Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 72
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
RagnheiðuR haRpa LeifsdóttiR
Bakhliðin
Listgjörningur
með flugvélum
Aldur: 26 ára.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Menntun: Sviðshöfundabraut LHÍ.
Starf: Listamaður og allskonar.
Fyrri störf: Tjaldstæðisvörður, brúðu-
leikari, leikmunadeild Þjóðleikhússins,
uppsetning leiksýninga, jafningjafræðsla,
útvarpsleikhúsið og skipverji á bát.
Áhugamál: Þessa dagana eru það
veðurspár og skýjafar. Að baka súrdeigs-
brauð, horfa á heimildarmyndir, ganga,
hjólreiðar og jóga.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Stjörnuspá: Þú þarft á aðstoð að halda
til þess að hrinda áhugamáli þínu í fram-
kvæmd. Reyndu að velja úr en ekki bara
láta berast með straumnum.
Ragnheiður ein besta mann-eskja sem ég þekki,“ segir æskuvinkonan, Berglind
Sunna Stefánsdóttir. „Hún er
góðhjörtuð í gegn og hugsar út
fyrir rammann sem við svo mörg
erum föst í. Hún lætur hluti verða
að veruleika – hjá henni gerast
ævintýralegustu hlutir. Hún er
mikið fiðrildi sem lendir í miklum
ævintýrum. En þar sem hún er
svo mikið fiðrildi getur verið erfitt
að fanga athygli hennar. Hún er
bjartsýn og jákvæð og hún býst við
að allir séu frá svo frá svo góðum
stað að stundum kemur heimurinn
harkalega á móti. Hún er hug-
rökk og verkið hennar ber vott um
það og er ég viss um að þar munu
töfrar takast á loft.“
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir listakona
frumflytur í dag, föstudag klukkan 17.45,
nýtt verk – lokaverk Listahátíðar í Reykja-
vík – með þátttöku listflugmannanna
Sigurðar Ásgeirssonar, Björns Thors og
Kristjáns Þórs Kristjánssonar og kórsins
Kötlu. Flugvélarnar teikna form í háloftin
sem kórinn túlkar í söng en honum verður
útvarpað í Víðsjá á meðan á fluginu stend-
ur. Áhorfendur eru hvattir til að safnast
saman við Sólfarið á Sæbraut, njóta list-
flugsins og hlýða samtímis á söng kórsins
Kötlu í útsendingu Víðsjár á Rás 1.
Hrósið...
fær Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði fimmtánda
landsliðsmark sitt gegn Eistlandi. Mörkin hefur hann
gert í 23 leikjum og er nú þriðji markahæsti leik-
maður íslenska landsliðsins frá upphafi.
Fallegar Útskriftargjafir
Verð 59.900,-
Verslun Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99