Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 2
Samfélagsverkefnið Laugargarðar, sem er samfélagsrekinn matjurtagarður, fer formlega af stað laugardaginn 14. júní þegar fyrsta sáning í garðinn fer fram. „Þetta í fyrsta skipti sem svona garðar eru settir upp á Íslandi,“ segir Brynja Þóra Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri. Um er að ræða verkefni fjögurra nem- enda úr Listaháskóla Íslands og Land- búnaðarháskólanum sem hafa umsjón með garðinum í samstarfi við Reykjavík- urborg sem úthlutaði þeim lóð við hlið- ina á fjölskyldugörðunum í Laugardaln- um. Garðurinn verður um 500 fermetrar og þarf af 200 fermetra ræktunarsvæði og verður hann byggður upp í nokkrum skrefum yfir sumartímann. „Það sem aðgreinir garðinn frá öðrum almennings matjurtargörðum í borginni er áherslan sem lögð er á sameiginlega ræktun í bland við þá áherslu sem lögð er á félagslega eflingu innan hverfisins. Af- rakstur sumarsins verður seldur á bænda- markaði og munu tekjur af honum fara í áframhaldandi starfsemi ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Ávinningur fyrir íbúa er að fá matinn inn í hverfið, fræðslu og stuðning sem að fylgir sameiginlegri ræktun auk þess sem slík starfsemi eflir tengsl meðal hverfisbúa,“ segir Brynja. Ýmsar uppákomur tengdar sjálfbærni verða haldnar við garðinn í sumar. Að- standendur verkefnisins vonast til að það öðlist áframhaldandi líf í höndum hverfis- búa að loku sumri og að jafnvel verði hægt að tengja það inn í hverfisskólana. „Þetta er tilraunaverkefni og við sjáum betur í lok sumars hvert þetta getur stefnt,“ segir hún. -eh  Sjálfbærni laugargarðar eru fyrSti SamfélagSrekni matjurtagarðurinn á ÍSlandi Samfélagsrekinn matjurtagarður Pokum sem þessum hefur verið dreift víða um Laugarnesið og Laugardalinn til að vekja athygli á verkefninu. Hér er grænkál og lollo rosso sem mun brátt spretta í Laugargörð- um. Ljósmynd/Facebook.com/Laugargardar Í sskápshurðir á barnmörgum heim-ilum voru öðruvísi en ísskápshurðir einstæðinga og þeirra sem áttu upp- komin börn. Þar sem börn voru á heim- ilinu voru oftast fleiri hlutir á ísskáps- hurðinni og meiri óreiða. Í raun jókst óreiðan í réttu hlutfalli við fjölda barna,“ segir Jóhanna Sigríður Hannesdóttir, blaðamaður á Sunnlenska, sem í BA-rit- gerð sinni í þjóðfræði við Háskóla Íslands fjallar um hvernig ísskápshurðir endur- spegla eigendur þeirra og samfélagið sem þeir búa í. Hún segir marga hafa hváð þegar þeir heyrðu af því að hún væri að vinna lokaritgerð í háskóla um ísskápshurðir en hugmyndina fékk hún eitt sinn þeg- ar hún var að horfa á ísskápshurðina hjá tengdamóður sinni, áttaði sig á því hversu gjörólík hún var ísskápshurðinni á hennar eigin heimil og fór að velta fyrir sér hvort skreytingar, miðar og myndir á ísskáps- hurðum – eða skortur á þeim – gæti veitt innsýn í líf heimilisfólks. Við vinnsluna tók hún allt að klukku- stundar löng viðtöl við viðmælendur sína um hvað væri á ísskápshurðinni þeirra, og hvers vegna. Í framhaldinu óskaði hún eftir myndum frá fólki af ísskápshurðum auk upplýsinga um heimilishald. „Það kom mér einna mest á óvart við rannsókn þessa hversu algengt er að konan á heimilinu sjái um að skreyta ís- skápshurðina. Jafnframt komst ég á snoð- ir um að sá eða sú sem helst sér um matseldina á heimilinu er einnig sá eða sú sem helst setur hluti á ís- skápshurðina. Oftar en ekki er það einmitt húsmóðirin. Þar sem karlmaðurinn er virkur í eldhúsinu setur hann líka hluti á ísskápshurðina. Það virðast vera bein tengsl milli aukinn- ar virkni karlmannsins í eld- húsinu og þess að hann setji hluti á ísskápshurðina í aukn- um mæli,“ segir Jóhanna en tekur fram að það hafi alls ekki verið ætlun hennar með verkefninu að skoða kynjaskiptingu sérstak- lega. Hún hafi þó ekki getað hunsað þessar niðurstöður. „Ísskáps- hurðin tilheyrði kon- unni fyrst og fremst. Virðist það tengjast því að eldhúsið er oftar en ekki stað- ur konunnar - þó að við séum komin á 21. öldina,“ segir hún. Jóhanna telur það enga tilviljun að við- mælendur hennar völdu að setja minnismiða, stundatöflur og fleira á ísskápshurðina en ekki einhvern annan stað. „Við ísskápinn er einfaldlega mesta umferðin. Fólk þarf að borða á hverjum degi og því er líklegt að fólk reki augun í eitthvað sem stendur á hurðinni, eitthvað sem