Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Síða 61

Fréttatíminn - 02.05.2014, Síða 61
Ég keyri talsvert á vinnutíma og hlusta þá gjarnan á útvarpið í bílnum. Það er hins vegar ekki allt jafn gott sem þaðan ómar. Málið er þetta: Ég vil helst hlusta á talað mál en hið talaða mál sem boðið er upp á er yfirleitt eitt- hvert ódýrt plögg. Ég vil gjarnan heyra viðtöl og samræður skemmtilegs fólks á tímabilinu 9 - 5 ekki kynningar, misleiðinlega tónlist og auglýsingar. Þetta útilokar Bylgjuna nánast alveg og Rás 2 er ekki mikið skárri. Ég vakna ekki nógu snemma til að heyra Morgunút- varp Rásar 2 en hef heyrt góða hluti um tal- varpið sem fram fer þar. Kannski breytist ég úr b-manni einhvern tímann á lífsleiðinni og næ að heyra hvað Bergsteinn og félagar hafa svona skemmtilegt að segja þetta snemma. Svissa yfirleitt á milli Virkra morgna og Harmageddon og þegar plöggið keyrir um þverbak róa ég mig með rólegri tónlist á ein- hverri af þessum retróstöðvum. Fíkn mín í talað mál er þó nýlega búin að leiða mig út á svolítið hálan ís. Því ég er byrjaður að hlusta á Útvarp Sögu. Hún er reyndar ekki enn komin í minnið á Fordinum en það styttist sennilega í það. Pétur, Arnþrúður og allir hinir á stöðinni eru að tala sig inn á mig. Sérstaklega er það símatíminn sem dregur að. Þar mæta fastagestir á línuna sem er heilsað með virktum og Alvar, Guðjón og María eru einfaldlega að nöldra sig inn að hjartarótunum þar sem ég sit í bílstjórasætinu á Fókusnum. Þessi Útvarp Sögu fíkn mín gekk meira segja svo langt að taka persónuleikapróf á intervebbnum. Um það hver af stjörn- unum Sögunnar ég er. Skemmst er frá að segja að ég endaði sem Pétur sjálfur. Þótt mig, innst inni, langaði að sjálfsögðu að vera Alvar. Haraldur Jónasson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (30/52) 13:00 Heimsókn 13:25 Mr Selfridge (1/10) 14:30 Modern Family (9/24) 14:55 The Big Bang Theory (21/24) 15:15 Höfðingjar heim að sækja 15:35 Á fullu gazi Frábærir þættir þar sem fjallað er um glæsilega bíla og önnur flott farartæki. 16:10 Stóru málin 16:40 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (36/50) 19:10 Sjálfstætt fólk (28/30) 19:45 Britain's Got Talent (1/18) 20:50 Íslenskir ástríðuglæpir (2/5) 21:15 The Following (15/15) 22:00 Shameless (6/12) 22:55 60 mínútur (31/52) 23:40 Daily Show: Global Edition 00:05 Suits (12/16) 00:50 Game Of Thrones (4/10) 01:45 The Americans (8/13) 02:35 Vice (5/12) 03:05 Fish Tank 05:05 Britain's Got Talent (1/18) 06:05 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:30 KS deildin 11:00 Þýsku mörkin 11:30 3. liðið 12:00 Moto GP Beint 13:00 Barcelona - Getafe 14:50 Levante - Atletico Madrid Beint 16:50 Chelsea - Atletico Madrid 18:30 Meistaradeildin - meistaramörk 19:00 KR - Valur Beint 21:15 RN Löwen - Hamburg 22:35 Real Madrid - Valencia 00:15 KR - Valur 02:05 Moto GP 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:00 Stoke - Fulham 10:40 Man. Utd. - Sunderlan 12:20 Arsenal - WBA Beint 14:50 Chelsea - Norwich Beint 17:00 Everton - Man. City 18:40 Arsenal - WBA 20:20 Chelsea - Norwich 22:00 Aston Villa - Hull 23:40 Newcastle - Cardiff SkjárSport 06:00 Motors TV 12:10 Bundesliga Highlights Show 13:00 Dutch League - Highlights 2014 16:00 AFC Ajax - NEC Nijmegen 18:00 B. Leverkusen - B. Dortmund 20:00 Heracles Almelo - AFC Ajax 22:00 Motors TV 4. maí sjónvarp 61Helgin 2.-4. maí 2014  Útvarp  Talvarpið í bílnum Dior dagar í Lyfjum & heilsu Kringlunni föstudag og laugardag Sérfræðingur kynnir nýja varalitalínu Dior Addict Fluid Stick, ásamt nýrri naglalakkalínu Vertu velkomin og kynntu þér spennandi nýjungar frá Dior. 20% afsláttur af öllum Dior vörum þessa daga. Falleg gjöf fylgir kaupum á tveimur vörum.* * M eð an b irg ði r e nd as t.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.