gunndísi Ýr Finnboga- dóttur. Umbrot, hönnun og mynd- skreytingar eru eftir Magnús Óskarsson, teiknara og hönnuð. „Við leggjum áherslu á þessi litlu skref sem hægt er að taka hér og nú. Við viljum ekki að fólki fallist hendur, þá er betra að taka lítil skref í átt að sjálfbærni og finna ár- angur erfiðisins,“ segir Ásthildur. „Verum græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni“ er komin út og er fáan- leg í öllum helstu bókaverslunum. Forvitnileg bók um sjálfbærni fyrir alla fjölskylduna Ásthildur Björg Jónsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir eru tveir af þremur höfundum bókarinnar „Verum græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni“ sem kom út nýlega. Þriðji höfundurinn, Ellen Gunnarsdóttir, er búsett í Boston. Á öllum heimilum er að finna spilliefni og ber að gæta að því hvernig þeim er fargað. Spilliefni eru úrgangur sem getur valdið umhverfi og heilsu manna miklu tjóni og því mikilvægt að þeim sé fargað á réttan hátt. Spilliefnum ber að skila til viðurkenndrar spilliefnamót- töku, rafhlöðum í söfnunarílát fyrir notaðar rafhlöður í skólum, verslunum og bensínstöðvum, og gömlum lyfjum í lyfjaverslanir. Spilliefnum má ekki farga með því að setja þau í almennt heim- ilissorp, henda þeim í almenna gáma fyrir sorp og iðnaðarúr- gang, sturta þeim niður í salerni, hella niður í vaskinn eða losa í niðurfall hvort sem er innanhúss eða úti við götu. Spilliefni geta verið mjög umhverfisspillandi eða hættu- leg ef þeim er fleygt á þann hátt. Spillefni eru til dæmis kvika- silfur (finnst t.d. í hitamælum), blettaeyðir, hreinsilögur, klósett- hreinsir og stíflueyðir, lakk, málning, tjöruhreinsir, vítissódi og þynnir, framköllunarvökvi, „tipp-ex“, naglalakk, skordýra- eitur og önnur eiturefni, klór eða klórmenguð efni, olía, lím, raf- hlöður og rafgeymar og lyf. Förgum spilliefnum rétt KYNNING

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.