Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 44
M argrét Gauja Magnúsdótt-ir, bæjarfulltrúi og kenn-ari í Hafnarfirði, segir það engin geimvísindi að minnka notkun á plastumbúðum. Fyrr á árinu stofnaði hún Facebook-síð- una Bylting gegn umbúðum eftir að henni blöskraði hversu miklar plastumbúðir voru utan um eina os- taslaufu. Fylgjendur síðunnar eru nú á tíunda þúsund. „Ef allir myndu taka sig saman og vera duglegir að minnka notkun á plastumbúðum myndum við taka risastórt skref og draga úr urðun og rusli í umhverf- inu okkar,“ segir hún. Ætli fólk sér að minnka ruslið á heimilinu og stuðla að minni notkun á plasti segir Margrét gott að byrja á því að kynna sér hvar grenndar- stöðvar séu. Á höfuðborgarsvæð- inu er hægt að nálgast þær upplýs- ingar á heimasíðu Sorpu. „Ef engin grenndarstöð er nálægt er um að gera að þrýsta á bæjaryfirvöld að fá slíka. Núna eru víða plast- og papp- írsgámar og vonandi er ekki langt í að það komi einnig glergámar.“ Hún segir gott að safna saman öllu plasti sem ekki er hægt að fá skilagjald af, eins og til dæmis djús- flöskum, brúsum af uppþvottalegi og sjampói og fara með í gáma og eins með allan pappír í pappírs- gáma. „Þegar fólk byrjar á þessu sér það oft að það þarf ekki alla þessa plastpoka undir ruslið sitt.“ Plast þúsund ár að brotna niður Margrét reynir að nota alltaf fjöl- nota poka undir vörur þegar hún kaupir inn. „Það tekur smá tíma að venjast því og ég hef lært af reynsl- unni að það er mjög gott að geyma fjölnota poka úti í bíl svo maður átti sig ekki á því í búðinni að vera ekki með neinn poka og kaupi þá plastpoka.“ Hún segir ýmsa fallega fjölnota poka til í heilsubúðum og víðar. Mun umhverfisvænna er að nota maíspoka undir heimilissorp- ið því þeir brotna niður á nokkrum mánuðum en plastpoki getur verið þúsund ár að brotna niður. Ekkert plast utan um ávexti Þegar Margrét kaupir ávexti og grænmeti setur hún ekki hverja tegund í plastpoka, eins og gert er ráð fyrir í flestum verslunum. „Ég hafna orðið plasti mjög grimmt og set ávexti og grænmeti í körfuna og svo á afgreiðslukassann. Það eru líka til sniðug net undir ávexti og grænmeti,“ segir hún. Meðvitaðir neytendur Margrét hvetur fólk til að taka sín eigin ílát með sér, til dæmis þegar verslað er úr kjötborði og segir af- greiðslufólk almennt taka því vel. Þróunin hafi líka verið á þann veg að verslanir bjóði viðskiptavinum upp á að koma með sínar eigin um- búðir. Oft eru litlar vörur í stórum plast- umbúðum og segir Margrét mikil- vægt að fólk skoði úrvalið betur. Til dæmis fylgi því yfirleitt mun minna plast að kaupa hamborgara og hamborgarabrauð í sitt hvoru lagi. „Síðast en ekki síst þarf fólk að vera meðvitað og segja nei takk þegar plastið er of mikið. Til dæmis í bakaríum þegar hvert stykki er sett í sér poka. Þá er kjörið að biðja um að allt sé sett í sama pokann eða jafnvel ekki í poka.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is 44 grænn lífsstíll Helgin 6.-8. júní 2014 Með því að endurnýta lífrænan úr- gang getur fólk búið til sinn eiginn áburð sem kallast molta. Í jarðgerð- arkassa fara þau lífrænu efni sem til falla í garðinum, eins og til dæmis gras, greinar, afklippur plantna og ýmislegt úr eldhúsinu eins og afgangar af grænmeti, brauð, kaffi- korgur, te og þess háttar. Að sögn Agnesar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu– og markaðs- sviðs hjá Íslenska gámafélaginu, er molta mjög góður jarðvegsbætir og áburður. „Hún er rík af næringar- efnum sem eru lengi að losna út í jarðveg- inn og veitir því plöntum áburð í nokk- ur ár. Þegar moltan er til- búin er gott að blanda henni við jarðveg- inn, undir plöntur, við plöntur eða sem yfirlag í trjábeð,“ segir hún. Hvernig vitum við hvenær molt- an er tilbúin? „Það tekur átta til tíu mánuði fyrir fullþroskaða moltu að verða til og yfirleitt er nóg að fylgjast vel með henni, þreifa á henni og finna lyktina til þess að komast að því hvort hún er tilbúin. Tilbúin molta er kornótt og dökk að lit og lík mold að viðkomu, lykt og útliti.