Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 70
 Hjólreiðar járn-afar í WOW CyClOtHOn Maður verður gamall ef maður hættir að leika sér WOW Cyclothon er hjólreiða- keppni þar sem hjólað er í kringum landið og safnað áheitum. Þetta árið er það söfnun fyrir bæklunarskurð- deild Landspítalans og verður hjólað í júní í miðnætursól og Jónsmessublíðu. Einn hópurinn sem hefur skráð sig til leiks kallar sig Járn-afana, en það eru 4 félagar sem hafa það sam- eiginlegt fyrir utan að hafa keppt í Ironman (Járnmaður) að vera afar. Í Járnmanni synda keppendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa að lok- um 42,2 km. Samtals hafa afarnir lokið 10 svona keppnum. Þetta eru þeir Gísli Ásgeirsson, Trausti Valdimarsson, Pétur Helga- son og Sigurður H. Sigurðarson og er meðalaldurinn 58 ár. „Við lítum á þetta sem góða leið til þess að halda okkur í skikkanlegu formi og minnum fólk á að það eigi ekki að hætta að leika sér þegar það verður gamalt, það verður gamalt ef það hættir að leika sér“ segir Gísli Járn- afi. Þeir vilja hvetja afa og ömmur landsins að gefa sér tíma til leikja, ýmist með börnum og barnabörnum eða góðum vinum. Þetta eigi fólk að gera meðan það getur. Járn-afar eru þess fullvissir að þetta fagnaðarerindi renni ofan í fólk eins og heitar lummur og veðja á að þeir verði vinsælasti hópurinn þetta árið, „við erum allir glaðsinna og krúttlegir með afbrigðum“. Aðspurðir segja þeir að konurnar þeirra séu afar ánægðar með þetta, og vonandi verður þetta hvatning til þess að á næsta ári skrái sig ein- hverjar Járn-ömmur til leiks. Helsti styrktaraðili þeirra í keppninni er hjólreiðaverslunin TRI á Suður- landsbrautinni og þeim til halds og trausts verða bílstjórarnir Stefán Smári Skúlason og Freyr Sigurðar- son. Við mælum með því að fólk um allt land hafi augun opin dagana 24.- 27. júní þegar afarnir verða á ferð- inni um landið. -hf Gabríel Þór, Benjamín og Katrín Rós af- greiða íslenska kjötsúpu úr vagni í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari Systkini selja íslenska kjötsúpu úti á götu Ungum bræðrum úr Garðabæ fannst vanta meiri fjölbreytileika í götumatarmenningu Reykjavíkur og ákváðu að taka málin í sínar eigin hendur. Eru búnir að fullkomna kjötsúpu- uppskrift á síðustu sex mánuðum og opna vagninn um helgina. Okkur fannst vanta eitt- hvað nýtt í götumatar- menningu Reykjavík- urborgar. U ngir bræður úr Garðabænum fengu hugmynd og ákváðu að framkvæma hana. Þetta eru þeir Gabríel Þór og Benjamín Gíslasynir, 24 og 21 árs gamlir. Þeir fengu þá hugmynd að opna veitingavagn sem þeir kjósa að kalla því lítilláta nafni Súpuvagninn – The Essence of Vikings. „Okkur fannst vanta eitthvað nýtt í götumatarmenningu Reykjavíkurborgar, og langaði að opna vagn með sérstöðu, og bjóða upp á bragðgóða, holla, orkuríka, saðsama og fljótlega gæða máltíð á lágu verði. Það er smá sérstaða í þessu, hvað er íslenskt, hvað er gott og hvað er auðvelt að borða standandi? – og um leið var svar- ið einfalt, íslensk kjötsúpa,“ segir annar bræðranna, eldhuginn Gabríel Þór. Þeir fóru af stað, redduðu sér vagni og byrjuðu að elda. Mikill metnaður hefur farið í eldamennsku súpunnar og prófaði Benjamín, yngri bróðirinn sem er yfir- kokkurinn, að elda súpuna um 100 sinn- um til þess að fullkomna uppskriftina „Það finnst öllum kjötsúpan best hjá mömmu eða ömmu og það er vegna þess að það er búið að elda hana svo oft í gegnum tíðina og breyta og bæta þannig að uppskriftin er fullkomin og okkur langaði að fara þá leið með okkar súpu. Þá notum við eingöngu ferska matvöru í uppskriftina, hvort sem það er kjöt eða grænmeti, þannig vitum við að við erum að bjóða upp á gæðafæðu.