Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 8
Fyrsta skóflu- stungan að Norðurljósa- rannsóknar- stöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin á mánudaginn. Ljósmynd/Utan- ríkisráðuneytið.  Háloftafyrirbæri „Galin“ HuGmynd Einars bEn orðin að vErulEika Norðurljósarannsóknar- stöð rís á jörðinni Kárhóli Fyrsta skóflustungan tekin að húsi stöðvarinnar. Það mun hýsa tæki og vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn auk gestastofu fyrir ferðamenn. v eit duftsins son nokkra dýrlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Þannig hefjast Norðurljós Einars Benedikts- sonar og kunn er sú saga að skáldið og athafnamaðurinn hafi viljað selja þetta náttúru- undur á myrkum himni. Það þótti framúrstefnulegt en óraunhæft á sínum tíma, en svo er ekki lengur. Ferða- menn streyma til Íslands til að sjá himnana dansa. Nú nægir hins vegar ekki að skoða norðurljósin, þau á líka að rannsaka. Fyrsta skóflustunga að Norðurljósa- rannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit var tekin á mánudaginn en upp- bygging stöðvarinnar er liður í samkomulagi milli Rannís og Heimskautastofnunar Kína í Shanghæ, að því er utanríkisráðuneytið greinir frá. Íslensk sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory sem stofnuð var á síðasta ári, mun annast uppbyggingu og rekstur allrar aðstöðu á Kárhóli en stofnaðilar eru At- vinnuþróunarfélag Þingey- inga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar, Kjarni ehf og Arctic Portal, að því er segir á síðu ráðuneytisins. Byggð verður rúmlega 700 fermetra bygging sem hýsa mun rannsóknartæki og vinnuaðstöðu fyrir vísinda- menn auk gestastofu fyrir ferðamenn með sýningar- rými og litlum ráðstefnusal til kynningar á norðurljósunum og öðrum háloftafyrirbærum. Rannsóknarstarfsemi hófst haustið 2013 en starfsemi stöðvarinnar útvíkkar frekar þær mælingar sem þegar eru stundaðar hér á landi þar sem fyrirhuguð tæki og búnaður geta gefið ítarlegri upplýsing- ar um eiginleika norðurljósa en núverandi búnaður. Ýmsar stofnanir geta tekið þátt í rannsóknum stöðvar- innar, m.a. Veðurstofa Ís- lands, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands og Heimskautastofn- unin, stofnun um jarðvísindi í Kína, vísinda- og tæknihá- skóli Kína auk annarra þar- lendra stofnana. Af þessu tilefni segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á síðu ráðu- neytisins að alþjóðlegt sam- starf íslenskra mennta- og vís- indastofnana sé mikilvægur þáttur í stefnu stjórnvalda um þekkingaruppbyggingu og vísindasamstarf í málefnum norðurslóða. Í framhaldi af skóflustung- unni var haldið tveggja daga málþing á Akureyri, þar sem vísinda- og fræðimenn frá Norðurlöndunum og Kína, auk fulltrúa ríkja Norður- skautsráðsins fjölluðu um málefni norðurslóða. Kastljós Ríkisútvarpsins greindi frá því í október síð- astliðnum að sveitarfélög og opinber fyrirtæki á Norður- landi hefðu gengið inn kaup- samninga fyrirtækis Halldórs Jóhannssonar, talsmanns kínverska fjárfestisins Hu- angs Nubo, á Kárhóli. „Fyrir- tækið hafði keypt jörðina fyrir ári ásamt kínverskri heim- skautastofnun en ekki staðið við greiðslur,“ sagði á vef Ríkisútvarpsins í endursögn af umfjöllun Kastljóss. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Norðurljós yfir Grundarfirði. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Sumar 18 19. - 24. ágúst Brussel & Brugge Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Brussel er um margt merkileg menningarborg og á sögu allt aftur til 10. aldar. Skoðum glæsilegar byggingar og njótum lífsins á Grand Place torginu. Heimsækjum Brügge sem var löngum ein aðal hafnarborg landsins og njótum náttúrufegurðar við Maas ána, ásamt því að skoða dropasteinshella. Verð: 128.200 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Allar skoðunarferðir innifaldar! Sp ör e hf . Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir PI PA R\ TB W A -S ÍA Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Smellugas Einfalt, öruggt og þægilegt! Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar sækir Ísland heim síðar í mánuðinum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty  stjórnsýsla Góðir GEstir á lEiðinni Viktoria prinsessa í heimsókn Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og eiginmaður hennar, Daníel prins, eru væntanleg hingað til lands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, dagana 18. og 19. júní. Krónprinsessan og föru- neyti hennar mun eiga samverustund með Ólafi Ragnari og Dorrit Moussa- ieff forsetafrú, fá kynningu á íslensku tónlistarlífi og menningu í Hörpu, heim- sækja Hellisheiðarvirkjun og fyrirtækið Össur auk þess að fara í hvalaskoðun á Húsavík. Þá býður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra þeim til hádegisverðar. Í fréttatilkynningu frá for- setaembættinu kemur fram að á undanförnum árum hafi ríkisarfar Noregs og Danmerkur heimsótt Ísland í boði Ólafs Ragnars. Með þessari heimsókn Viktoríu krónprinsessu hafa því allir ríkisarfar Norðurlanda sótt Ísland heim. 8 fréttir Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.