Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 34
Diana, sem er hörpu- leikari og miðaldadans- ari, túlkar Kristínu og flamenkó- dansarinn José „Boca- illo“ túlkar prinsinn. Frásögn mín er svo grindin sem dans- ararnir og tónlistarfólkið vefa sína list í kringum og fylla þannig orð mín fegurð tóna og hreyfingar. Þ að var ein af þessum tilviljunum lífsins, sem eiga það til að leiða eitt af öðru, sem kom mér út í þetta verkefni,“ segir Kristinn R. Ólafsson, einn höfunda verksins. Kristin þekkja flestir af pistlum hans í Ríkisút- varpinu sem hafa borist okkur til eyrna frá Madríd í fjölda ára. Nú er hann fluttur heim en segist þó alltaf vera með annan fótinn í Madríd. „Þannig var mál vaxið að norska sendiráðið í Madríd bauð mér til Madrídar í fyrra til að halda litla tölu um íslenska nútímalist. Þetta var á miklum fundi þar sem saman voru komnir um 400 aðilar úr spænska menningargeiranum, en fundurinn var haldinn til þess að kynna styrki úr þróunarsjóði menningar EES og EFTA.“ Kristinn segist ekki vera neinn sérfræð- ingur í nútímalist en hann hefur þó komist nokkuð skammlaust frá verkinu því stuttu síðar hafði „Arjé“, fyrirtæki sem sér um framleiðslu á menningarviðburðum, sam- band við hann. „Þau höfðu samband við mig til að hittast yfir kaffibolla í Madríd, eða reyndar var það nú bjór,“ segir Krist- inn og hlær. „Við fórum að spjalla um mögulegt efni sem tengdist Íslandi og þá flaug mér þetta allt í einu í hug, að nota söguna um Kristínu prinsessu Hákonar- dóttur Noregskonungs sem Sturla Þórðar- son ritaði á 13. öld. Ég var nú alls ekkert að bjóða mig fram, en þeim datt í hug að ég tæki þátt í verkinu.“ Saga Kristínar prinsessu sögð með tónlist og dansi Kristinn er sögumaður verksins og byggir frásögn sína á höfundinum, Sturlu Þórðar- syni, en í Hákonar sögu Hákonarsonar segir hann frá ferð Kristínar prinsessu til Spánar og giftingu hennar þar. „Kristín giftist vorið 1258 og deyr svo 1262 af ókunnum ástæðum. Hún hverfur svo úr sögunni þar til á sjötta áratug síðustu aldar þegar menn opna steinkistu í litlu þorpi á norðanverðum Spáni, og telja sig þar finna Kristínu,“ segir Kristinn en þriðja sýningin á verkinu var einmitt í þessu litla þorpi. Aðalflytjendur verksins eru spænskir tón- listarmenn og dansarar. „Diana, sem er hörpuleikari og miðaldadansari, túlkar Kristínu og flamenkódansarinn José „Bocaillo“ túlkar prinsinn. Frásögn mín er svo grindin sem dansararnir og tón- listarfólkið vefa sína list í kringum og fylla þannig orð mín fegurð tóna og hreyfingar. Í fyrsta skipti í sögunni segja þau mér, kveðst spænsk miðaldatónlist og flamenkó- ið á.“ Íslenskt rapp undir flamenkótakti „Miðaldatónlistin á Spáni er af ýmsum toga, meðal annars þeim sem kallast „mudéjar“, en það er list múslímskra manna sem bjuggu meðal kristinna manna á miðöldum. Á 13. öld, þegar þessi saga gerist, þá er allur Spánn nema Granada- ríki komið í hendur kristinna manna á ný. En ein af rótum flamenkósins er einmitt þessi mudéjar-tónlist. Þannig að í verkinu mætast þessar tvær stefnur á miðri leið en svo tekur flamenkóið við.“ Verkið var frumsýnt í Madríd 22. maí og hefur fram til þessa verið flutt á spænsku en nú verður það flutt á íslensku. „Já, og þess má nú kannski geta að ég rappa vísu við flamenkótakt beint upp úr Hákonar- sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn og kveður eitt erindi með stórkostlegum tilþrifum. „Ég tek þetta á mjög hörðum errum og norræn tunga hljómar mjög framandi í spænskum eyrum þó að ég reyni ekki að bera þetta fram með 13. aldar framburði heldur á nútímaíslensku. Ég skrifaði verkið á spænsku svo nú er ég að berjast við að fínpússa þetta á íslensku. Því fylgir tiltekinn vandi þar sem ég þarf að finna mér málsnið. Einhvern milliveg milli fornmálsins og tungu nútímans svo þetta verði nú skiljanlegt,“ segir Kristinn sem hvetur alla til að koma og sjá þetta nýstár- lega verk í Þjóðleikhúsinu, „enda aðgangs- eyririnn mjög alþýðlegur, aðeins 2900 kr.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Rappar fornsögur í takt við flamenkó Fornsaga, flamenkó, dans og spænsk miðaldatónlist fléttast saman á fjölum Þjóðleikhússins í næstu viku. Kristinn R. Ólafsson er einn höfunda nýs tónleikhúsverks þar sem spænskir tónlistar- menn og dansarar flytja sögu Kristínar prinsessu Hákonardóttur í verkinu „Kristín prinsessa og kynngin“. Verkið er byggt á Hákonar sögu Hákonarsonar eftir Sturlu Þórðarson og segir frá ferð Kristínar prinsessu til Spánar og giftingu hennar þar á 13.öld. Fjölmiðlamaðurinn Kristinn R. Ólafsson, gjarnan kenndur við Madrídarborg, er einn höfunda tónleikhúsverks sem flutt verður í Þjóðleikhúsinu í næstu viku. Ljósmynd/Hari Kristinn R. með flamenkódönsurum og tónlistarmönnum sem troða munu upp í Þjóðleikhúsinu. Það er alltaf gott að koma á Bifröst. Öll aðstaða til náms er til fyrirmyndar og stuðlar að góðum árangri í námi. Íbúðarhúsnæði á staðnum er hagkvæmt og fjölbreytt og hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum. Á Bifröst er stutt í óbeislaða náttúru og þar eignast fólk vini fyrir lífstíð. Nánari upplýsingar á nam.bifrost.is Öflugur og nútímalegur háskóli í Borgarfirði Vandað nám í heillandi umhverfi Kynntu þér nám í Háskólagátt og grunnnámi við Háskólann á Bifröst. 34 menning Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.