Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 56
56 heilsa Helgin 6.-8. júní 2014
HúðHeilsa Nota þarf sólarvörN að styrkleika 30 á sólríkum dögum
s ólin á Íslandi er svo sterk yfir sumarmán-uðina að ráðlegt er að
nota sólarvörn af styrkleika
30 til þess að koma í veg fyr-
ir sólbruna að sögn Bárðar
Sigurgeirssonar húðlæknis.
Bera þarf sólarvörn á húð-
ina oftar en einu sinni yfir
daginn ef dvalið er löngum
stundum í sólinni og oftar
ef verið er í vatni.
„Svokallaður UV-Index,
útfjólublár stuðull, segir
til um hve sterk sólin er. Á
vef Húðlæknastöðvarinnar,
www.hls.is má sjá gildi út-
fjólublárra geisla í rauntíma
og getur fólk þannig metið
hversu sterka og mikla sól-
arvörn það þarf að nota,“
segir Bárður. Í blíðunni sem
verið hefur á landinu að und-
anförnu hefur útfjólublár
stuðull sólar mælst rúmlega
5 sem þýðir að nauðsynlegt
er að nota sólarvörn. Hæsta
gildi sem mælst hefur á Ís-
landi er rúmlega 7 og roðnar
húð flestra Íslendinga mjög
fljótt við þær aðstæður, að
sögn Bárðar. „Við mælum
með því að fólk noti sólar-
vörn af styrkleika 30. Það
kemur í veg fyrir sólbruna
í flestum tilfellum en gerir
það samt að verkum að húð-
in verður brún,“ segir Bárð-
ur. Gæta þarf þess þó að
bera sólarvörnina vel á húð-
ina og oft og ekki of þunnt.
Sólbruni er í raun ákveðn-
ar skemmdir sem verða í
húðinni, að sögn Bárðar.
„Húð fólks er mismunandi.
Sumir verða aldrei brúnir
og brenna alltaf og fólk með
þannig húðgerð ætti að fara
mjög varlega í sólinni og
gæta þess vel að brenna
ekki,“ segir hann. Flestir
ættu að gæta þess að vera
ekki lengur en klukkustund
í sólinni án sólarvarnar. Til
að mynda fær sá sem spilar
einn hring á golfvelli síðdeg-
is, frá klukkan 15-19, á sig
tvöfalt meiri skammt af út-
fjólubláum geislum en húð-
in þolir og ætti því að nota
sólarvörn.
Útfjólubláir geislar valda
sólbruna og hafa víðtæk
áhrif á húðina. „Þeir valda
því að við verðum brún en
valda líka ónæmisbælingu
í húðinni og skemmdum,
litabreytingum og æða-
breytingum. Stærsta orsök-
in fyrir öldrun húðarinnar
er sólin,“ segir hann. Út-
fjólubláir geislar geta valdið
skemmdum í frumum í húð-
inni. „Fjórum til sex klukku-
stundum eftir að verið var
í sólinni verður húðin rauð
og okkur svíður. Til þess að
losna við þessar skemmdir
losna ákveðin efni í frum-
unum sem valda bólgum.
Ef um útbreiddan sólbruna
er að ræða getur svo mikið
losnað af þessum efnum
að viðkomandi fær almenn
flensueinkenni,“ segir Bárð-
ur. Auk skammtímaáhrifa
sem þessara getur sólbruni
haft alvarlegri, langvarandi
áhrif, svo sem húðkrabba-
mein.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Farið varlega í
sólinni um helgina
Veðurspá helgarinnar er sólrík og björt og von til þess að Íslendingar rífi sig úr fötunum og baði
sig í langþráðum sólargeislum. Allt kapp er best með forsjá og vara húðlæknar við hættunni
samfara sólinni og hvetja fólk til að verja húðina – og mæla með sólarvörn af styrkleika 30 til að
koma í veg fyrir sólbruna.
uv-iNdex geisluN sólráð
1-2 Lítil Sólarvörn ekki nauðsynleg.
3-5 Miðlungs Sólarvörn nauðsynleg. Sólgleraugu og hattur eða húfa.
6-7 Mikil Sólarvörn með háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu, hattur eða húfa.
8-10 Mjög mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða
hattur. Forðist sólina í 3 klukkustundir um miðjan daginn.
>11 Afar mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða
hattur. Forðist sólina í minnst 3 klukkustundir um miðjan daginn. Látið
sólina ekki skína á bera húð.
Flestir Íslendingar
þola ekki að vera í
íslenskri sumarsól í
lengur en klukku-
stund án sólar-
varnar. Sólbruni
hefur mjög óæskileg
áhrif á húðina, bæði
skammvinn og lang-
vinn.
í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6,
Garðabæ, s ími : 564 5040
HJÓLATÖS KU R
DOWNTOWN
FARTÖLVU-
TASKA
ULTIMATE 6
STÝRISTASKA
MESSENGER
BAKPOKI
SÖLUAÐILAR
Ellingsen, Fiskislóð 1
Kría Hjól, Grandagarði 7
Markið, Ármúla 40
Útilif, Glæsibæ og Smáralind
heimkaup.is
Skíðaþjónustan á Akureyri
BACK-
ROLLER
CLASSIC
Föstudagspizzan
Eftirréttarpizzan
er bökuð úr Kornax brauðhveitinu