Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 46
46 grænn lífsstíll Helgin 6.-8. júní 2014 S umarið er tími garðverkanna þegar íbúar byrja að undirbúa garða sína fyrir sumarið með tilheyrandi klipp- ingum og snyrtingu á gróðri. Á höfuð- borgarsvæðinu fellur til mikið magn af garðaúrgangi sem þarf að farga og þá koma endurvinnslustöðvar SORPU sterkar inn. „Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá okkur síðustu 3-4 vikurnar enda eru vor og sumar lang annasamasti tíminn á endurvinnslustöðvunum. Síðustu helgar höfum við ítrekað fengið upp í 1000 heimsóknir á dag á einstaka stöðvar og þegar svo er getur fólk þurft að bíða í nokkrar mínútur eftir að komast að,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva SORPU. Hann segir að yfirleitt taki menn því vel þótt einhver bið skapist og langflestir séu ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá og aðstöðuna sem boðið er upp á. Viðhorf notenda til þjónustunnar eru mæld reglulega og síðast voru um 90% þeirra sem komu á endurvinnslustöðvarnar sáttir eða ánægðir. Tillitssemi Að sögn Guðmundar eru helstu álagstímar á endurvinnslustöðvunum um helgar og tvær fyrstu klukkustundirnar eftir opnun á virkum dögum. Vilji menn forðast bið- raðir er því best að koma um miðjan dag í miðri viku. „Það flýtir mikið fyrir ef fólk hefur grófflokkað úrganginn áður en það kemur hingað, en sé ekki með allt í einni hrúgu og þurfi að byrja á að tína upp og flokka í mismunandi gáma. Þetta er ekki bara tímasparnaður fyrir þann sem kemur með úrganginn hingað heldur líka ákveðin tillitssemi við aðra sem bíða eftir að komast að.“ Hann segir að það skipti miklu að halda öðrum efnum, eins og möl og plasti, að- skildu frá almennum garðaúrgangi því hann sé nýttur til moltuframleiðslu. 36 flokkar Alls rekur SORPA 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem eru opnar alla daga vikunnar. Þar starfa um 30 manns á vöktum og segir Guðmundur að starfsfólkið leiðbeini fólki um flokkunina ef þörf er á, en alls er tekið við 36 flokkum af úrgangi á stöðvunum. Um 35 þúsund tonn af úrgangs- efnum berast inn á endurvinnslustöðvarnar á ári sem er heldur meira en allt það magn sem sorphirðan sækir til heimilanna á höfuð- borgarsvæðinu og skilar í móttökustöðina í Gufunesi. „Auðvitað er þetta ekki allt frá heimilum á svæðinu því hingað kemur líka úrgangur frá atvinnulífinu.“ Guðmundur segir að almennt gangi vel að fá fólk til að flokka það sem komið er með á endur- vinnslustöðvarnar, en um 70% af öllu sem þangað berst fer í einhverskonar endur- notkun, endurvinnslu eða endurnýtingu. Einungis 30% fara í urðun og er markvisst unnið að því að minnka það hlutfall. Gjaldtaka Endurvinnslustöðvarnar eru reknar sam- kvæmt sérstökum samningi á milli SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður vegna reksturs stöðvanna er greiddur af eigin aflafé endurvinnslustöðv- anna en sveitarfélögin greiða það sem upp á vantar. Sveitarfélögin innheimta svo aftur kostnaðinn af íbúum í gegnum fasteigna- gjöld. Þótt heimilin greiði fyrir losun á úrgangi sem til fellur við almennt heimilishald í gegnum skatta á það hins vegar ekki við um atvinnureksturinn sem einnig notfærir sér endurvinnslustöðvarnar. Því þurfa verktakar og aðrir í atvinnulífinu að greiða samkvæmt almennri gjaldskrá þegar þeir koma með úrgangsefni frá atvinnurekstri inn á stöðv- arnar. „Íbúar geta komið með úrgang sem fellur til við daglegan heimilisrekstur án þess að greiða móttökugjald, en ef það eru í gangi stórframkvæmdir á heimavígstöðvunum þurfa menn að greiða fyrir framkvæmda- úrgang og farma sem eru umfram 2 rúm- metra,“ segir Guðmundur. Aukin endurnotkun og endurvinnsla Guðmundur segir að hvers kyns endurnotk- un og endurvinnsla hafi aukist jafnt og þétt, sem sé mjög jákvæð þróun. Garðaúrgangur- inn sem berst á stöðvarnar er nýttur í moltu- framleiðslu og sem yfirbreiðsluefni á urðun- arstaðnum og það sama á við um steinefnin sem nýtast sem burðarlag í rekstri urðunar- staðarins. Öllu plasti er komið í endurvinnslu og sama er að segja um málma og pappír. Á síðasta ári var móttaka spilliefna endur- skipulögð til að auka öryggi við meðhöndlun þessara efna. Í stað þess að viðskiptavinir grófflokki sjálfir spilliefnin í mismunandi ílát er spilliefnum nú skilað á borð við spilliefna- gám- inn þar sem starfsmenn SORPU taka við og grófflokka þau, áður en þau eru send til frekari úrvinnslu hjá Efnamóttökunni hf. „Við viljum auðvelda íbúum að losna við spilliefni og höfum móttökuna eins örugga og þrifalega og hægt er. Við útbúum ferlana hjá okkur þannig að snerting almennings við spilliefnin sé sem minnst.“ Góði hirðirinn SORPA rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og þangað er farið með heillega muni sem berast á endurvinnslustöðvarnar og sem íbúar vilja að séu nýttir áfram. Allur ágóði af sölunni fer til góðgerðamála. Starfsemi Góða hirðisins hefur stóraukist á síðustu árum og nú fara um 2000 tonn árlega í endurnotkun í gegnum þennan farveg. SORPA er einnig með samstarf við ýmis líknar- og hjálpar- samtök eins og Rauða krossinn sem tekur við fötum og klæðum í sérstökum gámum á endurvinnslustöðvunum og Kristniboðs- sambandið sem tekur við skóm. „Það er stöðug þróun í gangi og við erum sífellt að leita nýrra leiða til að afsetja okkar efni með skynsamlegum hætti. Þannig erum við í samstarfi við Barnaheill sem fá reiðhjólin sem hingað berast. Á vegum Barnaheilla eru hjólin yfirfarin og þeim komið í hendur efna- minni fjölskyldna. Þetta skiptir hundruðum hjóla á hverju sumri.“ Um 70% af úrgangi sem berst á stöðvarnar er endurunnin Sumarið er löngu komið á endurvinnslustöðvum SORPU Mikið magn af garðaúrgangi berst inn á endurvinnslustöðvarnar á sumrin. Meðal þeirra sem njóta góðs af starfi endurvinnslu- stöðvanna er Kristniboðssambandið en frá því er þessi tunna þar sem safnað er skóm. Guðmundur Tryggvi við skilti sem skilgreinir þá 36 mismunandi flokka úrgangs sem tekið er við á endurvinnslustöðvunum. KYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.