Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 56
56 heilsa Helgin 6.-8. júní 2014  HúðHeilsa Nota þarf sólarvörN að styrkleika 30 á sólríkum dögum s ólin á Íslandi er svo sterk yfir sumarmán-uðina að ráðlegt er að nota sólarvörn af styrkleika 30 til þess að koma í veg fyr- ir sólbruna að sögn Bárðar Sigurgeirssonar húðlæknis. Bera þarf sólarvörn á húð- ina oftar en einu sinni yfir daginn ef dvalið er löngum stundum í sólinni og oftar ef verið er í vatni. „Svokallaður UV-Index, útfjólublár stuðull, segir til um hve sterk sólin er. Á vef Húðlæknastöðvarinnar, www.hls.is má sjá gildi út- fjólublárra geisla í rauntíma og getur fólk þannig metið hversu sterka og mikla sól- arvörn það þarf að nota,“ segir Bárður. Í blíðunni sem verið hefur á landinu að und- anförnu hefur útfjólublár stuðull sólar mælst rúmlega 5 sem þýðir að nauðsynlegt er að nota sólarvörn. Hæsta gildi sem mælst hefur á Ís- landi er rúmlega 7 og roðnar húð flestra Íslendinga mjög fljótt við þær aðstæður, að sögn Bárðar. „Við mælum með því að fólk noti sólar- vörn af styrkleika 30. Það kemur í veg fyrir sólbruna í flestum tilfellum en gerir það samt að verkum að húð- in verður brún,“ segir Bárð- ur. Gæta þarf þess þó að bera sólarvörnina vel á húð- ina og oft og ekki of þunnt. Sólbruni er í raun ákveðn- ar skemmdir sem verða í húðinni, að sögn Bárðar. „Húð fólks er mismunandi. Sumir verða aldrei brúnir og brenna alltaf og fólk með þannig húðgerð ætti að fara mjög varlega í sólinni og gæta þess vel að brenna ekki,“ segir hann. Flestir ættu að gæta þess að vera ekki lengur en klukkustund í sólinni án sólarvarnar. Til að mynda fær sá sem spilar einn hring á golfvelli síðdeg- is, frá klukkan 15-19, á sig tvöfalt meiri skammt af út- fjólubláum geislum en húð- in þolir og ætti því að nota sólarvörn. Útfjólubláir geislar valda sólbruna og hafa víðtæk áhrif á húðina. „Þeir valda því að við verðum brún en valda líka ónæmisbælingu í húðinni og skemmdum, litabreytingum og æða- breytingum. Stærsta orsök- in fyrir öldrun húðarinnar er sólin,“ segir hann. Út- fjólubláir geislar geta valdið skemmdum í frumum í húð- inni. „Fjórum til sex klukku- stundum eftir að verið var í sólinni verður húðin rauð og okkur svíður. Til þess að losna við þessar skemmdir losna ákveðin efni í frum- unum sem valda bólgum. Ef um útbreiddan sólbruna er að ræða getur svo mikið losnað af þessum efnum að viðkomandi fær almenn flensueinkenni,“ segir Bárð- ur. Auk skammtímaáhrifa sem þessara getur sólbruni haft alvarlegri, langvarandi áhrif, svo sem húðkrabba- mein. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Farið varlega í sólinni um helgina Veðurspá helgarinnar er sólrík og björt og von til þess að Íslendingar rífi sig úr fötunum og baði sig í langþráðum sólargeislum. Allt kapp er best með forsjá og vara húðlæknar við hættunni samfara sólinni og hvetja fólk til að verja húðina – og mæla með sólarvörn af styrkleika 30 til að koma í veg fyrir sólbruna. uv-iNdex geisluN sólráð 1-2 Lítil Sólarvörn ekki nauðsynleg. 3-5 Miðlungs Sólarvörn nauðsynleg. Sólgleraugu og hattur eða húfa. 6-7 Mikil Sólarvörn með háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu, hattur eða húfa. 8-10 Mjög mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðist sólina í 3 klukkustundir um miðjan daginn. >11 Afar mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðist sólina í minnst 3 klukkustundir um miðjan daginn. Látið sólina ekki skína á bera húð. Flestir Íslendingar þola ekki að vera í íslenskri sumarsól í lengur en klukku- stund án sólar- varnar. Sólbruni hefur mjög óæskileg áhrif á húðina, bæði skammvinn og lang- vinn. í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 HJÓLATÖS KU R DOWNTOWN FARTÖLVU- TASKA ULTIMATE 6 STÝRISTASKA MESSENGER BAKPOKI SÖLUAÐILAR Ellingsen, Fiskislóð 1 Kría Hjól, Grandagarði 7 Markið, Ármúla 40 Útilif, Glæsibæ og Smáralind heimkaup.is Skíðaþjónustan á Akureyri BACK- ROLLER CLASSIC Föstudagspizzan Eftirréttarpizzan er bökuð úr Kornax brauðhveitinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.