Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 68

Fréttatíminn - 02.05.2014, Page 68
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is RagnheiðuR gestsdóttiR  Bakhliðin Hrósið... fær Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sem beitir sér fyrir bættri stöðu hinsegin fólks í landinu. Ný nefnd á að skila áætlun um að- gerðir fyrir hinsegin fólk. Orkumikill pælari Aldur: 38 ára. Maki: Enginn. Börn: Hrafnkell Tími Thoroddsen. Menntun: MA í myndlist frá Bard College New York, MA í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths London, BA í mannfræði frá Háskóla Íslands. Starf: Ég hef eiginleg prófað öll störf í heimi; dælt bensíni, unnið á ljósastofu, raðað í hillur í stórmarkaði, skúrað gólf, passað börn, unnið við útgáfu og menningarmál ýmisleg. Svo er það kennslan á hinum ýmsu aldursstigum. En fyrst og fremst unnið sjálfstætt að heimildamyndagerð og myndlist. Fyrri störf: Sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona, auk þess að hafa unnið mjög mikið með börnum. Áhugamál: Myndlist og kvikmyndir, menning, náttúran og að vera með öllu góða fólkinu sem ég þekki og elska. Stjörnumerki: Ljón. Stjörnuspá: Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að vinna bak við tjöldin í dag. Menn vilja bara heyra hvað gerðist en ekki hvað þér finnst. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað hún Ragn-heiður er ótrúlega fyndin og skemmtileg,“ segir Sigga Nanna æskuvinkona Ragnheiðar. „Hún er ekki bara endalaust skapandi og listræn heldur líka svo lifandi og orkumikil. Það er bara alltaf gott að vera nálægt henni. Hún er hreinskilin og fordómalaus, góður hlustandi og mikill pælari sem hefur endalausan áhuga á öllu fólki. Það er eins og maður hafi aldrei nægan tíma þegar maður hittir hana því það er hægt að tala um allt milli himins og jarðar við hana.“ Ragnheiður Gestsdóttir er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona búsett í Reykja- vík. Hún vinnur jöfnum höndum með filmu, vídeó og innsetningar. Hún opnar sýningu á nýjum verkum í Kunstschlager við Rauðarárstíg laugardaginn 3. maí klukkan 20. Fallegar fermingargjafir Verð 59.900,- Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.