Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 02.05.2014, Qupperneq 64
 Í takt við tÍmann Jökull vilhJálmsson Maturinn hjá mömmu stendur upp úr Jökull Vilhjálmsson er 24 ára Grafarvogsbúi og nemi í lyfjafræði við HÍ sem stofnaði á dögunum herrafatamerkið Suitup. Hann skemmtir sér á b5 og Austur og keyrir um á dýrari týpunni af Nissan Micra.  appafengur Tastemade Appinu Tastemade hefur verið lýst sem einskonar blendingi af Vine, Instagram og YouTube. Taste- made gerir þig að sjónvarpsstjörnu í þínum eigin mat- reiðsluþætti. Þegar fólk fyrst sækir appið er það beðið um að velja nokkrar tegundir af mat eða víni það hefur mestan áhuga á, til dæmis indverskum eða sjávarréttum. Sjálfkrafa birtast síðan litlir sjón- varpsþættir, ein mínúta hver, þar sem áherslan er á þínu áhugasviði. Þar er fólk um allan heim ýmist að elda eða fara á veitingastað og lýsir upp- lifun sinni og aðförum, tekur mynd af sjálfu sér þar sem það kynnir réttinn og/eða veitinga- staðinn til sögunnar og tekur svo myndbönd af herlegheitunum. Appið klippir sjálft saman myndbrotin, þú bætir við upphafstexta eins og á alvöru flottum sjónvarpsþætti og setur inn bakgrunnstónlist. Þessu deilir þú síðan með Tastemade-samfélaginu. Appið getur nýtt sér staðsetningartækið í símanum og fundið veitingastaði í nágrenni við þig, hvar sem þú ert í heiminum, en þú getur líka leitað eftir vinsælum myndböndum. Tastemade gefur þér tækifæri til að kynnast mat á nýjan hátt og verða þáttagerðarmaður í leiðinni. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is „Ég byrjaði með litla netverslun síðasta sumar með bindi og slaufur og það gekk mjög vel. Ég sá svo gat á markaðnum og ákvað að nýta mér það. Suitup hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jökull. Suitup virkar þannig að við- skiptavinirnir hanna jakkaföt sín frá grunni í samstarfi við Jökul og þau eru svo sérsaumuð í Sjanghæ. Jakkafötin kosta um 70 þúsund krónur og eru hágæðavara að sögn Jökuls: „Ég er það snobbaður sjálfur að ég myndi ekki selja eitthvað sem ekki er nógu gott,“ segir hann o Auk jakkafata er Jökull með úrval af sérsniðnum skyrtum og yfirhöfnum og bindi og slaufur frá Ítalíu. Staðalbúnaður Í vinnunni geng ég í jakkafötum og mismunandi skyrtu- og bindasamsetningum með. Ég geng í Allen Edmonds skóm við og tek almennt gæði fram yfir magn en er með nokkur pör í gangi. Utan vinnunnar geng ég oft í raw denim gallabuxum og skyrtu eða peysu við. Eða bæði. Ég er þokkalega einfaldur þar. Ég kaupi eiginlega allt í útlöndum. Það eru tvö eða þrjú ár síðan ég byrjaði að spá í föt af einhverju viti. Þá var ég í skipt- inámi úti í Kaliforníu og fólk lítur ágætlega vel út þar.“ Hugbúnaður Ég reyni að fara svolítið út að skemmta mér. Það fer alveg eftir félagsskap og stemningu hvert ég fer en oftar en ekki enda ég á b5 eða Austur. Það á til að gerast. Oftast panta ég mér G&T á barnum. Ég reyni að mæta í World Class þegar ég hef tíma og svo spila ég bolta með félögunum þegar veður leyfir. Eftir að Breaking Bad og Dexter kláruðust horfi ég mest á Suits og House of Cards og síðan missir maður ekki af Liverpoolleik. Þetta er búið að vera frábært tímabil en ætli City taki þetta ekki á endanum. Vélbúnaður Ég er með eldgamla Dell-far- Allen Edmonds Strand. Þetta eru klárlega uppáhalds skórnir mínir. Virka með nánast öllu og munu endast mér næstu tíu árin. Samsung Galaxy S3. Nauðsynleg græja. Tölvu- pósturinn, dagbókin, vinnan og allt annað á einum stað. Dökkblár ullarblazer frá Suitup. Jakki sem er hægt að nota allan ársins hring og virkar með öllu. tíu árin. tölvu og Samsung Galaxy SIII. Ég nota símann aðallega við vinnu og skipulagningu en líka fyrir Facebook. Aukabúnaður Móðir mín sér alfarið um matseld heima hjá mér, ég er mjög takmarkaður á því sviði. Ég hef frekar einfaldan smekk. Fyrir utan mömmumatinn, sem stendur upp úr, er ég hrifinn af pítsum og það hjálpar að Eld- smiðjan er beint fyrir neðan skrifstofuna mína. Ég prófaði sushi í fyrsta sinn fyrir svona ári og fannst það allt í lagi, svona miðað við hráan fisk. Ég keyri um á Nissan Micra. Þetta er dýrari týpan, 2007 eða 2008 árgerð. Ég reyni að ferðast eitt- hvað á hverju ári og á næstunni fer ég til Ítalíu. Þetta er vinnu- ferð en ég ætla að reyna að slaka aðeins á líka. 64 dægurmál Helgin 2.-4. maí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.