Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 47
grænn lífsstíll 47Helgin 6.-8. júní 2014
N ýjasta endurvinnslu-stöð SORPU á höfuð-borgarsvæðinu var opnuð
fyrir þremur árum við Breiðhellu
í Hafnarfirði. Stöðin byggir á ann-
arri hönnun en eldri endurvinnslu-
stöðvar SORPU sem gerir hana
ennþá notendavænni og öruggari
en aðrar stöðvar.
Hönnun stöðvarinnar er þannig
að hún er á tveimur hæðum og aka
viðskiptavinirnir inn á efra planið
til að losa úrgang en þjónustuaðili
sem sér um að tæma gáma og
koma með nýja er á neðra plani. Er
þetta gert til að lágmarka hættu á
árekstrum og óhöppum milli
viðskiptavina og þjónustuaðila. Að
sögn Guðmundar Tryggva Ólafs-
sonar rekstrarstjóra er stöðin
við Breiðhellu rúmbetri en aðrar
stöðvar og með þremur akreinum
um svæðið og því er auðvelt að
færa sig á milli gáma sem taka við
Moltublanda SORPU sem
inniheldur moltu og mómold er
nú kominn í sölu á allar endur-
vinnslustöðvar nema í Mosfellsbæ,
vegna plássleysis og verður hún
í sölu á meðan birgðir endast.
Á endurvinnslustöðvunum sjá
viðskiptavinirnir sjálfir um að
moka moltunni á kerrur eða í ílát,
en þeir sem eru stórtækari og
vilja láta moka á kerrurnar fyrir
sig geta farið í Álfsnes þar sem
starfsmenn SORPU hafa tæki til
þess.
Moltan sem framleidd er í Álfsnesi
er blanda af grasi og kurluðum trjá-
greinum. Við vinnsluna er þessum
tveim hráefnum blandað saman í
ákveðnum hlutföllum og efnið lagt í
múga. Múgunum er snúið reglulega
til að flýta fyrir niðurbroti og tekur
sú vinnsla um 10 vikur. Að þeim tíma
liðnum er efnið látið standa fram
á næsta vor en þá er það sigtað og
búnar til úr því tvær afurðir, annars
vegar Molta og hins vegar Moltu-
blandan sem seld er á endurvinnslu-
stöðvunum.
Nýjasta eNdurviNNslustöð sOrPu
Rúmgóð og notenda-
væn stöð við Breið-
hellu í Hafnarfirði
Moltan á endur-
vinnslustöðvunum
Moltan er komin á endurvinnslustöðvarnar og verður til sölu þar í sumar á meðan
birgðir endast.
Endurvinnslustöðin í Breiðhellu er mjög rúmgóð og er auðvelt að komast þar um á annatímum. Stöðin er á tveimur hæðum og
athafna viðskiptavinir sig á efri hæðinni en þjónustuaðilar stöðvarinnar á þeirri neðri. Þetta dregur úr hugsanlegri árekstrar-
hættu.
Endurvinnslustöðin við Breiðhellu í Hafnarfirði er nýjasta og stærsta endurvinnslu-
stöð SORPU
mismunandi efnum. Með þessum
hæðamismun standa gámarnir
lægra gagnvart viðskiptavinum og
því verður aðgengi þeirra betra og
fólk þarf ekki að lyfta eins mikið
og áður. Stöðin við Breiðhellu er
opin lengur því hún opnar klukkan
8 á virkum dögum, á meðan aðrar
stöðvar opna klukkan 12.30. Allar
stöðvarnar eru opnar til klukkan
19.30 á virkum dögum og um
helgar eru þær opnar frá klukkan
12-18.30.
Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á nýja aðstöðu til
að taka á móti skilagjaldsskyldum
umbúðum á stöðinni við Breið-
hellu. Guðmundur segir mikla
framför og þjónustubót felast í að
koma upp dósa- og glermóttöku
í rúmgóðu húsnæði. „Ég sé fyrir
mér að með stöðinni við Breið-
hellu hafi orðið til ákveðin fyrir-
mynd og í framtíðinni muni fleiri
endurvinnslustöðvar breytast og
verða á tveimur hæðum. Næsta
skrefið er að stækka og endur-
skipuleggja stöðina í Ánanaust-
um en það mun gerast á næstu
misserum. Þar er einnig verið að
byggja upp móttöku fyrir skila-
gjaldsskyldar umbúðir,“ segir
Guðmundur.
KYNNING