Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 20
Það eru nokkrar knattspyrnuhetjur sem aðeins hafa tekið þátt í einu heimsmeistaramóti, en þó náð að setja mark sitt á keppnina svo eftir þeim er munað. Lj ós m yn di r N or di cP ho to s/ G et ty Paolo Rossi, ÍtalÍu HM 1982 á Spáni (7 leikir – 6 mörk) Hetja Ítala á HM á Spáni árið 1982 var án efa hinn 26 ára gamli Paolo Rossi. Rossi hafði verið í tveggja ára banni frá fótbolta vegna veðmálaskan- dals í ítalska boltanum, en náði að spila rétt áður en HM hófst og var valinn í hópinn fyrir lokakeppnina, þrátt fyrir að þykja í lélegu formi. Rossi þótti skelfilegur í riðlakeppninni og fjölmiðlar lýstu honum sem draug, en í 8 liða úrslitum skoraði Rossi þrennu í mögnuðum 3-2 sigri á Brasilíu, sem nánast allir höfðu spáð sigri fyrir mótið. Hann hélt svo uppteknum hætti gegn Pólverjum og skoraði tvö mörk sem fleyttu Ítölum í úrslitaleik- inn gegn Þjóðverjum þar sem Rossi skoraði 1 mark í 3-1 sigri og Ítalir urðu heimsmeistarar. salvatoRe schillaci, ÍtalÍu HM 1990 í Bandaríkjunum (7 leikir – 6 mörk) Margir knattspyrnuáhugamenn ráku upp stór augu þegar Salvatore „Toto“ Schillaci mætti með ítalska landsliðinu á HM 1990 í Bandaríkjunum. Þessi lágvaxni 26 ára gamli framherji frá Juventus þótti ekki líklegur til afreka með landsliðinu en annað átti eftir að koma í ljós. Hann kom inn á í fyrsta leiknum gegn Austurríki og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Ítala. Hann átti svo eftir að skora 5 mörk til viðbótar í keppninni. Ítalir unnu bronsið og „Toto“ hreppti gullskó mótsins. Það fór lítið fyrir „Toto“ eftir þetta og lauk hann ferlinum 33 ára eftir 3ja ára veru í japanska boltanum. alan sheaReR, englandi HM 1998 í Frakk- landi (4 leikir – 2 mörk) Alan Shearer tók aðeins þátt í einni heimsmeistarakeppni fyrir Englands hönd, þrátt fyrir að spila 60 landsleiki fyrir þjóð sína. Shearer skoraði 1 mark í riðlakeppninni gegn Túnis, og svo annað í sögufrægum leik við Argentínu í 16 liða úrslitunum, sem lauk 2-2 og Argentínumenn unnu svo í vítaspyrnukeppni, þar sem okkar maður skoraði úr sínu víti. Leikurinn er þó frægari fyrir rautt spjald sem David Beckham hlaut, og enska þjóðin er enn að jafna sig á. PReben elkjæR laRsen, danmöRku HM 1986 í Mexíkó (4 leikir – 4 mörk) Preben Elkjær skaust upp á stjörnuhimininn á mótinu í Mexíkó árið 1986 fyrir ótrúlegan kraft og þrautseigju á vellinum, þótti illviðráðanlegur þegar hann tók á rás með boltann. Eftir að hafa sigrað með yfirburðum í sínum riðli voru Danir slegnir út af Spánverjum í 16 liða úrslitum en Elkjær skoraði 4 mörk í keppninni. Þrennan hans gegn Úrúgvæ í 6-1 sigri Dana er enn í dag talin einn af hápunktum danskrar knattspyrnusögu. Sumir þurfa bara eitt mót 20 fótbolti Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.