Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 50
50 fjölskyldan Helgin 6.-8 júní 2014 Fjölskyldusamvera í sumarfríinu S umarfrí er fram undan. Einmitt tími mikillar fjölskyldusamveru og nú nota ég tæki-færið fyrir ögn af heilræðum. Fríin verða meðal þeirra minninga sem fjölskyldur munu eiga saman rétt eins og stórhátíðir því þar víkur hið daglega mynstur sem flest börn muna lítið eftir. Þá er komið að kveðjustund, elsku vinkonur mínar og vinir í pistlaveröldinni. Reyndar bara í bili því að það er engin leið að hætta að syngja þegar einhver hlustar. Ég held áfram í haust því þið hafið verið mér einstök hvatning með hreint frábærum viðtökum sem mig hefði ekki órað fyrir þegar ég afréð að ávarpa þjóð mína í rituðu máli heilan vetur. Bæði rafrænar viðtökur í formi „læka og sjerana“ eða „líka og deilana“ í þúsunda vís og svo með póstum, fasbókarskilaboðum og svo spjalli á kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum og almennt svona á almannafæri. Oftast höfum við, þ.e. pistlahöfundur og lesendur, verið á sama máli og keppst við að dýpka umræðuna og hvetja okkur öll til dáða. Stöku sinnum tökum við snarpa rökræðu með ólíkum skoðunum en af mikilli virðingu og vilja til að skapa betri heim fyrir börn. Öll ykkar dásemdarviðbrögð hafa sannfært mig um mikilvægi þess að halda ærlega á lofti öllu því sem varðar börn og ungmenni. Bæði á einkaheimilum, í faðmi fjölbreyttra barnafjölskyldna og að heiman í leik- og grunnskólum og því kerfi sem samfélagið hefur skapað um útvistun á uppeldi og menntun. Þörfin er algjör og Fréttatíminn gerði vel að byrja með fjölskyldusíðu í hverju blaði. Takk, takk og enn og aftur takk. Sumarfrí er fram undan. Einmitt tími mikillar fjölskyldusamveru og nú nota ég tækifærið fyrir ögn af heilræðum. Fríin verða meðal þeirra minninga sem fjölskyldur munu eiga saman rétt eins og stórhátíðir því þar víkur hið daglega mynstur sem flest börn muna lítið eftir. Á næstu vikum munuð þið skapa þessar minningar og jafnvel leggja grunninn að framtíðarfríum barna ykkar með barnabörnin ófæddu. Við erum nefnilega fyrirmyndir barna okkar. Nú þarf að skipuleggja fríið á barnvænan hátt. Sumir munu aka um landið og munið þá að taka með nesti og stoppa oft á leiðinni. Áning við lítinn læk með fótabaði slær alltaf í gegn, bara rétt að beygja inn á fáfarinn veg eða renna út í kantinn. Nestisstopp á útsýnisstað eða leggjast í grasið og lesa í skýin er líka ógleymanlegra en sjoppuheim- sókn. Slökkvið líka á símunum og syngið saman í bílnum eða farið í spurningaleik. Allir með hvað svo sem unglingar mótmæla. Þeim mun hallærislegra, þeim mun betra. Kvöld- grillið þarf líka að vera barnvænt. Bjórinn er óþarfur nema í algjöru hófi meðan börn eru vakandi enda eru foreldrar fagfólk sem þarf að vera allsgáð í uppeldinu. Frelsi kvöldsins er líka dásamlegt þar sem börn vaka frameftir á íslensku kvöldi en verið vakandi fyrir þreytumerkjum eins og æsingi og of miklum látum sem þreytt börn nota til að halda sér uppi. Þá er gott að einhver fullorðinn taki litla stund í að koma þreyttum í hátt og svefn. Flugferðir krefjast líka barnvænnar skipulagningar. Flug frá Íslandi krefst þess oft að þreyttir foreldrar þurfi að rífa börn upp um miðja nótt sem er býsna erfitt. Fullorðnir verða þá að axla ábyrgðina á jákvæðum samskiptum og hjálpa barni og börnum að ná gleði sinni. Hafið vel valin viðfangsefni með í för til að mæta athafnaþörf ungviðisins og hreyfing og smáhlaup er alls ekki bannað á flugstöðvum – ef friðarþörf annarra ferðalanga er virt. Börn þurfa margar og smáar hressingar yfir daginn og þess vegna er best að vera með hæfilega aukabita með sér. Svo finna þau ekki fyrir þorsta þótt svo að líkaminn sé í vökvaþörf eins og í löngu flugi og í miklum hita. Einkennin birtast bara í pirringi og þess vegna þarf að hafa nóg vatn og aðra svaladrykki tiltæka. Í matartímum minni ég á að áfengisneysla og börn eiga heldur ekki samleið í útlöndum nema í algjöru hófi. Stillið svo endilega verslunarferðum í hóf eða skiptið liði þannig að hluti fullorðinna sinni börnum í skemmtiverkefnum meðan aðrir versla. Takið lengri ferðir í áföngum með góðri hvíld á milli og oft má finna græn svæði og leikvelli sem endurnýja lífsgleðina. Njótið sumarsins, elsku lesendur og ræktum nú okkur sjálf í gróanda sumarsins. Við; börnin og ungmennin og fullorðnir og aldraðir og einfaldlega stórfjölskyldan sjálf í öllum sínum dásamlega fjölbreytileika. Nestisstopp á útsýnisstað eða leggjast í grasið og lesa í skýin er líka ógleymanlegra en sjoppu- heimsókn. Slökkvið líka á sím- unum og syngið saman í bílnum eða farið í spurningaleik. Frí fyrir alla Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Nýr opnunartími Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is/vorur/ferdavorur | stilling@stilling.is Frá og með 1. júní verða verslanir okkar opnar frá kl. 08.00-17.30 á virkum dögum. Opnunar tími í Ske ifunni á laugard ögum frá kl. 10 .00-14.0 0 fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Kæliskápadagar út apríl 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.