Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 25
M ér finnst þetta algerlega geðveikt. Það gerist ekki flottara en að fara á HM. Ég er mjög stoltur,“ segir Jóhann Gíslason, faðir Arons Jóhannssonar. Jóhann og Helga Guðmunds- dóttir, móðir hans, fylgjast grannt með gengi sonarins. Þau munu sjá tvo leiki Arons á HM ásamt bróður hans og Magnúsi Agnari Magnús- syni, umboðsmanni Arons. „Við ætlum að sjá leikina við Portúgal og Þýskaland. Þetta verða tveir gríðarlega erfiðir leikir og það verður spennandi að sjá hvort Aron eigi eitthvað í pokahorninu. Það þarf allt að ganga upp til að þetta unga lið Ameríkananna eigi mögu- leika. Fyrsti leikurinn, við Gana, verður reyndar líka erfiður. Og þarna fylgist þið með öllum stórstjörnunum; Ronaldo, Özil og Jóhannssyni? „Jájá, ég ætla að bera þá alla sam- an,“ segir Jóhann og hlær. „Nei, maður vonar bara að strákurinn fái einhverjar mínútur og standi sig vel. Og ef amer- íska landsliðið nær góðum úrslitum þá verð ég góður.“ Bjóstu við því að hann gæti náð svona langt? „Já, ég hef sagt það frá því hann var níu eða tíu ára að hann ætti eftir að spila á þessu „leveli“. Hann hló alltaf bara að mér en hafði alltaf sín markmið og hélt þeim fyrir sig. Ég sagði honum að ef hann nennti að leggja mikið á sig þá gæti hann náð þessu. Það þarf nefnilega að fórna ansi mörgu. Það gleymist oft hvað íþróttamenn þurfa að fórna mörgu til að ná langt.“ Þetta hefur verið ótrúlegur upp- gangur hjá Aroni síðustu fjögur ár. Hann fer frá Fjölni út í atvinnu- mennsku og er nú að fara að spila á HM... „Já, þetta er nefnilega nokkuð sem allir íþróttamenn ættu að horfa á. Ef maður leggur hart að sér og hefur trú á sjálfum sér getur maður náð ansi langt, alveg sama í hvaða íþrótt það er. Aron hefur rétta hug- arfarið og hann fer aldrei léttustu leiðina í neinu. Hann fer alltaf sína leið. Eins og þegar hann valdi að spila fyrir Bandaríkin. Hann pælir ekki í því hvað öðrum finnst. Ég er ánægður með hann og ég var glað- ur þegar hann tók þessa ákvörðun. Þetta var samt hans val, alfarið.“ Hvað segir Aron? Það er mjög góður andi í liðinu. Það er meiri léttleiki yfir liðinu nú þegar það er búið að velja 23 manna hópinn,“ segir Aron Jóhannsson. Aron gat því miður ekki veitt Fréttatím- anum viðtal vegna anna við undirbún- ing fyrir HM en hann féllst á að svara nokkrum spurningum í tölvupósti. Aron hefur ekki verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum bandaríska liðsins og hann veit ekki hvort hann eigi víst sæti á HM. „Það eru þrír aðrir góðir framherjar þarna þannig að baráttan verður hörð. En ég mun gera allt sem ég get til að byrja inn á.“ Þið eruð í erfiðum riðli með Gana, Portúgal og Þýskalandi. Telurðu að þið eigið möguleika að komast áfram? „Já auðvitað. Ef við trúum ekki á verkefnið þá eigum við aldrei séns. Við erum klárir á því að við komumst áfram í riðlinum og það er markmiðið.“ Hvaða þjóð heldurðu að vinni HM? „Eru ekki Brassarnir sigurstrang- legastir á heimavelli?“ Ákvörðun þín að spila fyrir Bandaríkin vakti mikið umtal. Þó sumir hafi verið ósáttir virðist sem flestir séu orðnir spenntir að fylgjast með þér á HM. Heldurðu að Íslendingar séu ekki búnir að taka þig í sátt? „Jú, ég held það.“ Aron Jóhannsson á heimavelli með kærust- unni, Bryndísi Stefánsdóttur, og hundinum Míu. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir Trúði alltaf að hann gæti náð langt Alls eru sjö leikmenn í 23 manna hópi Bandaríkjanna með tvöfalt ríkisfang. Rétt eins og Aron völdu þeir að spila fyrir Bandaríkin. Fimm þeirra eru aldir upp í Þýskalandi og eru synir bandarískra hermanna. Þeir eru John Anthony Brooks, Timothy Chandler, Fabian Johnson, Jermaine Jones og Julian Wesley Green. Þá er Mix Diskerud hálfur Norðmaður. Fjölþjóðlegur her HÆSTA EINKUNN Ap ríl 2 01 3 Í könnun Neytendablaðsins, 1. tbl. 60. árg. mars 2014, fékk Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK bestu einkunn. Sænska neytendablaðið Råd & Rön gerði úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og kom Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK best út. Þetta er fjórða árið í röð sem Siemens uppþvottavél hlýtur fyrsta sætið*. Vélin fær toppeinkunn fyrir þurrkhæfni, þökk sé einstakri nýjung: zeolite-þurrkun, sem skilar sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui. Frekari upplýsingar um þessa uppþvottavél er að finna á heimasíðu okkar, www.sminor.is. *SN 45M203SK, Råd & Rön, 8. tbl. 2010; SN 45M206SK, Testfakta, 16.9. 2011 (www.testfakta.se); SN 45M205SK, Råd & Rön, 4. tbl. 2012; SN 45M231SK, Råd & Rön, 3. tbl. 2013. www.sminor.is Sigurgangan heldur áfram! úttekt 25 Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.