þarf að muna,“ segir hún. „Við rannsókn mína varð ég oft sorg- mædd, sérstaklega þegar ég greindi að- sendu myndirnar. Þær myndir fékk ég sendar frá alls konar fólki, einstæðingum og fjölskyldufólki, ungum sem öldnum. Maður sá vel á þessum myndum hvað tím- inn líður hratt og hvernig ísskápshurðin tekur stakkaskiptum þegar börnin flytja að heiman. Þá verður minni óreiða á ís- skápshurðinni og um leið fær hún á sig einmanalegan blæ,“ segir Jóhanna. Hún tekur fram að niðurstöður hennar sé ekki hægt að yfirfæra á samfélagið án varnagla og varast skuli alhæfingar. „Ef það er eitthvað sem ég komst að með rannsókn minni er það að ísskápshurðir er vert er að rannsaka nánar,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kvennaveldi á ísskápshurð Hvaða skraut, myndir og minnismiðar rata á ísskápshurðina getur sagt margt um fjölskylduna eða einstaklinginn sem býr á heimilinu. Þessu komst Jóhanna Sigríður Hannesdóttir að en hún kynnti sér sérstaklega ísskápshurðir í lokaverkefni sínu í þjóðfræði. Þó ekki sé hægt að alhæfa út frá niðurstöðunni var skýrt að ísskápshurðin tilheyrir húsmóðurinni á heimilinu sem sér að mestu um að setja hluti þar á. Ísskáps- hurðin tekur stakkaskipt- um þegar börnin flytja að heiman.  Þjóðfræði jóhanna rannSakaði ÍSSkápShurðir Í lokaritgerð Ískápsshurð hjá 5 manna fjölskyldu þar sem ýmislegt leynist, til að mynda stundatöflur, upplýsingar um eldvarnir og segulbókstafir. Ísskápshurð hjá einstæðingi þar sem öllu fátæklegra er um að lítast, en þó nokkrar upp- skriftir og hógvær innkaupalisti. Jóhanna Sigríður Hannesdóttir, BA í þjóðfræði við Há- skóla Íslands. Hinsegin flóttamenn á leið til Íslands Félags- og húsnæðismálaráðherra og utan- ríkisráðherra hafa samþykkt tillögu flótta- mannanefndar um móttöku fimm hinsegin flóttamanna frá Simbabve, Úganda og Kamerún og sex manna fjölskyldu frá Afgan- istan. Móttökusveitarfélög flóttafólksins eru Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær. Tillaga flóttamannanefndar um móttöku fólksins byggist á samþykkt ríkisstjórnar- innar frá 10. september síðastliðnum þar sem ákveðið var að taka annars vegar á móti hinsegin fólki og hins vegar konum í hættu frá Afganistan, alls 10 – 14 ein- staklingum. Flóttamannanefnd skoðaði umsóknir flóttafólks sem Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna lét nefndinni í té. Reykjavíkur- borg verður móttökusveitarfélag hinsegin flóttafólksins og hefur því átt aðkomu að málinu með flóttamannanefnd. Ein kona er í hópi flóttafólksins, hinir fjórir eru karlmenn. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem þau hafa sætt vegna kynhneigðar sinnar. -sda UNICEF á Íslandi hóf í gær neyðar- söfnun fyrir börn í Suður-Súdan. Ástandið þar í landi er grafalvarlegt og segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að ef ekkert verði að gert muni helmingur landsmanna vera á flótta, hungraðir eða dánir fyrir lok árs. 12 milljónir manna búa í Suður- Súdan. Helmingur þeirra er börn. Yfir 50.000 vannærð börn munu láta lífið á næstu vikum og mánuðum fái þau ekki tafarlausa aðstoð, að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Neyðarsöfnun fyrir börn í Suður-Súdan Nýsköpunarsjóður hefur áform um að stofna nýjan fjárfestingarsjóð með því að fá lífeyrissjóðina til að leggja með sér í sjóð. Vinnuheiti sjóðsins er Silfra. Orri Hauksson, fráfarandi formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA), fjallaði um sjóðinn á ársfundi NSA í gær og í ársskýrslu NSA. „Það væri jákvætt fyrir hagkerfið ef hann kemst á koppinn,“ sagði Orri og lagði áherslu á að hér á landi vantaði fé til sprotafjárfestinga og fáir varanlegir fjárfestar á því klakstigi fyrirtækja aðrir en Nýsköpunarsjóður, sem hafi ekki burði til að fjárfesta í öllum þeim hugmyndum sem hann telji vænlegar. Orri benti á að NSA hafi aðeins fjárfest í tveimur nýjum fyrir- tækjum í fyrra og engu það sem af er ári. Sjóðurinn sé nú næstum fullfjárfestur og geti illa tekist á hendur ný verkefni nema hann gangi út úr öðrum fyrst. Sjá síðu 12. -sda Vilja lífeyrissjóðina í fjárfestingasjóð PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 41 67 3 Flottar útskriftargjafir – okkar hönnun og smíði Sími 552 4910 jonogoskar.is Laugavegi 61 Kringlan Smáralind 2 fréttir Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.