Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 17
saman síðar þegar aðstæður voru breyttar urðum við kærustupar. Stundum er sagt að maður eyði- leggi vináttuna með því að hefja ástarsamband en ég hef mjög góða reynslu af því að ganga að eiga vin minn,“ segir Kristín og hlær. „Við vorum bæði komin til vits og ára þegar við fórum að vera saman, ég tæplega fertug og hann 35. Við lögðum líka til nokkuð af börnum og eigum eina litla stelpu saman. Árni átti fyrir tvær dætur og ég þrjú börn.“ Hún stendur upp og sækir stækkaða ljósmynd sem hangir uppi á vegg til að skýra fjöl- skyldusamsetninguna. Hún bendir á dætur Árna, Guðrúnu 12 ára og Elísabetu 7 ára. Þarna eru líka börnin tvö sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar ættleiddu frá Indlandi, Unnur 15 ára og Jakob 13 ára, og loks Tómas Viktor 7 ára sem hún eignaðist með finnskum kærasta. Saman eiga þau Heið- björtu Önnu sem er tveggja og hálfs árs. Alls eru þetta því sex börn, 15 ára og yngri. Ættleidd frá Indlandi Ættleiðing Unnar og síðan Jakobs kom til eftir að Kristín og fyrrver- andi eiginmaður hennar fengu að vita að þau gætu ekki eignast börn saman. „Þá stóðum við frammi fyrir nokkrum möguleikum. Í staðinn fyrir að reyna tæknilegar leiðir talaði mjög sterkt til okkar að ættleiða. Á þessum tíma gekk það mjög hratt og vel fyrir sig og þau voru bæði bara um sex mán- aða þegar við fórum til Kalkútta og sóttum þau. Það var ógleymanlegt og stórkostlegt að verða foreldri á þennan hátt.“ Eftir að þau skildu eignaðist hún Tómas Viktor. Hann fer reglulega til pabba síns í Finnlandi og bíður þessa dagana spenntur eftir sumarheimsókn sinni þangað: „Hann vaknar alla morgna og spyr hvort hann sé að fara til Finnlands í dag,“ segir hún og brosir. „Strákarnir mínir eru báðir fatlaðir. Tómas Viktor greind- ist snemma með einhverfu og þroskahömlun. Jakob hefur alltaf verið heyrnarskertur en það hefur komið í ljós að hann glímir einnig við töluverða þroskaskerðingu. Hann hefur alltaf verið í almenna menntakerfinu en byrjar í Kletta- skóla í haust. Það er víst ekki óalgengt að þroskaskerðing komi almennilega í ljós á þessum aldri þegar þroskamunur eykst. Almennt er góð reynsla af því að börn fari í sérskóla á þessum tíma og ég er viss um að það á eftir að ganga vel. Það er erfitt á margan hátt að eiga fatlað barn en það er líka stórkostlegt að finna fyrir og kynnast aðstoðinni sem er til stað- ar í kerfinu fyrir fötluð börn. Við höfum mjög góða reynslu af því og erum full þakklætis í garð fag- fólksins í skólanum og í frístund- um. Tómas Viktor er að æfa sund með Öspinni sem er íþróttafélag Hún er dóttir séra Tómasar Sveins- sonar sem þjónaði sem prestur við Háteigskirkju í 45 ár en hann lét af störfum síðasta haust. „Pabbi var vígður til prests í Neskaupstað þar sem við bjuggum þegar ég fædd- ist. Margar af mínum fyrstu minn- ingum eru úr messum. Þegar ég óx úr grasi hafði ég alltaf mikinn áhuga á trúnni. Vissulega gekk ég í gegn um tímabil þar sem ég ætlaði að verða dýralæknir, eitt- hvað allt annað en prestur. Ég sá síðan að allar mínar helstu fyrir- myndir komu úr þessari átt og það lá beinast við fyrir mér að fara beint í guðfræðideildina eftir stúd- entspróf. Þetta var dásamlegur tími því ég hafði svo mikla gleði og yndi af faginu, biblíufræðunum og kirkjusögunni, en ekki síður þessu praktíska eins og að messa, hitta fólk og predika. Ég segi alltaf að presturinn predikar ekki bara í predikunarstólnum á sunnudög- um heldur í öllu sem hann gerir og segir, og öllum samskiptum hans.“ Árni og Kristín kynntust fyrst í guðfræðideildinni en voru þá bæði í öðrum hjónaböndum. „Við höfum vitað af hvort öðru í gegnum tíðina. Þegar leiðir okkar lágu Framhald á næstu opnu Hjónin Kristín Þórunn Tómas- dóttir og Árni Svanur Daníelsson ásamt börnunum sem frá vinstri eru Tómas Viktor 7 ára, Guðrún 12 ára, Unnur 15 ára,Elísabet 7 ára. Ættleiddu börnin eru 7 ára og loks Heiðbjört Anna se er á þriðja ári. Ljósmyndir/Hari Miðasala er hafin á harpa.is og midi.is 4 dagar. 9 tónleikar. 13.–16. júní. Listrænn stjórnandi Víkingur Heiðar Ólafsson A 3 / H G M MAHLER CHAMBER ORCHESTRA og Pekka Kuusisto 15. júní 4 dagar. 9 tónleikar. 13.–16. júní. MISSIÐ EKKI AF EINNI FREMSTU HLJÓMSVEIT OKKAR TÍMA „Þessum tónlistarmönnum hefur tekist að skapa hina fullkomnu hljómsveit.” Claudio Abbado viðtal 17 Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.