Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 26
Snorra Edda í rafrænni útgáfu Ein merkasta heimild sem til er um upphaf ásatrúar og norræna goðafræði, Snorra Edda, er aðgengileg í rafrænni útgáfu. Þröstur Geir Árnason, annar tveggja íslenskukennara sem þróaði rafrænu útgáfuna, segir skort á aðgengilegu kennsluefni á rafrænu formi. Þar sem ekki allir framhaldsskólanemar ráða við að lesa miðaldaíslensku færðu þeir einn kaflann nær nútímamáli en rafrænu útgáfunni fylgja einnig orðskýringar, verkefni og upplestur. V ið prufukeyrðum þetta náms- efni í Verzlunarskólanum í vor og nemendur tóku mjög vel í það. Þegar hafa fleiri skólar ákveðið að nota efni við kennslu næsta vetur,“ segir Þröstur Geir Árnason sem ásamt Gylfa Hafsteins- syni, samstarfsmanni sínum, hefur þróað rafræna útgáfu af Snorra Eddu, en báðir starfa þeir sem íslenskukennarar við Verzl- unarskóla Íslands. „Við byrjuðum að vinna að þessu í kjölfar umræðu um hvort framhaldsskólanemar al- mennt ráði við að lesa upprunalega miðalda- textann,“ segir Þröstur en í útgáfunni hafa þeir fært texta Gylfaginningar nær nútímamáli, en þar er með- al annars fjallað um sköpun heimsins og ragnarök. „Margir skólar eru einnig farnir að krefj- ast þess að nemendur komi með tölvur í skólann en síðan vantar aðgengilegt kennsluefni á raf- rænu formi þannig að tölvan hefur stundum bara verið eins konar glósubók,“ segir hann. Snorra Edda var sem kunn- ugt er samin af Snorra Sturlu- syni og er ein merkasta heimild sem til er um upphaf ásatrúar og norræna goðafræði. „Við Ís- lendingar getum verið stoltir af því að eiga þennan merka menningararf og að kynna sér hann er hluti af því að afla sér menntunar í nútímasamfélagi. Fyrir utan hvað þetta er ákaf- lega skemmtilegt efni. Sá sem þekkir eigin menningararf er einnig betur í stakk búinn til að virða menningararf annarra,“ segir Þröstur. Norræn goðafræði og sögur úr Snorra Eddu hafa verið mörgum innblástur í bókmenntum og kvikmyndagerð, og má þar nefna höfund Hobbitans og Hringadróttinssögu, J.R.R. Tol- kien, sem hafði dálæti á norrænni menningu, auk þess sem kvikmyndir um Thor hafa notið vinsælda að undanförnu. „Síðan er heil þunga- rokkssena sem sækir öll sín yrkisefni í þetta, samanber Skálmöld. Það eru þungarokksveit- ir um alla Norður-Evrópu sem syngja bara um norrænu goðin,“ segir hann. Rafræn útgáfa Snorra Eddu er aðgengileg á vefn- um snorraedda.is. Þar geta nemendur, sem og allur al- menningur, keypt sér að- gang í gegnum greiðslu- gátt. Vefurinn kemur þannig í stað kennslubók- ar eða hljóðbókar. Aug- lýsingastofan Verðandi hannaði vefinn sem er vel við hæfi þar sem örlaga- nornirnar Urður, Verðandi og Skuld koma við sögu í Snorra Eddu. Þótt texti Gylfaginningar sé endursagður á nútímaíslensku eru kaflar úr Skáldskap- armálum látnir halda sér en þeim fylgja ítarlegar orðskýringar, og einfalt er að setja músarbendilinn yfir feitletruð orð til að sjá strax hvað þau þýða. Í vefútgáfunni er einnig fjöldi mynda sem lista- maðurinn Jón Ingiberg Jónsteinsson gerði auk þess sem allur text- inn hefur verið lesinn inn á hljóð- skrá og vefurinn er því einnig hljóðbók. Þá eru ónefnd þau verkefni sem fylgja en á vefnum er meðal annars hægt að leysa krossgátur, svara tengispurningum og fá hugmyndir að ritgerðarefnum upp úr Snorra Eddu. „Markmiðið með þessu er að mæta kröfum nútímans um kennsluefni á raf- rænu formi og gera nemendum auðveld- ara fyrir að lesa og meðtaka efnið,“ segir Þröstur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Markmiðið með þessu er að mæta kröfum nú­ tímans um kennsluefni á rafrænu formi. Heimsmynd Snorra Eddu eins og hún birtist í rafrænu útgáfunni. Listamaðurinn Jón Ingiberg Jónsteinsson Snorra Edda er aðgengileg í tölvum og snjallsímum í nýju útgáfunni. Þröstur Geir Árnason íslenskukennari. Gylfi Hafsteinsson íslenskukennari. Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I 26 viðtal Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.