Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 16
Það er mikil- vægt í svona stjúpfjöl- skyldu að allir finni að þeir eru teknir gildir og upplifi að þeir hafi sterka stöðu innan fjöl- skyldunnar. Hvítasunnan er fjölmenningarhátíð Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir tekur við sem sóknarprestur í Laugarneskirkju í haust. Hún er gift séra Árna Svani Daníelssyni og alls eiga þau 6 börn, þar af eitt saman, þannig að iðulega er mikið líf í tuskunum á heimilinu. Kristín er alin upp á prestsheimili og ákvað snemma að það yrði einnig hennar leið í lífinu. Henni þykir afar vænt um hvítasunnuna sem hún lítur á sem fjölmenningarhátíð kirkjunnar. Þau hjónin eru afar samhent, þau blogga saman, reyna að eiga hjónastund á hverjum morgni, og bæði eru þau komin með hjólabakteríuna. E r þetta hjólaslá?“ er það fyrsta sem séra Kristín Þórunn Tómasdóttir segir eftir að við heils- umst, og það er ekki laust við að það sé eftirvænting í röddinni. Það passar, ég er í regn- heldri hjólaslá þó þennan daginn sé ég á bíl. „Úr Reiðhjólaverzluninni Berlín?“ Það passar líka. „Hjólreið- ar eru nýja sameiginlega áhuga- mál okkar hjónanna,“ segir hún. Eiginmaður Kristínar er séra Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu og sérþjónustu- prestur, og því eru það tveir prestar sem búa á þessu hlýlega heimili við Langholtsveginn. „Ég hafði ekki hjólað lengi en í vor keypti ég mér hjól í Berlín. Ég er að leysa af sem prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ og treysti mér ekki til að hjóla þangað í átakinu „Hjólað í vinnuna“ þannig að við maðurinn minn hjól- uðum saman niður á Laugaveg þar sem hann vinnur. Þar geymdi ég litla bílinn okkar og fór svo á honum í Vídalínskirkju, og í lok vinnudags keyrði ég aftur niður á Biskups- stofu og við hjóluðum saman heim. Mér finnst vel vera hægt að tileinka sér bíllausan lífsstíl í auknum mæli án öfga. Það er allt í lagi að ákveða bara að í dag verð ég bíllaus eða um helgina ætla ég að vera bíllaus. Það er strax í áttina.“ Breytingar eru í vændum hjá Kristínu því í lok síðasta mánaðar skipaði biskup Íslands hana sóknar- prest Laugarnesprestakalls og tekur hún við embættinu þann 1. sept- ember. Séra Bjarni Karlsson hefur þjónað við Laugarneskirkju frá árinu 1998 en í vetur fór hann í námsleyfi til Bandaríkjanna og séra Sigurvin Jónsson hefur leyst hann af. „Ég tek við frábæru búi frá Bjarna og Sigur- vin. Laugarneskirkja er svo heillandi söfnuður. Hann er með sterka sjálfs- mynd og hefur unnið að því að lyfta upp málefnum minnihlutahópa og þeirra sem eru á jaðrinum í samfé- laginu,“ segir hún en þar hafa verið haldnar sérstakar guðsþjónustur til- einkaðar samkynhneigðum, fátækum og fólki með ADHD, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er sókn sem er í heil- brigðum og afslöppuðum tengslum við nærumhverfið sem hún er að þjóna. Það er sannkallaður fjársjóður í öllu því frábæra fólki sem starfar við kirkjuna, sjálfboðaliðar í sóknar- nefnd og starfsfólk kirkjunnar. Það verður gleðiefni að takast á við þetta verkefni.“ Gekk að eiga vin sinn Kristín var alin upp á prestsheimili. 16 viðtal Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.