“ Allar nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.gamur.is og í síma 577 5757. Jarðgerum lífrænan úrgang Hægt er að búa til moltu úr ýmsum úrgangi sem til fellur í garðinum og eldhúsinu. Úr verður hin besta mold fyrir plöntur og tré. Moltan myndast við niðurbrot. Molta er jarðvegur myndaður með niðurbroti líf- ræns úrgangs við loftháðar aðstæður, þar sem hitakærar örverur melta úrganginn svo úr verður moldarkenndur massi. KYNNING Agnes Gunnars- dóttir er fram- kvæmdastjóri sölu- markaðs- sviðs hjá Íslenska gámafélaginu. Í mo ltuge rðar íláti má b úa ti l sína eigi n gr óður mold . Ílát ið verð ur á sérs töku tilbo ði til 23. j úní á 19.9 00 k rónu r Ég hafna orðið plasti mjög grimmt og set ávexti og grænmeti í körfuna og svo á af- greiðslukassann. Engin geimvísindi að minnka plastnotkun Margrét Gauja Magnúsdóttir reynir að sleppa því að nota óþarfa plast og segir það alls ekki vera flókið. Hún hvetur fólk til að taka með sér fjölnotapoka í verslunarleiðangurinn, ílát fyrir kjöt og fisk og sömuleiðis að setja ekki hverja tegund af ávöxtum og grænmeti í plastpoka. Margrét Gauja stofnaði síðuna Bylting gegn umbúðum í vor og eru fylgj- endur síðunnar nú á tíunda þús- und. Hún segir það taka smá tíma að venjast því að nota fjölnotapoka þegar keypt er inn og ráðleggur þeim sem fara á bíl í búðina að hafa alltaf slíkan poka tiltækan í bílnum. Ljós- mynd/Hari S amtökin Vakandi bjóða veitingahúsum upp á svokallaðan „Goodie Bag“ svo gestir geti tekið mat- arafganga með sér heim. Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi seg- ir það eiga að vera eðlilegasta mál að gestir kaffi- og veitinga- húsa taki matarafganga með sér heim. „Hugmyndin með pokunum er að það verði ekki lengur feimnismál að taka mat með sér heim. Fólk er búið að borga fyrir hann og það er hið versta mál að sóa mat,“ segir hún. Markmið samtakanna Vak- andi er að minnka matarsóun og eru pokarnir liður í því. „Það er ótrúlegt hvað við hend- um mikið af mat. Það er að öllu leyti mjög slæmt; bæði fyrir budduna og umhverfið. Úti í heimi er svo fólk sem sveltur. Talið er að þrjátíu prósent alls matar í heiminum sé sóað sem er óásættanlegt.“ Í haust verður ráðstefnan Zero Waste haldin á Íslandi í Matarafgangar með heim af veitingastöðum Samtökin Vakandi bjóða veitingastöðum upp á poka svo gestir geti tekið mat með sér heim. Hug- myndin er að ekki verði lengur feimnismál að taka mat með sér heim og að sama skapi að minnka matarsóun. Selina Juul, danskur frumkvöðull, kemur til landsins í haust og tekur þátt í ráðstefnu um matarsóun. samvinnu Vakandi, Landverndar og Kvenfélagasambands Íslands. Á ráðstefnunni mun Selina Juul halda fyrirlestur en í fyrra hlaut hún umhverfisverðlaun Norður- landaráðs fyrir störf sín fyrir dönsku samtökin Stop Spild Af Mad. Samtökin stofnaði Sel- ina árið 2008 og hafa þau haft mikil áhrif. Pokarnir sem Vakandi býður nú veitingahúsum koma frá dönsku samtökunum en þau gefa dönskum veitingahúsum slíka poka. Pokarnir kosta ekki neitt og geta áhugasamir pantað þá á Fa- cebook-síðu samtakanna Vakandi. Þar er einnig að finna ýmsan fróð- leik og skemmtileg ráð til að nýta matinn sem best. Samtökin Vakandi bjóða kaffi- og veitingastöðum poka svo gestir geti á auðveldan hátt tekið mat með sér heim. Rakel Garðars- dóttir hjá samtökunum Vakandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.