Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann RóbeRt aRon HosteRt Fer stundum í sjósund með mömmu Róbert Aron Hostert er 23 ára handboltamaður sem hefur orðið Íslandsmeistari tvö síðustu tímabil, fyrst með Fram og nú ÍBV. Hann er á leið í atvinnumennsku í Danmörku. Róbert gengur í litríkum sokkum, horfir á Game of Thrones og hreinsar líkamann að indjánasið. Staðalbúnaður Ég held að ég sé mjög afslappaður í fata- vali en ég geri þær kröfur að fötin séu þægileg. Ég er eðlilega mikið í íþróttaföt- um þar sem ég æfi oft tvisvar á dag. Það má eiginlega segja að það fari eftir veðri hvernig ég klæði mig. Ég er mjög hrifinn af munstruðum, litríkum sokkum og flott- um skyrtum. Það er mjög misjafnt hvar ég kaupi fötin mín en oftast er það frá Urban Outfitters, Sautján eða KronKron. Ég er mikill Converse-maður og fer eigin- lega ekki út með ruslið án þess að vera í Converse-skóm. Eini aukahluturinn minn er teygja í hárið enda myndi ég bara týna öllu glingri. Hugbúnaður Ég æfi á hverjum degi og er duglegur að fara í potta og ísböð eftir það. Ég fer stundum í sjósund, en það er oftast yfir sumartímann og þá með mömmu sem er sjósundsjaxl. Einnig finnst mér frábært að fara í svett þar sem ég hírist inni í tjaldi í 3-4 klukkutíma í steikjandi hita og svitna rækilega. Þetta er hreinsun á indjánavísu og mæli ég eindregið með því. Ég hef eytt mjög góðum tíma í vetur í bíómyndir og sjónvarpsþætti. Uppáhalds þættirnir þessa stundina eru Game of Thrones, The Killing og Breaking Bad. Ég er ekki mikið fyrir djammið en er þó ennþá að jafna mig eftir mikinn fögnuð Íslandsmeistaratitilsins. Nú er ég fluttur aftur til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum og er á leiðinni til Danmerkur í atvinnu- mennsku í handbolta núna í júlí. Vélbúnaður Ég er ekki sama tæknitröllið utan vallar- ins og inni á honum. Ég er ekki mikill Fa- cebook-maður, en kíki þó reglulega á það apparat. Ég á síma eins og flestir aðrir en ekkert af dýrari gerðinni. Var með Nokia 33-10 á þessu ári þangað til pabbi sagði stopp og gaf mér einhvern nýlegri sem ég veit varla hvað heitir. Ég er hinsvegar mikið í Playstation með vinum þegar tími gefst til og við spilum eiginlega bara FIFA. Það hefur oft kostað blóð, svita og tár í vinahópnum, enda tökum við þessu öllu saman mjög alvarlega. Þeir sem taka þessu ekki alvarlega fá ekkert að spila með! Aukabúnaður Ég er mikill matmaður og góður matur skiptir mig miklu máli. Uppáhalds matur- inn minn er naut, humar og sushi. Ég hata líka ekkert góðan hamborgara. Einsi kaldi í Vestmannaeyjum er í uppáhaldi hjá mér. Hann er alltaf með góðan mat og mæli ég eindregið með þeim toppstað. En svo fær Culiacan mitt atkvæði hérna í bænum þessa stundina enda frábær og hollur skyndibiti. Þessi fáu skipti sem ég fer á bar þá panta ég mér oftast White Russian. Ég hef ekki feng- ið mikinn frítíma í að ferðast í gegnum tíðina vegna landsliðsverkefna í yngri flokkum. Ég hef þó farið á ýmsa staði með þeim. Sem eru oftast skrítnir staðir eins og einhver- staðar í Serbíu eða Slóvakíu. En það sem stendur upp úr af öllum þeim stöðum sem ég hef komið á eru Vest- mannaeyjar og að sjálfsögðu er það minn uppáhalds- staður!  appafenguR Frozen Story book Deluxe Disney-myndin Frozen hefur slegið ræki- lega í gegn og margir foreldrar eflaust orðnir þreyttir á að börnin krefjist þess að horfa á myndina helst daglega. Fyrir litla aðdáendur er nú komið app þar sem Frozen er orðin að sögubók sem er lesin upphátt á ensku, og er hvert orð í bókinni feitletrað á meðan það er lesið til að auðvelda börnum að fylgjast með. Appið er ætlað fyrir börn frá sex ára aldri og er hægt að snúa iPhone-inum eða iPad- inum í sögunni og þá er skipt um sjónarhorn – sagan er ýmist sögð frá sjónarhorni Önnu eða Elsu. Auk sögunnar er hægt að fara í ýmsa leiki í appinu, teikna eða púsla saman klakabrotum. Einnig er hægt að horfa á stutt brot úr mynd- inni og meira að segja taka upp sína eigin rödd ef börnin vilja endursegja söguna á sinn eigin hátt. Það er hægt að ábyrgjast að aðdáendur Fro- zen verða ekki fyrir vonbrigðum með að kynn- ast Elsu og Önnu á þennan nýstárlega hátt. Appið kostar tæpa 4 dollara en það er ekki hátt verð fyrir allt það sem appið býður upp á. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Lj ós m yn d/ H ar i 68 dægurmál Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.