“ Þegar þeim fannst súpan vera orðin full- komin þá fengu þeir nokkra af færustu matreiðslumönnum landsins til þess að smakka og voru þeir allir mjög ánægðir og gáfu þeir henni bestu einkunn. „Við erum mjög stoltir af því,“ segir Benjamín, en hann hefur viljað eiga sinn eigin veit- ingastað síðan hann var fimm ára gutti. Þeir ætla báðir að vinna í vagninum ásamt 17 ára systur sinni, Katrínu Rósu, og eflaust fleirum því vinnudagurinn er langur. „Við erum búin að hugsa þetta í um tvö ár en fórum svo á fullt að undirbúa þetta fyrir svona sex mánuðum. Þetta er svona lítið fjölskyldufyrirtæki og gaman að geta gert þetta saman.“ Súpuvagninn verður opinn alla daga frá klukkan 11 - 21, staðsettur við Mæðragarð í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík og um helgar verður hann líka opinn á nótt- unni frá klukkan 22 - 05 og verður þá á Lækjartorgi. „Þetta er hin fullkomna mál- tíð fyrir fólk sem er búið að vera úti á lífinu, og við erum vissir um að erlendum ferða- mönnum langi í íslenska kraftmikla súpu á ferðum sínum um borgina.“ „Við ætlum að hafa opnun á laugardag- inn klukkan 12 og verðum með blöðrur fyrir börnin og mikið húllumhæ í tilefni af því. Súpan verður á opnunartilboði í hádeginu, aðeins 500 krónur, en annars verður skammturinn á 1000 krónur, sem er mjög gott verð því skammtarnir eru stórir. Á sama tíma er verið að halda opnunar- skemmtun með lifandi tónlist, og markaðs- stemningu á Bernhöftstorfunni fyrir neð- an Lækjarbrekku um kvöldið. Veðurspáin er frábær svo við vonumst til þess að sjá sem flesta,“ segir Gabríel og er greinilega orðinn spenntur fyrir helginni. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  MatUr SúpUvagninn tHe eSSenCe Of vikingS OpnaðUr í MiðbænUM Á laugardaginn fer fram árlegt „Tweed Ride“ í Reykjavík. Árið 2009 tóku reið- hjóláhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og -kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól. Þessi hugmynd barst svo til Reykjavíkur árið 2012 og var þá haldið „Tweed Ride“ í Reykjavík og voru um 70 hjólreiðamenn, karlar og konur, skráðir til leiks. Enn fleiri tóku svo þátt í fyrra og í ár er skráning enn í gangi og lítur allt út fyrir að hjólreiðatúrinn verði fjölmennur. Hjólaður er léttur hringur um Reykjavík þar sem farið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 13 með við- komu á Satt Restaurant þar sem fólki verður boðið upp á létta hressingu og endað á KEX hostel klukkan 16, þar sem boðið verður upp á „High Tea“ ásamt verðlaunaafhendingu. Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta hjólið, best klædda herrann og best klæddu dömuna. Verðlaunin verða frá Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, versluninni Geysi og Reiðhjólaverslun- inni Berlín, svo það er til mikils að vinna. Skráning fer fram á slóðinni www.tweedridereykjavik.weebly.com og enn er hægt að skrá sig. Virðulegur hjólreiðatúr – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 47% afsláttur FRÁBÆR KAU P Blandaðu í ka ssann, þínum uppáha lds tegundum 24 stk. í kas sa! Hámark 4 ka ssar á mann meðan birgðir endast! Hámark 4 kassar á mann meða n birgðir endas t! 998kr.kassinn Verð áður 1896 kr.kassinn Egils Appelsín, Mix, Kristall, Mountain Dew og 7Up, 24 x 33 cl dósir 70 dægurmál Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.