Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 32
É g og sonur minn höfum safnað þessu í 20 ár,“ segir Guttormur Þor-finnsson, 49 ára húsa-
smiður, sem safnar legókubbum.
Hann segist hreinlega ekki vita
hversu mikið af legókubbum hann
á en hluti af þeim er á sýningu sem
stendur yfir á 2. hæð í Smáralind.
Guttormur segist ekki geta skýrt
þennan mikla áhuga sinn á legói.
„Ég var bara legópolli. Sumir
strákar voru legópollar og eru
svo húsasmiðir í dag,“ segir hann
kómískur.
Þegar sonur Guttorms, Þor-
finnur Guttormsson, var lítill
drengur byrjaði hann að kaupa
legó handa honum. Guttormi
fannst legókubbarnir ekki síður
heillandi en syninum og ákvað að
fara að safna þeim. „Þegar strák-
urinn minn var 12 ára spurði
ég hann hvaða legó hann vildi í
jólagjöf en hann svaraði: „Pabbi,
eigum við ekki nóg legó?“ Ég fór
þá líka að safna Duplo-kubbum,“
segir Guttormur.
Þetta er fjórða sýningin sem
Guttormur heldur á kubbunum
sínum og sú stærsta til þessa. „Við
vorum í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir
tveimur árum. Þá var ekki nógu
gott aðgengi fyrir fatlaða og ekki
nógu mörg bílastæði en það er
allt til staðar hér í Smáralindinni.“
Þó meirihlutinn á sýningunni sé í
eigu Guttorms eru þar líka kubbar
í eigu annarra feðga sem safna
Star Wars-legói, þeir Eyvindur
Eggertsson og Hjálmar Alexander
Bergrósarson.
Óhætt er að segja að öll le-
góflóran sé á sýningunni, þar
eru stærri kubbar ætlaðir yngri
börnum og afar smáir sem krefjast
mikillar vandvirkni – þarna eru
lestir, frumskógur og kastalar,
og þó legóið sé í eigu karlmanna
er enginn skortur á prinsessum í
bleikum kastala. „Við erum búnir
að kaupa allt stelpulegó sem hefur
verið gefið út. Við feðgarnir erum
miklir femínistar,“ segir Gutt-
ormur.
Þrátt fyrir að eiga nóg legó til
að fylla fjöldann allan af 30 lítra
geymslukössum langar Guttorm
alltaf í meira legó. „Ég vil enn í
dag bara fá legó í jólagjöf. Ég á nóg
af bindum og kokteilhristurum.
Það er alltaf eitthvað sem vantar í
safnið,“ segir hann en er þó ekki
búinn að setja saman óskalistann
fyrir næstu jól.
Fyrir tveimur árum var Gutt-
ormur atvinnulaus og flutti til
Noregs þar sem hann fékk vinnu
við hæfi sem húsasmiður. Hann er
því aðeins hér á landi í sumarfríinu
sínu, og til að sýna kubbana. Hann
fer síðan aftur til Noregs eftir að
sýningunni lýkur þann 15. júní.
„Ég er bara hérna að monta mig af
legóinu mínu.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Guttormur Þorfinnsson húsasmiður fékk ungur áhuga á að
byggja úr legókubbum og hefur hann safnað legói í 20 ár.
Þegar sonur hans var 12 ára taldi hann að legósafnið væri
orðið nógu stórt en Guttormur lét það ekki stoppa sig og
enn þann dag í dag vill hann bara fá legó í jólagjöf. Saman
eiga þeir feðgar gríðarlegt magn af legókubbum, meðal
annars allt stelpulegó sem gefið hefur verið út.
Hefur safnað legó-
kubbum í 20 ár
Guttormur Þorfinnsson hefur ekki tölu á öllu legóinu sem hann á enda hefur hann safnað því í 20 ár. Ljósmyndir/Hari
Þeir feðgar hafa
jafnan áhuga á legói
sem er markaðssett
fyrir stelpur og eiga
þeir allar gerðir af
stelpulegói sem gefið
hefur verið út.
BENOÎT frá Ethnicraft
3ja sæta sófi 176.000 kr.
2ja sæta sófi 135.200 kr.
Stóll 92.000 kr.
Einnig
til í
grænu
Einnig
til í
rauðu
CHARLEEN frá Habitat
3ja sæta sófi 196.000 kr.
Stóll 99.200 kr.
BREYTON frá Habitat
3ja sæta sófi 156.000 kr.
20% afsláttur
sófadagar
af öllum
sófum í júní
TEkk COmpANY Og HABiTAT
kAupTúN 3
Sími 564 4400
vEfvERSLuN á www.TEkk.iS
Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18
og sunnudaga kl. 13-18
Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð
ESpOO svefnsófi 284cm br.
Litir: grátt, brúnt
196.000 kr.
32 viðtal Helgin 6.-8. júní 2014