Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 16
Það er mikil-
vægt í svona
stjúpfjöl-
skyldu að
allir finni
að þeir eru
teknir gildir
og upplifi
að þeir hafi
sterka stöðu
innan fjöl-
skyldunnar.
Hvítasunnan er
fjölmenningarhátíð
Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir tekur við sem sóknarprestur í Laugarneskirkju í haust. Hún er gift
séra Árna Svani Daníelssyni og alls eiga þau 6 börn, þar af eitt saman, þannig að iðulega er mikið
líf í tuskunum á heimilinu. Kristín er alin upp á prestsheimili og ákvað snemma að það yrði einnig
hennar leið í lífinu. Henni þykir afar vænt um hvítasunnuna sem hún lítur á sem fjölmenningarhátíð
kirkjunnar. Þau hjónin eru afar samhent, þau blogga saman, reyna að eiga hjónastund á hverjum
morgni, og bæði eru þau komin með hjólabakteríuna.
E
r þetta hjólaslá?“ er það
fyrsta sem séra Kristín
Þórunn Tómasdóttir
segir eftir að við heils-
umst, og það er ekki
laust við að það sé eftirvænting í
röddinni. Það passar, ég er í regn-
heldri hjólaslá þó þennan daginn sé
ég á bíl. „Úr Reiðhjólaverzluninni
Berlín?“ Það passar líka. „Hjólreið-
ar eru nýja sameiginlega áhuga-
mál okkar hjónanna,“ segir hún.
Eiginmaður Kristínar er séra Árni
Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri
hjá Biskupsstofu og sérþjónustu-
prestur, og því eru það tveir prestar
sem búa á þessu hlýlega heimili við
Langholtsveginn. „Ég hafði ekki
hjólað lengi en í vor keypti ég mér
hjól í Berlín. Ég er að leysa af sem
prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ
og treysti mér ekki til að hjóla
þangað í átakinu „Hjólað í vinnuna“
þannig að við maðurinn minn hjól-
uðum saman niður á Laugaveg þar
sem hann vinnur. Þar geymdi ég
litla bílinn okkar og fór svo á honum
í Vídalínskirkju, og í lok vinnudags
keyrði ég aftur niður á Biskups-
stofu og við hjóluðum saman heim.
Mér finnst vel vera hægt að tileinka
sér bíllausan lífsstíl í auknum mæli
án öfga. Það er allt í lagi að ákveða
bara að í dag verð ég bíllaus eða um
helgina ætla ég að vera bíllaus. Það
er strax í áttina.“
Breytingar eru í vændum hjá
Kristínu því í lok síðasta mánaðar
skipaði biskup Íslands hana sóknar-
prest Laugarnesprestakalls og tekur
hún við embættinu þann 1. sept-
ember. Séra Bjarni Karlsson hefur
þjónað við Laugarneskirkju frá árinu
1998 en í vetur fór hann í námsleyfi
til Bandaríkjanna og séra Sigurvin
Jónsson hefur leyst hann af. „Ég tek
við frábæru búi frá Bjarna og Sigur-
vin. Laugarneskirkja er svo heillandi
söfnuður. Hann er með sterka sjálfs-
mynd og hefur unnið að því að lyfta
upp málefnum minnihlutahópa og
þeirra sem eru á jaðrinum í samfé-
laginu,“ segir hún en þar hafa verið
haldnar sérstakar guðsþjónustur til-
einkaðar samkynhneigðum, fátækum
og fólki með ADHD, svo eitthvað sé
nefnt. „Þetta er sókn sem er í heil-
brigðum og afslöppuðum tengslum
við nærumhverfið sem hún er að
þjóna. Það er sannkallaður fjársjóður
í öllu því frábæra fólki sem starfar
við kirkjuna, sjálfboðaliðar í sóknar-
nefnd og starfsfólk kirkjunnar. Það
verður gleðiefni að takast á við þetta
verkefni.“
Gekk að eiga vin sinn
Kristín var alin upp á prestsheimili.
16 viðtal Helgin 6.-8. júní 2014